Þriðjudagur, 27. mars 2012
Steingrimur J. ætlar ekki að fremja landráð
Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra tekur það fram á opnum nefndarfundi alþingis að ekki standi til að selja hagsmuni Íslands í sjávarútvegi fyrir aðildarsamning vð Evrópusambandið.
Eins huggulegt og það er af ráðherra að taka fram að hann ætli ekki að fremja landráð kallar yfirlýsing Steingríms J. á spurningu um hvað Ísland er að gera í aðildarviðræðum við Evrópusamband sem krefst yfirráða yfir auðlindum okkar.
Yfir til þín, Steingrímur J.
![]() |
Hagsmunir Íslands ekki seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sök sér þegar við vitum að hann er ekki maður orða sinna.
GB (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 07:28
Hann ROÐNAÐI víst EKKI þegar hann sagði þetta svo ég hef EKKI trú á að hann hafi sagt satt................
Jóhann Elíasson, 27.3.2012 kl. 07:38
EN?? Ekki orði komandi frá honum verður trúað. Við vissum það strax í júní, 09 vegna ICESAVE1. Þar næst kom Brusselið og ICESAVE2 og ICESAVE3 OG - - - - -
Elle_, 27.3.2012 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.