Mánudagur, 26. mars 2012
Össur vill fresta ESB-viðræðum
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra viðurkennir að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki lokið fyrir næstu þingkosningar. Í frétt Mbl.is segir
Ráðherrann sagði að væntanlega yrði þá að semja um það á vettvangi Alþingis að fresta frekari viðræðum á meðan kosningabaráttan færi fram.
Össur, kosningabaráttan er þegar hafin. Fresta viðræðum NÚNA.
Ekki lokið fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það á ekki að fresta þessu. Það á að leyfa Þjóðinni að segja vilja sinn um það hvort hún vilji halda þessari ESB vegreið áfram eða ekki, og ef að þjóðin vill klára ferlið þá verður það gert í sátt, en ef að Þjóðin vill ekki áframhald þá á að taka þessa umsókn tafarlaust til baka...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.3.2012 kl. 18:25
Treysti ekki orði af því sem Össur segir. Núna óttast hann mest af öllu þjóðarkosningu um aðildarviðræðurnar. Þessi "játning" eða útspil hans núna er ætlað að róa niður allar kröfur um kosningu jafnhliða forsetakosningum.
Össur ætlar svo að freista þess að ná því að keyra aðildina í gegn fyrir þingkosningar og allir eiga að verða voða hissa, mest hann sjálfur hvað það gekk hratt og vel að klára viðræðurnar. Nei takk við svona bulli! Össur er svo slóttugur að ég geri því skóna að hann sé aldrei einlægur og segir aldrei satt, nema óvart.
Það á að krefjast kosninga um áframhald viðræðna í maí eða eins og Páll leggur til fresta viðræðum. Vitið til Össur mun á hvorugt fallast.
Sólbjörg, 26.3.2012 kl. 19:13
Ef Össur vill fresta ESB viðræðum þar til eftir kosningar, þá má bóka það að hann telur að hægt verði að taka þær upp að þeim loknum eins og ekkert hafi í skorist.
Af hverju? Eru stjórnmálamenn þegar farnir að plotta um nýtt stjórnarsamstarf?
Kolbrún Hilmars, 26.3.2012 kl. 19:29
Nú þarf að rifja upp yfirlýsingar Jóhönnu og hinna vitringanna um að viðræður myndu ganga hratt og vel.
Og auðvitað yfirlýsingar Ögmundar sem krafðist þess að viðræðum yrði hraðað.
Hvernig ætlar VG að taka á þessu kosningamáli?
SVIK þessa fólks verða stöðugt rifjuð upp í kosningabaráttunni.
Valdagræðgi þessara siðleysingja kallar yfir þá glötun.
Karl (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 19:39
Frestun á viðræðum dugar mér ekki. Ég vil sjá umsóknina dregna til baka. Fullveldi þjóðarinnar er ekki mál, sem hægt er að gera sátt um við Samfylkinguna, til að miðla málum og greiða fyrir enn öðru vonlausu samstarfi við þann flokk.
Og síðan vil ég láta fara nákvæmlega yfir EES, með opnum huga varðandi það að segja upp þeim samningi, ef ekki tekst að fá honum breytt og afnema þá aðlögun, sem orðin er og á mikinn eða mestan þátt í hruninu 2008.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 20:10
Össur veit að hans eina von er að koma aðildinni í gegn fyrir þingkosningar og það ætlar hann sér. Honum er fullljóst að eftir kosningar á umsóknin enga von. Kolbrún ekki trúa Össuri.
Sólbjörg, 26.3.2012 kl. 20:11
Varúð: Klækjarefurinn Össur er að flétta einhvern vef núna í umboði ESB og Jóhönnu flugfreyju.
Það er aldrei hægt að taka nokkurn skapaðan hlut trúanlegan sem Kynlífsfiskisérfræðingurinn hann Össur Skarphéðinsson segir.
Númi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 22:46
Össur gefst upp! Fer til Brussel ,,einferðis,,
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2012 kl. 23:15
Nei- frekar í boðhætti; Össur gefstu upp, farðu til Brussel ,,einferðis,, oft slettum við einu orði á öðrum tungumálum til áherslu,sjaldan á færeysku máli okkar góðu granna.
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2012 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.