Föstudagur, 16. mars 2012
ESB-herleiðing Steingríms J.
Steingrímur J. Sigfússon er sem formaður VG ábyrgur fyrir því að Íslandi er stefnt inn í Evrópusambandið að þjóðinni forspurðri. Yfirlýst stefna VG og kosningaloforð er að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.
Ekki seinna en eftir rúmt ár verður kosið til alþingis. Ætli Steingrímur J. sér að leiða flokkinn verður hann að byrja hverja framborðsræðu með því að útskýra hvaða kosningaloforð hann ætli ekki að svíkja.
Eftir það sem á undan er gengið getur Steingrímur J. ekki haldið áfram formennsku í VG.
Segir málstað ESB vonlausan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Átt þú ekki að vera að ,,kenna" núna?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2012 kl. 13:15
Það er þó huggun harmi að VG-liðar geta horft niður á ESB-liðið, enda VG á efri hæðinni... Hehehehe... :)
Ólafur Björn Ólafsson, 16.3.2012 kl. 13:53
Skiptir engu.
Það kemur bara nýr Steingrímur J. Sigfússon fram á sjónarsviðið.
Enginn skortur á pólitískum loddurum.
Rósa (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 13:58
Þess vegna þarf að finna upp ný form á kjörseðlum,þeir verða skilyrtir. Það er verk að vinna að útbúa þá,þeir funkera þannig að atkvæði mitt/þitt nær langt inn í raðir Alþingis. Ríkisstjórn sem tapar fylgi ráðherra sinna (eða bolar þeim burtu),getur nú eins og sakir standa, glapið þingmann,annars þingflokks til fylgis við stjórnina og haldið áfram sínum þjóðhættulega útaf akstri. Þannig virkuðu SKi-atkvæði (skityrt atkvæði),geng því að þetta sé framkvæmanlegt,vegna stefnu og loforðalista flokksins sem hlýtur þau. En að öllum pælingum slepptum,við þær aðstæður, væri helstu v.g. liðar foknir út í veður og vind.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2012 kl. 15:05
Ég skynja smá svekkelsi hjá þér að þú skulir hafa kosið VG.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.