Miðvikudagur, 28. mars 2012
Braskarar stýra enn lífeyrissjóðum
Meðhlauparar útrásarauðmanna ráða enn ríkjum í lífeyrissjóðum landsmanna. Ekkert uppgjör hefur farið fram við hálaunastéttina sem brenndi peningum launafólks í þágu loftkastala auðmanna.
Lífeyrissjóðakerfið getur ekki og mun ekki starfa eins og ekkert hafi í skorist. Þegar löggjafinn nær áttum verða sett lög sem taka stjórn lífeyrissjóðanna úr höndum braskara.
Launþegar eiga ekki að vera skyldaðir að setja peningana sína í svikamyllu lífeyrissjóðanna.
Taki þátt í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn eitt dæmid um algjørt sinnuleysi, doda og liklega bara vangetu og heimsku teirra sem eru nuverandi valdhafar i rikisstjorn.
Eda bara ad samfylkingin se spilltasta samkunda fyrr og sidar?
jonasgeir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:21
Það er margt við lífeyrissjóðakerfið að athuga, mikið rétt. Ekki er til bóta í því efni hvernig populistar í pólitík vilja yfirtaka það fé, sem er í almennu sjóðunum. Tökum dæmi um áform, sem Helgi Hjörvar hefur kynnt, um að taka skattahluta séreignasparnaðarins út strax. Við þetta er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi er skattlagning þrepaskipt í dag. Það út af fyrir sig vitum við ekki hvort gildir til allrar framtíðar, ellegar hvort sú skattprósenta verður hærri eða lægri. Helgi mun hafa hugsað sér að taka skatt skv. skattþrepi 2 á allan séreignasparnað. Það kemur misvel við fólk. Til dæmis má ætla, að stór hluti þeirra sem eiga sparnaðinn í dag, muni að verulegu leyti lenda með útgreiðslur sínar í lægsta skattþrepi vegna þess að lífeyrisréttindi þeirra eru einfaldlega ekki meiri en svo. Þar kemur ýmislegt til, og meðal þeirra sem svo er ástatt um eru t.d. margar húsmæður. Réttindin eru samt nægileg til þess að viðkomandi fá lítið eða ekkert úr TR kerfinu, enda er víst áætlað að það verði einungis fyrir þá, sem ekki eiga kost á að vinna sér inn lífeyrisréttindi á venjulegan hátt, t.d. vegna fötlunar og annara ámóta ástæðna. Ennfremur má ætla, að verðtrygging verði afnumin af fjárskuldbindingum í náinni framtíð og þar með einnig af lífeyri. Það eitt og sér mun einnig valda því að stöðugt minna af lífeyrisgreiðslum muni verða skattskyldar, allavega í efri þrepum. Nú, svo verður það til lækkunar bæði á lífeyrisgreiðslum og einnig skatttekjum ríkisins, að þessir fjármunir verða ekki í sjóðunum til ávöxtunar í framtíðinni. Það má halda áfram, og verður kannski gert síðar.
Quinteiras (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:39
Auðmenn og braskarar eru með bankanna í vasanum og með sína menn sem stjórnendur í lífeyrissjóðunum, þetta er "klíkan" sem ræður ríkjum og raunverulega stjórnar landinu. Þegar skipað var í ríkistjórnina fyrir þrem árum komu aðstoðarmenn ráðherrann, réttara að nefna þá stjórnendur ráðherranna ótrúlega margir úr fyrrverandi æðstu stöðum bankanna.
Ríkistjórnin er núna upp á eigið einsdæmi að setja ný lög sem ógna útgerðarfyrirtækum og bönkunum. Það verður fróðlegt að sjá atburðarásina næstu vikurnar þegar bankarnir taka ríkistjórnina á beinið og hvernig það verður gert.
Sólbjörg, 28.3.2012 kl. 12:08
Ég bíð eftir að þetta lögverndaða rán og margsköttun ríkisins fari fyrir mannréttindadómstól. Eðlilegast væri að ASÍ t.d kærið þennan yfirgang, en þar sem sama liðið ræður þar ríkjum þá er sú von andvana fædd.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2012 kl. 14:10
Nei, ASÍ mun ekki gera neitt. Skrítið annars hvað það er mikið um lögvernduð rán í þessu landi.
Elle_, 28.3.2012 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.