Mánudagur, 19. mars 2012
Evran er tapað fé og svört framtíð
Ný skýrsla finnur enn á ný milljarða gat á ríkisfjármálum Grikkja. Þýskur fjárfestir, sem í nafni evrópskrar samstöðu keypti grísk ríkisskuldabréf árið 2010, mun tapa 85 prósent af höfuðstólnum. Sá þýski, Frank Stocker, segist hafa farið til Aþenu að kanna aðstæður.
Í höfuðborg gjaldþrota ríkisins kostaði meðalmáltíð á veitingahúsi álíka og í Frankfurt, sem gefur til kynna fremur bágborna samkeppnisstöðu Grikkja. Efstu hæðir íbúðarhúsa standa ókláraðar í Grikkandi. Stocker komst að því að fasteignaskattur er ekki greiddur fyrr en hús eru fullkláruð og til að sleppa við skattinn standa efstu hæðirnar hálfkaraðar. Aldrei lána ríkisvaldi, segir Stocker um lærdóminn sem hann dregur af óförum sínum.
Öll Suður-Evrópa ógnar lánveitendum. Evran dæmir þjóðirnar í sunnanverðri álfunni til varanlegra efnahagshörmunga. Bjartsýnasta spá fyrir Grikkland er að árið 2020 skuldi landið enn 130 prósent af þjóðarframleiðslu sinni.
Aumingja Frank.
Segir Portúgal næsta Grikkland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frank er ekta pilsfaldakapítalisti sem ætlaði að græða án þess að þurfa að taka áhættu. Svolítið svona kratískur þannig séð. Eins og íslenski baugurinn og bankarnir góðu.
En svo kemur raunveruleikin og lærdómurinn.
Geta kratar lært?
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 13:44
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/19/segir_portugal_naesta_grikkland/
GB (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 14:00
Ruglið í Páli er yfirgengilegt(eins og venjulega). Í þýska blaðinu sem hann vísar til stendur:
Doch diese Reise wurde letztlich zu einem Erweckungserlebnis. Denn je länger ich in Athen verweilte, desto entsetzter war ich. Da war einerseits das Preisniveau, das diesen Urlaub zu einem meiner teuersten überhaupt machte. Ein Cappuccino war kaum unter vier Euro zu bekommen, ein mittelmäßiges Abendessen fast doppelt so teuer wie in Frankfurt - und das in einem Land, das fast pleite war. Mir wurde klar: Wenn Griechenland international wieder wettbewerbsfähig werden wollte, dann musste es Preise und Löhne um mindestens 50 Prozent absenken. Doch wie sollte das gelingen?--Í lauslegri þýðingu;ferðin var mjög lærdómsrík.Því lengur sem ég dvaldi í Athenu þeim mun örvæntingarfyllri varð ég.Verðlagið er afar hátt og fríið mitt mjög dýrt.Cappuccino kostaði 4 evrur og máltíðin er helmingi en í Frankfurt og það í landi sem stendur á barmi gjaldþrots.Verð og laun verða að lækka um amk 50% til að landið verði samkeppnishæft.....Svo mörg voru þau orð. Mun síðar lýsa skoðunum Þjóðverja á skuldakreppu Grikkja..
gangleri (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 16:56
Aumingja Frank á sér þjáningarbræður. Einkaaðila sem hafa þurft að afskrifa lán sín til Grikklands, 85% eins og Páll segir í pistlinum.
Gríski fjármálaráðherrann, sem samdi svo vel fyrir hönd gríska ríkisins og evrópska seðlabankans, sagði af sér í dag!
Ef Frank á enn eftir einhverjar fúlgur, þá er næsta víst að hann hugsar sig um tvisvar áður en hann fjárfestir aftur innan ESB.
Kolbrún Hilmars, 19.3.2012 kl. 21:03
Svo er ein pæling í viðbót , hverju er að þakka að Grikkir eru komnir uppúr ruslflokki er það Evran eða vera þeirra í ESB . Eða kanski eitthvað allt annað. Því öll munum við eftir hvað við vorum lengi að yfirgefa ruslflokkinn.
Kveðja
Sigmundur.
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.