Laugardagur, 24. mars 2012
Evru-talsmaður Samfó græðir á krónu
Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar og talsmaður evru-væðingar er ekki frábitinn hagnaði í krónum þegar kemur að gjaldeyrisviðskiptum og þau viðskipti mega helst ekki sjá dagsins ljós.
Vilhjálmur, sem er meðala annars viðskiptafélagi Björgólfs Björgólfssonar, tekur að sér stefnumótunarvinnu í málefnum þar sem hann á fjárhagslegra hagsmuna að gæta, t.d. á sviði orkumálefna.
Samhljómur orða og verka er samfylkingarforkólfum sérstaklega hugleikin, eins og fyrri daginn.
Athugasemdir
Nýja-Ísland!
Siðvæðing!
Gegnsæi!
Óska kjósendum Samfylkingarinnar til hamingju með þennan glæsilega fulltrúa Nýja-Íslands.
Hvað ætlið þið að gera meira fyrir okkur hin?
Karl (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 21:02
Vilhjálmur Þorsteinsson þrætti manna mest eftir fall bankanna fyrir að staða hafi verið tekin gegn gengi ísl. kr og varði ólöglegu gengislánin eins og grunsamlegur og sannur varðhundur. Verður nokkuð að segja að hann varði líka alltaf ICESAVE? Það er e-ð gruggugt við manninn.
Elle_, 24.3.2012 kl. 21:20
Þakka þér Páll fyrir þessa hugljúfu mynd af trollhlerum og fínmöskvuðum veiðarfærum gjaldeyrisformanns og gjaldkera Samfylkingarinnar - í Lúxembúrg.
Nanósekúndupólitk þessa flokks þarf að brátt að hífa í sjóréttinn.
Innilegar þakkir
Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2012 kl. 21:23
Þetta er áhugaverð hirð, sem stendur þarna í kringum Samfylkingu. Jón Ásgeir, Jón hinn, Björgólfur og Villi gjaldkeri, verkalýðsforkólfurinn sem stundum kíkir upp úr kjötpottinum, og röflar eitthvað um stöðu félagsmanna sinna, og svo allir banksterarnir sem voru ráðnir án auglýsinga til ýmissa dularfullra starfa fyrir Samfylkinguna, gegn greiðslu með skattfé almennings.
Glæsileg hirð. Og maður hefur ekki einu sinni minnst á "álitsgjafana" á Rúv og háskólahirðarinnar með Eirík Bergmann fremstan í flokki.
Þetta er fullkomlega siðvædd Samfylking. Sem nota bene stjórnaði bankamálunum á Íslandi, þegar allt fór á hausinn.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 21:36
Samfylkingin er viðbjóðslegasti samsöfnuður "sniðugra" sem draga heimskustu kjósendur landsins á asnaeyrunum.
Vilhjálmur er bara mjög gott dæmi um það.
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 00:16
Hefur Vilhjálmur ekki gert svo vel sem gjaldkeri Samfylkingarinnar að taka skortstöðu gagnvart krónunni fyrir hönd peningasekks samfylkingarinnar?
Það ætti að liggja ljóst fyrir, þó kennitöluna gæti verið erfitt að finna...
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 00:19
Í alvöru, hagnast á krónu !! Jóhanna.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2012 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.