Brandari Lobba um hagfræði og Samfylkingu

Guðmundur Ólafsson, Lobbi, sagði fyrir þingkosningarnar 2003 að ekki væri það íslenskri hagfræðiumræðu til framdráttar að allt vitlausasta fólkið í hagfræði væri komið saman í einn flokk. Samfylkingarforkólfar ruku til og báðust undan svívirðingunum. Brandarinn var sá að Lobbi nefndi ekki flokkinn sem hann hafði í huga - en samfylkingarmenn tóku sneiðina strax til sín.

Reynslan hefur staðfest alhæfingu Lobba. Vorið 2003 gekk Samfylkingin til kosninga með ESB-glýju og sagði  nýupptekna evru allra meina bót fyrir íslenskt efnahagslíf. Enn klappar Samfylkingin sama steininn og telur evru bjargræði Íslendinga. Evran hefur sökkt Grikklandi og fest Írland og Suður-Evrópu í langtímakreppu.

Samfylkingunni er ekki viðbjargandi. Brandari Lobba var raunsönn staðhæfing.


mbl.is Evran að verða að veikleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki gleyma besta hluta brandaranns.

þá í restina læðir maður nokkur útúr sér: Hafiði heyrt hvernig Evran fór með Ísland?

HAHAHAHAHA evran með ísland HAHAHAHA.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband