Bankarnir búa til peninga

Bankarnir lána peninga sem þeir eiga ekki. Banki getur út á einn milljarð í innlánum haft nokkra milljarða í útlánum á hærri vöxtum en innlánaeigendur fá í sinn hlut.

Til viðbótar við hefðbundna peningaframleiðsu af þessu tagi sýsla bankarnir með margvíslegar eigur sem eru hluti af gjaldþrotabúum frá útrásartímum. Bankarnir selja nýauðmönnum fákeppnisaðgang að neytendum, líkt og þegar Arion seldi Bónus/Hagkaup-veldið.

Stjarnfræðileg afkoma bankanna og ævintýralegt launaskrið sýna að banksterarnir lærðu ekkert af hruninu.


mbl.is Laun í Arion banka hækkuðu um 9,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Banki getur einungis lánað út það sem hann fær lánað sjálfur í gegnum innlán eða venjuleg viðskiptalán.

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 07:41

2 identicon

Tetta er nefnilega malid Pall.

Bankarnir "eiga" i mesta lagi 10% af tvi sem teir lana.

Svona eru teir frjalsir af tvi ad bua til peninga a abyrgd Sedlabankans.

Nuverandi valdhafar tala mikid um syndir fyrri rikisstjorna, EN bera ekki greind til ad læra nokkurn skapadan hlut af falli bankanna sem mattu audvitad ekki falla tratt fyrir ad vera ekki a framfæri rikisins. (Kanski frumvarpid hennar Alfheidar hjalpi).

Taladi Frosti Sigurjonsson ekki eiithvad snidugt um tetta fyrir um viku sidan i Silfrinu hans Egils.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 08:56

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vilja þeir nokkuð læra af því ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.3.2012 kl. 09:27

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verður að hafa í huga þarna jafnhliða peningamagn í umferð. Að innlán/útlán geta veið miklu meiri en raunverulegt peningamagn í umferð. það er vegna þess að lagt er inní banka ákv. upphæð - hún er lánuð mestanpart út - það útlán skilar sér aftur inn til banka - það er svo aftur lánað mestanpart út o.s.frv. Annars skýrir Gylfi Magnússon fv. Ráðherra þetta ágætlega út.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=49975

Jafnframt ber að lesa grein hans: Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?

þarna er farið eftir alþekktu módeli í bankastarfsemi á heimsvísu. það er ekkert mysteríus við þetta. Má líkja við flókið æðakerfi í líkama.

Samt sem áður krefst eðli bankastarfsemi þess að strangt og mikið aðhald og eftirlit sé af hálfu ríkis með bankastarfsemi. Ennfremur er það vegna eðli innlán/útlánastarfsemi banka eða módelsins sem farið er eftir, þ.e. að raunpeningar í kerfinu eru miku mun minni en heildar innlán/útlán, að bráðnauðsynlegt er að hafa innlánstryggingar. Ríkið verður að koma upp kerfi sem tryggir það að innlán, upp að einhverju marki, séu alltaf tiltæk með skömmum fyrirvara.

Varðandi það síðastnefnda, að þá er alveg furðulegt að sjá innbyggjara hérna hafna slíkum tryggingum. þeir skilja ekki baun í bala en asnast áfram á einhverjum hálfbjánahætti og örtilfinningum sem koma upp í það og það skiptið. Bendir til að Ísland eigi talsvert í land að geta talist alvöru ríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2012 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband