Evran jörðuð á Iðnþingi

Evran er ónýtur valkostur fyrir Ísland vegna þess að Evrópusambandið getur ekki breytt þeirri grundvallarstaðreynd að einn gjaldmiðill fyrir mörg ólík hagkerfi stenst ekki. Jón Daníelsson hagfræðingur löðrungaði hagfræði evrunnar á Iðnþingi en sagði ekki mörg orð um pólitíkina sem reynir að halda lífi í evrusamstarfinu.

Vegna evrunnar hefur Evrópusambandið klofið í 17 evru-ríki og tíu sem standa utan. Bretland stendur raunar svo langt utan að brátt verður farið að tala um að Bretar séu með aukaaðild að ESB.

Tilraunir til að búa til fjármálabandalag evru-ríkja urðu fyrir áfalli í vikunni þegar Spánverjar ákváðu einhliða að auka við ríkisstjóðshalla sinn til að draga úr svöðusárum Brusselniðurskurðar á spænska efnahagkerfinu. Í frétt Telegraph er sagt

The quietly spoken prime minister said Spain would aim for a deficit target of 5.8pc of GDP for 2012. He acknowledged this was far above the 4.4pc set by authorities in Brussels but said he'd chosen his target rather than taking €44bn from the budget at a time of economic crisis. The new figure was both "sensible and reasonable", he said - and a "sovereign decision made by Spaniards." At a stroke Rajoy had demonstrated breath-taking defiance, heart-warming patriotism and a different path to recovery. Even worse, he pointed out the elephant in the room: the eurozone is a monetary union, not a political one, and if members want to run their own affairs, neither Brussels nor Berlin can stop them.

Pólitíkin mun ekki bjarga evrunni. Ástæðan er einfaldlega sú að þjóðríkið sem þarf að standa að baki gjaldmiðli 17 evru-ríkja er ekki til. Og Stór-Evrópa verður ekki búin til með fundarhöldum í Brussel.

 


mbl.is Evran dæmd til erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Jón Daníelsson getur bara slátrað EVRUNNI síð svona.  Svona rétt að benda á að Jón Daníelsson hefur ekkert með framtið evrunar að gera. Og eins að spár hans um Ísland sem er jú aðeins smærra í sniðum hafa nú ekki staðist allar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2012 kl. 16:42

2 Smámynd: Ómar Gíslason

BRAVÓ! BRAVÓ! Þessi orð voru velt mælt.

Ómar Gíslason, 15.3.2012 kl. 17:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hittir þú naglann á höfuðið, Páll.....  Ég sé að einn helsti LANDRÁÐAFYLKINGAMAÐURINN hér á blogginu hefur ekki getað setið á sér að ausa smá skít yfir þig.............................

Jóhann Elíasson, 15.3.2012 kl. 17:52

4 identicon

Það er löngu búið að slátra Evrunni.  Magnús er líklega bara ekki nógu greindur til að greina munin á líki eða lifandi.  Því miður.

Evran er steindauð.  Og skrokkurinn er því miður enn dreifður út um allar trissur.

Sértrúarsöfnuðir og meðlimir þeirra eru ekki vanir að skipta um skoðun þó sannleikurinn liggi ljós fyrir öllu skynsömu fólki.  Fólki sem er ekki "sértrúar".

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 18:26

5 identicon

Hvers vegna er ekki fjallað um þetta í fjölmiðlum hérna?

Þessi nýi forsætisráðherra Spánar er líka merkilegur. Hvers vegna er ekki sagt frá honum?

Hvers vegna fjalla íslenskir fjölmiðlar ekkert um útlönd?

Karl (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 18:32

6 identicon

Þarf ekki Jón Daníelsson til að gefa út eitthvert vottorð í leikfimi evrunnar. Hún talar fyrir sig sjálf. Hefur engan vegin reynst það vopn evru ríkjanna sem menn gerðu sér vonir um. Keppa við dollarann. Það er brosað út í annað í dag ef gleðipinnar á borð við Össur Skarphéðinsson koma með svona tíu ára gamla frasa. Nett  grín sem enginn tekur mark á lengur.

joi (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 19:58

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Er ekki þessi bloggsíða búin að spá "dauða evrunnar" frá því til hennar var stofnað? Það má spá með nokkru öryggi að dauði krónunnar sé þegar staðreynd. Líkið er í öndunarvél á meðan verið er að skoða hvaða líffærum er hægt að bjarga. Það er sorglegt hvað Heimssýn er Heimsk sýn.

