Laugardagur, 17. mars 2012
Krónuofsækjendur slegnir kaldir
Til að bjarga ESB-umsókninni ætluðu ESB-sinnar að láta umræðuna snúast um krónuna enda búið að ala á krónísku hatri á krónunni um árabil. Lítil og sæt ráðstefna Framsóknarflokksins um Kanadollar eyðilagði tilraunir Jóhönnu Sig. og félaga að láta meginpólana vera krónu og evru.
Sökum þess að andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er glerhörð vildu margir kjá í Kanadadollar.
Á Iðnþingi sló Jón Daníelsson hagfræðingur endanlega krónuofsækjendur kalda. Jón sagði tómt mál að tala um að leggja krónuna fyrir aðra mynt. Aðeins þriðja heims þjóðir leggja sjálfviljugar niður mynt sína og hin leið, Evrópusambandsaðild, er úr myndinni næstu árin.
Jóhanna mun um sinn kvaka álært stef um ónýta krónu en það eru allir hættir að hlusta. Innst inni veit Jóhanna það og þess vegna biður hún um ,,þjóðarsátt." Þegar mesta frekjan í hverfinu biður um sátt er stutt í að hún gefist upp.
Gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún gerir sér væntanlega grein fyrir því að hún er að tapa stórt, og svo stórt að hugsanlega er HÚN búin að eyðileggja Samfylkingarflokkinn....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2012 kl. 14:49
Samfylkingin með Jóhönnu í broddi fylkingar öskrandi og stappandi niður fótum hefur dæmt sig til einangrunar og útskúfunar í íslenskum stjórnmálum um langa hríð !
Samfylkingin verður sett í ruslflokk í næstu kosningum.
Önnur ESB- sinnuð framboð og hjáleigur Samfylkingarinnar munu líka fá til tevatnsins og varla mælast !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 15:20
Talandi um lyfjameðferð. Í Grikklandi, einu þróaðra ríkja, er malaría aftur orðin vandamál eftir 36% niðurkurð í heilbrigðiskerfinu. Tíðni HIV-smita hefur aukist um a.m.k 40% frá upphafi kreppu og alvarlegur berklavandi er á sjóndeildarhringnum.
Ef það er ekki hægt að fella gengið þá er ekkert hægt að gera nema skera niður. Grikkir eru komnir langleiðina með að skera sig niður í þriðja heiminn og samt sér ekki fyrir endann á vandanum.
Ef að krónan er vandamál, hvað er þá evran?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 17:15
Já krónan er æðisleg
http://www.visir.is/ccp-gaetu-thurft-ad-flytja-ur-landi/article/2009535828892
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.