Fimmtudagur, 29. mars 2012
Bakhjarl Samfylkingar í vondum málum
Samtök iðnaðarins fjármögnuðu áróður fyrir stefnu Samfylkingar um að Ísland yrði aðil að Evrópusambandinu. Bæði stunduðu samtökin útgáfustarf og efndu til funda að mæra Evrópusambandið og réðu samfylkingarfólk í vinnu við að reka ESB-áróður. Jón Steindór Valdimarsson fór beint úr forstjórastarfi hjá Samtökum iðnaðarins í forystu fyrir félagsskap ESB-sinna.
Þegar tæp 70 prósent fyrirtækja inna Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu er kannski tímabært að samtökin afturkalli formlega stuðning sinn við sértrúarsamtökin er kallast Samfylking.
Samtök iðnaðarins geta ekki rekið stjórnmálastefnu í óþökk aðildarfélaga.
Iðnaðurinn á móti aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt undirlagt af áróðri Samfylkingar,meðan við enn höfðum veikan mátt, að skynja rétt. Mál til komið að spyrna við.
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2012 kl. 14:41
Eitt síðasta vígi ESB trúboðsins er nú kolfallið !
Stjórn Samtaka Iðnaðarins hlýtur nú að taka þetta alvarlega og stokka upp og snúa við blaðinu og hefja öfluga baráttu gegn ESB aðild !
Könnunnin er fyllilega marktæk því að af um 1400 fyrirtækjum í SI svöruðu 374 eða 26,7% og niðurstöðurnar eru mjög afgerandi gegn ESB aðild meira en 2/3 eru andvígir ESB aðild !
Gunnlaugur I., 29.3.2012 kl. 15:25
Hver er framtíðarsýnin í gjaldmiðlismálum?
Höft?
Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 15:59
Höft þangað til einhver mannar sig upp í að setja lög um skatt á fjármagnsflutninga.
Þeir eru meira að segja að velta slíkri skattlagningu fyrir sér þarna suður í draumalandinu. Áður en síðasta centið flýr til Sviss eða City.
Kolbrún Hilmars, 29.3.2012 kl. 16:24
Gunnlaugur. Ekki veit ég hvert svarhlutfallið var í umræddri könnun, hef aðeins tölurnar sem þú birtir. Til að niðurstaða könnunar sé marktæk, þarf svarhlutfallið að ná u.þ.b. 70%
26,7% svarhlutfall er langt frá þvi að vera marktækt, því miður.
Beztu kveðjur
Kriatján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 16:32
Kristján Þorgeir segist ekki vita svarhlutfall. Ég fylgi krækju Páls á fréttina, sem hann er að skrifa um. Þar stendur: "Úrtakið var 593. 374 svöruðu og var svarhlutfall því 63,1%." Það er hærra hlutfall en algengast er að sjá hérlendis. Ef Kristján Þorgeir vill hafa hlutfallið í þessari könnun 70%, þá hann um það, en hann er ekki að lýsa viðurkenndu stærðfræðilögmáli eða almennum starfsreglum í faginu.
Í fréttinni segir líka: "Könnunin var gerð meðal félagsmanna í Samtökum iðnaðarins dagana 12. janúar - 7. febrúar." Í dag er 29. marz. Sjö vikur. Þetta hefur greinilega verið erfið fæðing. Var svona sárt að kannast við þessa vísbendingu um óþægilegar skoðanir félagsmanna?
Sigurður (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 22:12
ég er ánægð með þessa niðurstöðu. Vonandi getum við nú lagt þessa vá að baki okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 22:49
Lýsing á rannsókn
Unnið fyrir Samtök iðnaðarins
Markmið Að kanna viðhorf félagsmanna SI til ESB, Evrunnar og Samtaka iðnaðarins
Framkvæmdartími 12. janúar - 7. febrúar 2012
Aðferð Net- og símakönnun. Slóð að könnun var send með tölvupósti á þá aðila í úrtaki sem voru með skráð
netfang. Hringt var í þá sem ekki voru með netföng, sem og í þá sem ekki svöruðu á neti innan
ákveðins tíma og þeim boðið að svara í síma
Úrtak 593 úr félagaskrá Samtaka iðnaðarins
Verknúmer 4021656
Stærð úrtaks og svörun
Úrtak 593
Svara ekki 219
Fjöldi svarenda 374
Svarhlutfall 63,1%
Lágt svarhlutfall þýðir að óvissa og vikmörk verða hærri en ella. Það er ekki hægt að reikna út nákvæmar tölur heldur verða menn að átta sig á þróun eða vísbendingum. Þær eru nokkuð ljósar.
hrafnafloki (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.