Evrópuherinn og virðing ESB fyrir alþjóðlegum sáttmálum

Samninganefnd Íslands við Evrópusambandið heldur að viðurkenning ESB í viðhengi við aðildarsamning feli í sér að herlausu Íslandi verði ekki att á forað stríðsátaka sem er rauði þráðurinn í evrópskri sögu. Tómas Ingi Olrich rekur í grein í Morgunblaðinu í dag hvernig Evrópusambandið fótum treður ákvæði Vínarsáttmálans um diplómatísk samskipti þjóða.

Vínarsáttmálinn kveður á um að sendiherrar skipti sér ekki af innanríkismálum gestgjafaríkis. Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, stundar skipulögð inngrip inn í íslenska stjórnmálaumræðu og sýnir þar með algjöra fyrirlitningu á viðurkenndum reglum í samskiptum við fullvalda ríki.

Evrópusambandið mun ekki víla fyrir sér að leggja til hliðar viðhengi í aðildarsamningi við Ísland ef þörf verður á íslenskum drengjum að drepa í nafni Evrópuhugsjónarinnar. 


mbl.is Tómas Ingi Olrich: Summa diplómatískra lasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndnasta pistil dagsins á Guðmundur Andri Thorsson í Fréttablaðinu. Hann telur Íslendinga hugsanlega hafa hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi, vopnlaus þjóðin hafi rödd sem hugsanlega kunni að skipta máli. Vinstri stjórnin sem getur ekki einu sinni drullast til að koma sínum eigin málum í höfn gæti hugsanlega skipt sköpum einhvers staðar annars staðar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 10:14

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú skil eg. Pistlahöfundur er ekkert í lagi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2012 kl. 10:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Páll .... you crack me up every day. 

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 10:57

4 Smámynd: Sólbjörg

Þörf og réttmæt ábending hjá Páli, saga evrópu er sannarlega blóði drifin og sporin hræða.

Verstu fólskuverk sögunnar hafa ekki mætt neinni fyrirstöðu frá góðu fólki því engin vildi trúa að slíkt gæti gerst. Fólk ályktar gjarna að allir aðrir hugsi eins og við almenningur myndum gera út frá okkar stöðu en þannig er það ekki. Saga stríðsherra evrópu sannar það.

Sólbjörg, 2.4.2012 kl. 12:02

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Saga Evrópu er blóði drifin.

Þangað til að Evrópa sameinaðist í ESB.

Eftir það hefur ríkt friður í Evrópu.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 12:09

6 identicon

Þetta verður líklegast ein "besta" leiðin til að komast áfram í lífinu undir stjórn erlends valds.  ..Fara í herin í Brussel.  ..Eftir að herskyldu er lokið.

Það er nóg að gera strax í dag.  Óeirðir á götum hér og þar.  Ef ekki suður í  Evrópu þá jafnvel Danmörku eða Svíþjóð.

Þetta liggur í augum uppi hverjum með heilbrigða ályktunargáfu.

Það eru ekki varanlegar undanþágur.  Bara á meðan á aðlögun stendur.

Hvernig getur fólk haft samvisku til að vinna að því að íslenska framtíðin verði svona blóðrauð?

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 12:52

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg ráðlegg mönnum og konum að fara varlega í að ræða við Andsinna og etv. skal eigi gera það undir fullu nafni.

þeir eru farnir að tala um að drepa. Ískyggilegur söfnuður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2012 kl. 13:09

8 identicon

Skil ekki hvað menn óttast íslenska þjóð.  Íslensk þjóð mun aldrei samþykkja að ganga í Evrópusambandið.  Vissulega er dágóður slatti af hugsunarlausu fólki sem hér býr en meginþorri landsmanna er vel gefið,hugsandi og heiðvirt fólk.  Persónulega hef ég engar áhyggjur að þessi rógur og lyga áróður sem fylgismenn ESB predika hafi áhrif á hugsandi fólk.

Baldur (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 13:28

9 identicon

Hvar gerir fólk í her Ómar?

Þú veist það kanski ekki en hermenn vinna fyrir launum sínum með því að drepa.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 13:35

10 identicon

Þeir einu sem halda uppi vörnum fyrir þetta aðlögunarferli Íslands eru óþroska krakkar eða einstaklingar haldnir þráhyggju. Það er orðið nokkuð ljóst.

palli (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 13:50

11 Smámynd: Sólbjörg

Sleggja, þarft að setja friðarmál evrópu í stærra tímasamhengi. Því er "korters" friður í evrópu ekki marktækur í sögulegu tilliti séð.

Af sömu ástæðu og við erum að ræða verða reglulega fjármálahrun því engin trúir að sagan endurtaki sig og almenningur er plataður aftur og aftur.

Sólbjörg, 2.4.2012 kl. 15:13

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ok Sólbjörg.

Þú ert semsagt að spá stríði í Evrópu.

Það er þitt innlegg í ESB umræðuna?

Vel gert gert.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 15:47

13 identicon

ESB umræðan er frekar einföld, þetta samband er að hruni komið.  Við viljum ekki þarna inn, það þjónar ekki hagsmunum okkar.  Þetta sér hugsandi og heiðvirt fólk, lygaáróðurinn dugar ekki á þá sem skoða málið til hlítar.

Baldur (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 16:02

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB umræðan er frekar einföld, þetta samband er gott fyrir Ísland.  Við viljum þagnað inn, það þjónar hagsmunum okkar.  Þetta sér hugsandi og heiðvirt fólk, lygaáróðurinn dugar ekki á þá sem skoða málið til hlítar.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 16:19

15 Smámynd: Sólbjörg

ESB er ekki fyrst í röðinni með það markmiðið að ná evrópu undir eina stjórn. Það hefur verið margreynt áður í gegnum aldirnar. Spái engu um stríð bara benda á orsök og afleiðingu- fólk þarf að vakna upp og fylgjast grannt með og sýna stjórnvöldum aðhald.