Gísli Ingvarsson, 15.3.2012 kl. 21:38

8 Smámynd: Elle_

Karl kom með góðan punkt.  Já, hví heyrir maður svona lítið í fréttum af útlöndum?  Og að vísu bæði innanlands og í útlöndum.  Nokkur orð eru ekki nóg.  Og það er æpandi munur á fréttaflutningi yfirleitt hérlendis og víða erlendis.  Oft ónákvæm vinna.  Nokkur orð um útlönd aftast og neðst þar sem þau sjást bara með stækkunargleri.  Kannski pínulítið ýkt.  Líka alltof mikið af málfarsvillum og prentvillum.  LÍKA Í RUV.

Elle_, 15.3.2012 kl. 22:06

9 identicon

Erindi Jóns Daníelssonar hefði ekkert nýtt fram að færa. Umræðan um veikleikann í uppbyggingu evrunna hafa staðið í áratugi.Það er alveg ljóst að nokkur ríki ESB eiga við skuldavanda eða mikinn atvinnuleysisvanda að etja. Allt hefur þetta verið rætt árum saman af sérfræðingum álfunnar. Einn fulltrúa atvinnulífsins á Iðnþingi hafði þessa sögu að segja:Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels, kynnti starfssemi fyrirtækisins á Iðnþingi í dag, en fyrirtækið sérhæfir sig í að leysa úr tæknimálum fyrir framleiðslu og vinnslu á kjúklingum, fiski og kjöti.

Sigsteinn sagði hægt að skipta heiminum í tvennt í markaðssetningu. Annarsvegar þróaðir markaðir sem væri rúmlega helmingur markaðarins og hinsvegar nýir markaðir sem væru að vaxa ört.

Fyrirtækið hefur komið sér vel fyrir í Brasilíu, sem er 7. stærsta hagkerfi heims. Í Rússlandi, sem er 6. stærsta hagkerfi heims sé Marel einnig með aukna starfssemi. Þá væri fyrirtækið í sókn á Indlandi sem er 4. stærsta hagkerfi heimsins og að þar væri innflutningur á kjúklingi stöðugt að aukast. Nefndi hann sem dæmi að ef Indverjar myndu auka neyslu á kjúklingi um 1 kg á ári myndi sú aukning nema allri neyslu Þjóðverja á einu ári. Þá nefndi Sigsteinn aukin umsvif Marels í Kína.

Þátttakendur í pallborði á Iðnþingi 2012 Ljósmynd/Samtök iðnaðarins

Sigsteinn sagði að um leið og fólk eignaðist peninga þá skipti það út hrísgrjónum fyrir prótein og að þeir stíluðu inn á það í sinni sókn.

Á hlutabréfamarkaði í 20 ár

Marel hefur verið í 20 ár á hlutabréfamarkaði og Sigsteinn sagðist hafa áhyggjur af því að í dag væru álíka stór fyrirtæki ekki að koma inn á markaðinn, en hann sagðist vona að það yrði breyting á því.

Sigsteinn sagði að á bak við Marel væru yfir 40 íslensk iðnfyrirtæki auk þjónustufyrirtækjanna sem fyrirtækið starfar með og sagði hann árangur þeirra byggjast á þessu samstarfi.

Sigsteinn sagði Marel ótrúlega heppna að hafa Icelandair til staðar og að Marel væri lang best tengt inn á Bandaríkin af sambærilegum fyrirtækjum í Evrópu.

Hann sagði ákveðin ljón í veginum fyrir starfi þeirra og nefndi gjaldmiðilinn. Hann sagði að vera með krónuna væri eins og að vera í fúnum trérússíbana og sagði það stórhættulegt.

Mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB

Sigsteinn sagði mjög mikilvægt að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið og loka ekki á þá möguleika. Hann nefndi gjaldeyrishöftin og sagði að þau kæmu ekki beint niður á stórfyrirtæki eins og Marel en sagði þau torvelda mörgum minni fyrirtækjum.

Hann sagði að þeir finndu fyrir því að íslenskur sjávarútvegur væri ekki að fjárfesta mikið í óvissunni sem nú ríkir með sjávarútvegskerfið, en að þeir væru að selja mikið af tæknibúnaði til samkeppnislanda okkar.

Sigsteinn sagði skort á tæknimenntuðu fólki og að gera þyrfti átak í því að efla áhuga fólks á tækninámi og nefndi fólksflóttann og sagði það slæmt að vel menntað fólk færi úr landi og af vinnumarkaði hér.

Sigsteinn nefndi að stöðugar breytingar á skattkerfinu væri stórt ljón í veginum og að erlendir kollegar hans skildu ekki hvernig þetta væri hægt og að þessar miklu skattkerfisbreytingar væru að fæla fjárfesta frá.

gangleri (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband