Miðvikudagur, 28. mars 2012
Gummi Steingríms stjórnarþingmaður af tilviljun
Í gærnótt var þingfundur sem þingmenn stjórnarflokkanna nenntu ekki að mæta á og urðu klumsa þegar þinghaldi var frestað sökum lélegrar mætingar. Guðmundur Steingrímsson, sem skráður er utan flokka, en er í illa dulbúinni verktöku hjá Össuri, var á hinn bóginn mættur fyrir ,,tilviljun" að eigin sögn. Hér er brot úr frétt mbl.is
Guðmundur Steingrímsson, utan flokka, mætti einnig í þinghúsið í nótt en hann sagðist hafa heyrt af atkvæðagreiðslunni fyrir tilviljun.
Örvæntingarfull smölun stjórnarliða á þingmönnum til að halda áfram atlögunni að stjórnarskrá lýðveldisins barst fyrir ,,tilviljun" til Guðmundar Steingrímssonar sem nýlega stofnaði stjórnmálaflokk með gnarristum úr Besta flokknum.
Af ókunnum ástæðum heitir stjórnmálaafl Guðmundar ekki ,,Varaskeifa Samfylkingarinnar."
Kvöldfundur samþykktur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BArst af tilviljun í gegnum svefninn líklega. Hvernig berast hlutir af tilviljun til manna? Fauk blað inn um glugga, eðaheyrði hann á mál manna í skuggasundi? Af hverju getur þetta lið aldrei nokkurntíman sagt satt? Það var hringt í hann í offorsi um miðja nótt.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2012 kl. 19:29
Tilviljun að tekur þátt í tilræðinu að Stjórnarskrá Íslands,Steingrímsson.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2012 kl. 21:41
Láttu ekki svona, Jón Steinar. Það fauk blað inn um glugga.
Elle_, 28.3.2012 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.