Vanvirðing, vangeta og vitleysa

Niðurrifsöflin sem náðu saman um atlöguna að stjórnarskrá lýðveldisins geta ekki sett saman spurningu sem hæf er til að leggja fyrir í atkvæðagreiðslu. Og þegar spurningarnar liggja loks fyrir verða þær í viðtengingarhætti.

Þjóðin verður ekki spurð af eða á um nýja stjórnarskrá, ekki heldur beðin um að segja já eða nei við efnisatriðum sem fara inn eða falla út í nýrri stjórnarskrá. Þjóðin verður spurð hvort hún telji að þetta eða hitt eigi heima í mögulega nýrri stjórnarskrá, - með þeim fyrirvara að stjórnarskráin ,,sé enn í ferli."

Kjánaháttur vinstriflokkanna og þingmanna Hreyfingarinnar er yfirgengilegur. Ef stjórnarskráin ætti ekki í hlut mætti hafa gaman af vitleysunni.


mbl.is Inngangi bætt við og fjórum spurningum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband