Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Samherji stundar fjárkúgun gagnvart lýðveldinu
Samherji er eins og hvert annað fyrirtæki í landinu sem þarf að sæta rannsókn til þess bærra yfirvalda, vakni grunsemdir um lögbrot. Af fréttum RÚV að dæma telur forstjóri Samherja fyrirtækið hafið yfir lög og reglur réttarríkisins.
Ekki verður betur séð en að Samherji ætli að beita lýðveldið fjárkúgun með viðskiptabanni dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi gagnvart Íslandi.
Samherji segir sig þar með úr lögum við lýðveldið og með öllum tiltækum ráðum réttarríkisins verður að uppræta fyrirtækið. Undir engum kringumstæðum má Samherji komast upp með að ákveða hvaða lög gilda í landinu.
Bráðabirgðalög sem innkalla kvóta Samherja eru ágætis byrjun. Áður en forstjórinn gæti talið upp að tíu væri sniðugt að selja kvótann hæstbjóðenda á uppboði.
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2012 kl. 23:29
Sammála kominn tími til að taka á þessum öfgasinnum í sjávarútvegi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 23:37
Best að segja sem minnst um þetta mál í bili.
Seðlabankinn vill ekki upplýsa hvað hann er að rannsaka og honum er heimilt að halda því leyndu í þrjár vikur.
Dótturfélag Samherja vill ekki eiga viðskipti á Íslandi fyrr en fyrirtækið hefur verið upplýst um hvað það á að hafa gert ólöglegt. Því er heimilt að ákveða það.
Það er erfitt að sjá að minniháttar viðskipti, tæpast ólögleg, sem upplýst hefur verið um opinberlega geti verið tilefni til alls þessa tilstands.
Á næstu vikum mun þetta allt koma betur í ljós.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 23:56
Þeir eru nokkuð MARGIR sem Mási hefur vaðið yfir með frekju og yfirgangi og sannanlega komið mönnum á kaldan klaka sem ekki spiluðu eftir hans nótum (sem eru og hafa alla tíð verið falskar). Er ekki tími til kominn að binda endi á þessa ógnarstjórn hans??????
Jóhann Elíasson, 4.4.2012 kl. 00:04
Atvinnurekstur í Þýskalandi er mjög ólíkur atvinnurekstri á Íslandi. Að lenda í rannsókn yfirvalda getur haft verulega slæmar afleiðingar í Þýskalandi, þó svo að menn verði sýknaðir af öllu misjöfnu. En Þjóðaverjar gera líka meiri kröfur til stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna.
Tenslin milli þess að kynna nýtt fiskveiðifrumvarp og "óvæntrar" innrásar Seðlabankans í Samherja, myndi verða mönnum þar tilefni til að skoða tengsl á milli Seðlabankastjóra og forsætisráðherra.
Ég trúi varla að menn séu búnir að gleyma ráðningarfarsanum í kringum Má, og aðkomu forsætisráðherra að því máli.
Og í samræmi við þann alvarleika sem svona rannsókn þýðir í þýsku umhverfi, má fastlega gera ráð fyrir að stjórnendur þýska félagsins hafi gert Samherjamönnum fulla grein fyrir raunveruleikanum sem blasir við þeim þýsku. Það er fullkomlega eðlilegt að þeir vilji skera á tengsl við landið.
Ég sé reyndar ekki betur en að Jóhönnu hafi tekist að tromma upp andstöðu gegn Samherja, og kvótahöfum almennt, með þessari aðgerð.
Við erum búin að sjá það trekk í trekk, að Jóhönna og Steingrímur svífast einskis, og valda hiklaust tjóni hjá eigin þjóð, ef það þjónar pólitískum marmiðum.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 00:16
Sammála, örlög heilu byggðalaganna hafa ráðist á skrifstofum einstakra útgerðarmanna og nú þykir sumum við hæfi að hafa í hótunum við þjóðina. Mér finnst þögnin um málið nánast æpandi úr stjórnarráðinu. Ekkert heyrist í Ögmundi innanríkisráðherra eða þá Jóhönnu Sigurðardóttur og auðvitað ekki sjávarútvegsráðherra Samherja Steingrími J. Sigfússyni.
