ESB-blekking handa einföldum

ESB-sinnar keyra auglýsingaherferð sem þar sem verðlagsþróun frá hrunárinu 2008 er borin saman milli Íslands og meðaltals í Evrópusambandinu.

Við hrunið á Íslandi tók krónan dýfu til að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Atvinna hélst en innfluttar vörur hækkuðu. Á Írlandi varð hrun á sama tíma, þar féll evran ekki og atvinnleysi hefur verið um 15 prósent á eyjunni grænu.

Jaðarríki Evrópusambandisns eru læst inn í langvarandi kreppu vegna þess að ,,innri gengisfelling", þ.e. niðurfærsla launa og kostnaðar tekur langan tíma. 

Í könnun ESB-sinna segir ekkert um launaþróun á Íslandi annars vegar og hins vegar í ESB-ríkjum. Líklega kemur það ekki nógu vel út fyrir málstaðinn.

Að öðru leyti ber að þakka ESB-sinnum að klappa áfram þann stein að ,,vöruverð sé svo hagstætt í ESB." Aðeins Einfaldir Saklausir Bjánar falla fyrir þeim rökstuðningi fyrir ESB-aðild.

 


mbl.is Margfalt meiri verðhækkanir hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan að það þekkist ekki kjaraskerðing sem leggst jafn jafnt á háa sem lága eins og gengisfelling.

Hún kemur hlutfallslega jafn illa við alla.

Á meðan Evrumódelið með atvinnuleysi kemur sér auðvita mjög illa við þá sem missa vinnuna á meðan þeir sem sitja ofan á finna fyrir litlu. Ekta kratamódel, eða hvað?

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 09:25

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég trúi ekki einu orði af því sem þú skrifar Páll, eftir lygar þínar um að Samherji stundi fjárkúgun.Hvort sem það er um ESB eða eitthvað annað.Ég vara fólk við að taka mark á skrifum þínum.

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 09:55

3 identicon

verð á vörum skiptir ekki máli ef við höfum ekki vinnu. Aðalatriðið er að hafa vinnu og skapa verðmæti, en með inngönu í ESB verður vinnan flutt út úr landinu og atvinnleysi eykst.Fiskurinn veiddur af öðrum þjóðum og landbúnaður lagður niður.

bibbi (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:40

4 identicon

Magnað að lofsyngja 34% verðhækkun á fjórum árum ásamt með verðtryggingu og þeirri spillingu sem fylgir höftum sem eru nauðsynleg vegna þess að gjaldmiðillinn er ónýtur!

Magnað!

Karl (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:53

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það lofsyngur enginn 34% verðhækkanir Karl og heldur ekki verðtrygginguna.

En við urðum fyrir áföllum hér á landi, bankakerfið hrundi, ef þú ert kannski búinn að gleyma því. Afleiðingin af slíku falli eru alltaf slæmar.

Það sem skynsamir menn gera þegar þeir lesa auglýsingar eins og þá sem Já Ísland sendir frá sér, er að bera saman hluti. Bera saman þann kostnað sem við höfum orðið fyrir vegna krónunnar og meta hver sá kostnaður hefði orðið fyrir okkur ef við hefðum haft evru.

Það vill svo vel til að það mat er tiltölulega auðvelt, það voru nefnilega fleiri lönd en Ísland sem lentu í bankahruni, þó ekkert hafi lent í allgeru hruni eins og við. Því þarf einungis að líta til þeirra landa til að fá samanburðinn, þó hann verði auðvitað ekki einhlýtur, því eins og áður segir lennti engin þjóð jafn illa í þessu og við.

Í þeim samanburði er ljóst að okkur hefur tekist mun betur upp, þrátt fyrir þá ríkisstjórn sem við sitjum uppi með. Þó fallið hafi verið stórt og þó kostnaðurinn af því sé sár, erum við samt mun betur sett an þær þjóðir sem eru innan ESB og hafa evru sem lögeyri.

Verðtryggingin er svo allt annað mál. Hún kemur ekkert bankahruninu við né neinu öðru sem yfir okkur hefur fallið. Verðtryggingin sannar einungis að sú ríkisstjórn sem nú situr lætur stjórnast af sömu öflum og þær stjórnir sem setið hafa undanfarinn áratug, fjármálaöflunum. Sannar það að ríkisstjórn Jóhönnu er engu betri en ríkisstjórn Geirs, Halldórs eða Davíðs.

Þó má segja að ríkisstjórn Jóhönnu sé öllu verri, hún hafði þó fordæmin fyrir sér og hefði átt að geta varist þeim, en aumingjaskapur hennar er algjör!!

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2012 kl. 11:38

6 identicon

Sonur minn sem býr í þýskalandi er hér í heimsókn og hann segir matinn hér ekki dýrari en í Stuttgart! Hann borðar mikið Sushi og þar, kostar Sushi-bakki 12 evrur, en hér 8 evrur. Brauð og aðrar nauðsynjavörur af sömu gæðum eru á svipuðu verði.

Það er ekki hægt að taka meðaltalið úr 27 löndum og bera það saman við verð í 320.000 manna þjóð. Halló?

Í EVRÓPUSAMKURLINU búa 500.000.000 manns (Fimmhundruð milljónir) og þetta eru þversummur af verðlagi hjá öllum þessum þjóðum. Borið saman við Ísland. Ef við tækjum bara þýskaland og bærum það saman við okkur, eða bara Spán og Ísland, þá væri útkoman önnur! 

Nú er mér allri lokið

anna (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 22:45

7 Smámynd: Elle_

Enda væri það fásinna að fara að gefa upp fullveldi landsins EF og ÞÓ það væri ódýrara.  Það væru aumir menn sem skiptu á fullveldi komandi kynslóða og peningum fyrir þá sjálfa í nú-inu.

Elle_, 5.4.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband