Mánudagur, 19. mars 2012
Traust á persónur, vantraust á stofnanir, fyrirtæki og flokka
Þeir sem fá spurninguna ,,hversu mikið eða lítið traust ber þú til þíns vinnuveitenda?" eru líklegir til að hafa yfirmann sinn í huga fremur en fyrirtækið eða stofnunina sem um ræðir. Traust okkar á einstaklingum sem við erum í umgengni við dags daglega hlýtur að vera svipað fyrir og eftir hrun.
Traust á fyrirtækjum og stofnunum samfélagins, að ekki sé talað um á stjórnmálaflokkum, er í samræmi við vitund almennings að hér varð hrun vegna óreiðufólks í fjármálastofnunum annars vegar og hins vegar stofnana sem ekki stigu á bremsuna þegar öllum var orðið ljóst að útrásin var ferð án fyrirheits.
Til að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálaflokkar endurheimti glatað traust þarf að vinna fyrir því skipulega yfir lengri tíma.
Treysta eigin vinnuveitanda mjög vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta ,,traust" tal er nú bara samkvæmsleikur.
Hinsvegar er það þannig að Sjallaflokkur brást landi og lýð. Hann sinnti í engu heildarhagsmunum lands og innbyggjara og bjó í hrunið í raun til með athöfnum sínum og athafnaleysi.
þessvegna eru sjallar núna allstaðar á sakamannabekk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2012 kl. 10:24
Samur við sig!! Allt miðað við sam,,, Samylking!! Samkvæmisleikurinn er í huga Samfó samkeppni um að komast á bekkinn, fagnaðu,þið sigrið öll Samfylkingin.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2012 kl. 11:30
Eg er flokkslega séð hlutlaus í pólitík. Eg er raunsæispólitíkus.
Hitt er annað að það er ákv. misskilningur með þennan Landsdóm. Og sá misskilningur er tilkominn vegna gengdarlauss própaganda sjalla. þeir eru búnir að núa öllu á haus. Geir er ekkert ákærður fyrir að stppa ekki bankahrunið. Hann er ákærður fyrir að hugsa aldrei útí heildarhagsmuni lands og lýðs og taka það miklvæga atriði fyrir á lögbundinn hátt á skipi því er hann var skipstjóri á.
það er barasta með ólíkindum hirðuleysi að taka aldrei formlega til umfjöllunnar stærð bankakerfis og hvernig og með hvaða hætti ríkið ætti að bakka slíkan ofvaxin risa upp.
það er með miklum fádæmum að þjóðin hafi kosið þá sjalla til einveldis í 20 ár og í raun mestanpart frá lýðveldisstofnun. Mönnunum er slétt sama um land og lýð. Slétt sama. Þetta bara flokkur serhagsmuna og ráðndi klíka í samfélaginu. þeir skilja ekki Ríki og heildarhagsmuni.
það kemur ma. fram í þessum yfirheyrslum, á skýrari hátt en í skýrslu RNA, að strax árin 2005/2006 þá eru bankarnir komnir á bjargbrún í þeim skilningi að ríkið getur ekkert ráðið við eitt eða neitt ef minnsta hnjask verður. Samt gera Sjallar ekkert í því. þeir taka það ekki einu sinni til umræðu! Gefiði bara í piltar!! Sagði Geir, Dabbi og Hólmsteinn
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2012 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.