Miðvikudagur, 4. apríl 2012
101 framboð kynnt í Hafnarfirði
Framboð Þóru Arnórsdóttur er borið fram af vinstrimönnum sem hugsa Ólafi Ragnari þegjandi þörfina vegna Icesave-þjóðaratkvæðis sem kippti fótunum undan fyrstu vinstristjórn lýðveldissögunnar.
Eflaust mun Þóra sækja fylgi til fleiri en óánægðra vinstrimanna - það eru til nokkrir sælir vinstrimenn.
Heimilisfesta stuðningsmannakjarna Þóru er 101 Reykjavík en hún kynnir framboð sitt í kratabænum Hafnarfirði. Það er við hæfi.
Þóra tilkynnir framboð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er Óli gulltryggður! Þetta verður kosning um ESB.
Almenningur (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 12:23
Hver sem stendur að baki þessu þá er það kristaltært að Þóra á ekkert erindi í þetta embætti. Þetta fellur um sjálft sig.
Ólafur Ragnar á að halda áfram, hann hefur unnið vel síðustu ár og tekið stórar ákvarðanir landi og þjóð til heilla.
Baldur (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 13:29
Efast um að hún eigi nokkra möguleika.
Skrýtið hvað margar konur langar í drottningarleik.
Karl (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 13:49
Úff.
Eru engin takmörk fyrir því hversu langt niður þetta þjóðfélag getur sokkið?
Forseti á ekki að vera pólítískur segir Þóra Arnórsdóttir.
Þetta segir ekki neitt.
Hefði hún synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar?
Er hún hlynnt aðild að ESB?
Hefði hún neitað að staðfesta Icesave?
Hún er frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Rósa (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 18:53
Erum við að fara að kjósa persónur og pólitískar strengjabrúður á Bessastaði? Mér er nú eiginlega skítsama hvort frambjóðandi er ljómandi fallegur barnmargur krati með stuðning ríkisstjórnarinnar eða gamalreyndur forseti frá fyrri öld sem hefur þraukað í embætti með klækjum og góðri eiginhagsmunataktík og nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar. Svona frambjóðendur fá ekki mitt atkvæði.
Ég ætla einfaldlega að kjósa um þau markmið sem frambjóðendur hafa með framboðum sínum. Ég kýs um það sem þeir vilja gera fyrir þjóðina á meðan þeir gegna embætti.
Ástþór skarar um þessar mundir framúr öðrum frambjóðendum þegar rýnt er í stefnuskrár. Hann er sá eini sem hefur getað komið gagnlegri stefnu frá sér og er þar að auki laus við að vera pólitísk strengjabrúða. Sjá www.forsetakosningar.is
Jón Pétur Líndal, 5.4.2012 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.