Sigurjón Þórðarson, 4.4.2012 kl. 00:44
Munum endilega eftir tengslum Jóhönnu við ráðningu Más. Líka hvað Már var hjálplegur stjórnarflokkum Jóhönnu og Steingríms við ICESAVE.
Elle_, 4.4.2012 kl. 00:47
Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Skömmin er stjórnmála ruslsins íslenzka - ekki Samherja manna, gott fólk !
LESIÐ; nýjustu grein mína, á minni síðu, ef þið þá ÞORIÐ;; fyrir ræksnum, eins og : Seðlabanka Má - Steingrími - Oddnýju G. Harðardóttur og Ögmundi , gott fólk.
Næst; ræðst hyskið, til atlögu við : Kúabændur - Sauðfjárbændur og Iðnað, ef að líkum lætur - eða reyna það, Helvízk !!!
Elle - Hans og Hilmar !
Þakka ykkur fyrir; skilning ykkar, á hinni raunverulegu stöðu mála.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, öngvu, að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 01:19
Nú held ég að timi sé kominn á að reka þig úr Heimsýn Páll.Þessi gýfuryrði þínl lygar og aðdróttanir og fullyrðingar eru þess eðlis að það fer best á því að þú hættir öllum afskiptum þínum af Heimssýn því eftir þessi skrif þín getur enginn óbrjálaður maður trúað einu orði af því sem vellur upp úr þér.Hafðu skömm furir skrif þín og bull.Þú færð ekki krónu frá mér fyrir það sem þú þykist vinna fyrir fólk sem hafna inngöngu Íslands í ESB.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 09:09
Og það fer þér illa Páll að vitna í ESB- ruvvarpið.Þú trúir nú öllu sem kemur frá ESB fréttastofunni.En það er athyglisvert að RUV hefur ekki gefið það út eftir að viðtalið við Þorstein Már var tekið , að ruv standi við umfjöllun sína eins og rúv gerir alltaf þegar ruv hefur fjallað um mál og andsvörum hefur verið beitt.Þannig að ruv er buið að éta þetta ofan í sig Það átt þú líka eftir að gera Páll.Vonandi láta Samherjamenn þig mæta fyrir rétt vegna lyga þinna og aðdróttana.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 09:18
Verið er að benda Samherja á skrif þín.
Sigurgeir Jónsson, 4.4.2012 kl. 09:19
RUV ALLRA LANDSMANNA er óþolandi hlutdrægt og endurtekur alltof oft efni beint eftir núverandi stjórnmálaflokkum eins og fréttir væru. RUV kallaði ICESAVE ´OKKAR SKULDBINDINGAR´ með orðum Jóhönnu sem notaði sömu orð oft opinberlega. Ætla að taka það fram að ég veit ekkert um ofanvert mál, nema það sem kom frá RUV.
Elle_, 4.4.2012 kl. 11:50
Þessi Sigurgeir er grátlega fyndinn
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2012 kl. 15:04
þessi Sigurgeir á sennilega Kvóta sem honum er ant um og leigir Samherja...
Vilhjálmur Stefánsson, 4.4.2012 kl. 15:19
Hann er ekkert ´grátlega fyndinn´. Hann segir það sem honum finnst.
Elle_, 4.4.2012 kl. 21:31
Það er satt Elle E, Sigurgeir er ekkert fyndinn, bara broslegur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 09:14
Málið augljóslega kemur illa við hann. Hef oft lesið skrifin hans og dæmi hann ekki þó honum mislíki, enda veit ekki nóg um málið. Veist þú nóg til að dæma hann persónulega? Kannski jafn-mikið og þegar þú tróðst mér inn í vissan pólitískan flokk?
Elle_, 5.4.2012 kl. 23:55
...og ertu þar enn, rýjan mín?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 01:05
Hugsarðu ekki rökrétt?
Elle_, 6.4.2012 kl. 01:30
Var ekki rökrétt, úr því ég tróð þér í "vissan pólitískan flokk", að spyrja hvort þú værir þar enn?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.