Laugardagur, 17. mars 2012
Ljótu stjórnmálin og þjóðin
Ljótu stjórnmálin eru þau sem rakka niður Ísland og grafa undan sjálfstrausti þjóðarinnar. Ljótu stjórnmálin eru þau sem auka úlfúð í samfélaginu og etja saman þjóðfélagshópum til að deila og drottna. Ljótu stjórnmálin selja almenningi einfaldar lausir klæddar auglýsingaglassúr: göngum í Evrópusambandið og allt fer á betri veg.
Andspænis ljótleikanum, sem allt eins má kalla Jóhönnustjórn, reyna fyrir sér pólitískir sprotar. Til að undirstrika andstöðu sína við ljótu stjórnmálin nota pólitísku sportarnir gular blómabreiður og bláan himin og bjartsýn nöfn.
Og segjast þjóðernissinnar.
Einmitt.
Segjast hófsamir þjóðernissinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja segðu það er ekki laust við að það hvafli að mér hvort þessi flokkur eða væntanlegur svo við tölum rétt mál haldi virkilega að hann geti notað trix þanns besta...
Þetta er sjálfsagt flokkurinn sem á að ná ESB sinnunum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2012 kl. 09:29
Þjóðin á bágt, en hennar er sökin því hún kaus óhamingjuna yfir sig.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2012 kl. 11:12
" Liljur vallarins" og söngur nunnanna frá Belgíu, lligiliggil, liggið fyrir okkur.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2012 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.