Sunnudagur, 18. mars 2012
Höft, verðbólga og misnotað viðskiptafrelsi
Saga lýðveldisins er hvað hagstjórn varðar má skipta í höft frá stofnun til viðreisnaráranna þegar kom stuttur kafli þegar undið var ofan af höftum. Á áttunda áratugnum var verðbólga ráðandi í efnahagskerfinu þangað til hún var kveðin niður með þjóðarsáttinni 1990.
Átta árum síðar var Ísland með hvað lægstu verðbólguna í Evrópu. Rétt eins og tímabil viðreisnarinnar var undanfari verðbólguáranna var þjóðarsáttartímabilið aðdragandi útrásar og hruns sem lætur nærri að megi tímasetja frá 2000 til 2008.
Má ekki biðja um ráðdeild, ábyrgð og varkárni í hagstjórninn næsta áratuginn eða svo? Við eigum það inni.
Athugasemdir
Hvort maður man þessa tíma,hlaupa og kaupa á verðbólgu-tímabilinu,því næstu viku mundi það hækka umtalsvert. Síðan fóru bankar að keppa og auglýsa vexti á innlánsreikningum, fermingarbörn fengu tilboð frá þeim,þjónustufultrúar leistu bankastjórana af,mamma mía,nóg af krónum. Og svo,, varð flenni færi í bruni,beinustuleið að hruni. Þjóðin á það sannarlega inni að hagstjórninni stýri ábyrgir og varkárir menn,er til of mikils mælst.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2012 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.