Mánudagur, 2. apríl 2012
Steingrímur J. flengdur af flokksfélögum VG
Sjaldgæft er að sjá flokksmenn taka jafn fast í lurginn á formanni sínum og vinstri grænir á Vinstrivaktinni. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG er kominn í út í horn í flokknum vegna lítt dulinnar ESB-þjónkunar.
Steingrímur J. er ESB-úlfur í þjóðlegri sauðagæru, segir í nýjasta pistlinum á Vinstrivaktinni. Að undirlagi formanns VG er helsti samningamaður Íslands í viðkvæmri markíldeilu við ESB flæmdur úr vinnu sinni við að gæta hagsmuna Íslands. Þá skipar Steingrímur J. gallharða ESB-sinna í nefnd um gjaldmiðlamál.
Í Vinstrivaktina skrifa menn eins Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson, Bjarni Harðarson og fleiri. ´
Athugasemdir
já páll öfgavinstrið lætur ekki að sér hæða. en takk fyrir "linkinn". það var kominn tími til að "Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson, Bjarni Harðarson og fleiri" legðu blessun sína yfir skammir gegn "þvergirðingshætti" jóns bjarnasonar fyrrum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra meðan hann var í embætti.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 14:06
Kominn tími til að flengja þennan vindbelg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 17:54
Þar lá að, tíminn komin til að tukta svindlbelginn.
Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2012 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.