Sólbjörg, 2.4.2012 kl. 19:30

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er alveg merkilegt að heyra í ykkur snillingum.

ESB er bara aðildarþjóðinrar sjálfar.

Að hlusta á Sólbjörgu og fleiri NEI snillingum... er ég alltaf meira og meira sannfærður um að Evrópustofa er lífsnauðsýnleg til að upplýsa þetta fáfróða pakk.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 20:08

17 identicon

Og það er alveg merkilegt að lesa alltaf sama rausið um ESB hja Sleggjan og Hvellurinn ...Það hlytur að hafa orðið samsláttur á linunumog eitthvað brunnið yfir !!!

rh (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 23:39

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeykið er hreinskilið - á sinn hátt, en undir býr að meining þess verði misskilin.

Þegar það t.d. segir "það þjónar hagsmunum okkar" á það við "þegar það þjónar hagsmunum OKKAR".

Ekkert nýtt að áróðursmenn ESB misnoti fornöfnin.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 11:51

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kolbrún

Ef þú tókst ekki eftir því. Þá var ég að gera grín að kommentinu á undan.

Ég var í rauninni að sýna fram á hversu innihaldslaust það var.

Einsog flest komment NEI sinna. Engar heimildir. Bara blaður.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 12:41

20 identicon

Þetta endemis kjaftæði eins og kemur fram hjá Sleggjunni og Hvellinum er vart svaravert.  Talar digurbarkarlega um hluti sem engin þekking er á bakvið.  Kynslóðir þær eru byggðu upp þetta land og sköpuðu hér framúrskarandi lífsgæði hafa óbeit á þessum ónytjungum sem vilja gefa landið okkar og fórna auðlindum.  Manni sárnar illilega að sjá hversu margir hugsa ekki málin til hlítar - það verður alltaf til fáfróður hópur fólks hér á landi sem og annarsstaðar en það er líka hér hluti fólks sem vill hreinlega sjá íslenska þjóð missa sjálfstæði og sérkenni sín.  Við höfum enga þörf fyrir slíkt fólk.

Kolbrún: Okkur sem er annt um land og þjóð, heiðvirt fólk sem vinnur af krafti og einhverju skilar til samfélags á ekki að svara svona lýð sem færir engin haldbær rök fyrir máli sem er einfalt og skýrt.  Samt er oft erfitt að hundsa svona viðbjóð, sér í lagi fyrir fólk sem er annt um land og þjóð.  Þökkum fyrir að þetta fólk er í minnihluta og flestir sjá svo hið rétta að lokum er málin eru skoðuð.

Baldur (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:24

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flestir þei sem eru að skapa alvöru lífsgæði og atvinnu fyrir Íslendinga vilja í ESB.

ccp    http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/CCP.pdf

marel      http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

össur HF    http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

Baldur.. þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. blaðrar útí loftið.

 þeri sem eru virkilega annt um þjóð sína vill fara í ESB vegna þess að það skapar betri lífsgæði.

þessi gjaldeyrissakapandi fyrirtæki eru að flytja úr landi .. össur er komin í kauphöllina í köben, marel er flutt úr landi og ccp á leiðinni frá Íslandi.

og þúsundir missa ativnnu

og millljarða gjaldeyristekjur hverfa

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 13:34

22 identicon

Lífsgæðin hér eru góð, hér hafa menn tækifæri að vaxa og dafna.  Mætti vera betra en það er vanhæfni ríkistjórnar okkar um að kenna. 

Bið fólk um að svara ekki álíka sjúklingum, það skilar engu.  Lokaorð mín til Sleggjunnar eru sú að ég hvet hann/hana að flytja af landi brott.  Mörg lönd með betri bótakerfi en hér heima sem dæmi.

Baldur (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:53

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þau eru fín hér... en þegar helstu nýsköpunarfyrirtæki og flottur fyrirtækin flytja úr landi þá verða lífsgæðin ekki lengur góð.

en það er óþarfi að hvetja fólk að flytja út.

heil fjögurra manna fjölskylda flýr Ísland á hverju degi.. og þá helst til ESB landa  (ásamt Noreg) .. þar sem lífgæði eru betri en á Íslandi.

fólk kýs með fótunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 14:19

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Baldur, ég blanda mér í umræðuna því ég á skuld að gjalda. Við foreldra mína, ömmur og afa og þeirra samtíðarmenn að hafa skapað mér lífsskilyrði sem gerast best í heimi.

Sú skuldaafborgun felst í því að gera hið sama fyrir mína eigin afkomendur, sem senn telja 3 ættliði.

Set ekki fyrir mig þótt það kosti þras við þá sem ekki þykjast skulda neinum neitt.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 14:36

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með Baldri. Það á ekki að vera með ergelsi út í sleggjuna og hvellinn. Börn hafa alltaf verið spennt fyrir jólum og páskaeggjum og yfirleitt öllum nýjungum. 

Við vorum nú líka börn einu sinni.

Árni Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 15:29

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

því eldri sem maður er því meiri íhaldsemi?

það er nú sorglegt ef það er satt.

áhugaverð frétt í gær um íhaldsemi.

Þeir eru meira og minni heimskingjar upp til hópa... skv rannsóknum

http://eyjan.is/2012/04/02/litil-virkni-i-hugsun-leidir-til-politiskrar-ihaldssemi/

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 20:25

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeykið er sennilega klónað. Og öll viska og reynsla fullorðinsáranna upprætt úr genunum í leiðinni.

Forever Young! And Forever Stupid!

Kolbrún Hilmars, 4.4.2012 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband