Jóhanna vill þjóðarsátt um Samfylkinguna

Samfylkingin vill krónuna feiga og fullveldið líka. Sértrúarstefna Samfylkingar er innganga í Evrópusambandið, þar sem skuldakreppan leggur jaðarríki í rúst. Enginn stjórnmálaflokkur utan Samfylkingin berst fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Umsóknin um aðild að ESB, sem send var frá alþingi sumarið 2009, er steindauð af tveim ástæðum. Eftir nærfellt þriggja ára umræðu er öruggur og traustur meirihluti þjóðarinnar gegn aðild Íslands. Þá eru björgunaraðgerðir Frakka og Þjóðverja að breyta Evrópusambandinu úr fjölþjóðabandalagi í þýskt-franskt tvíríki.

ESB-umsóknin og Samfylkingin eru einni og sami hluturinn: útrýmingarhættan blasir við báðum. Þá vill formaður Samfylkingarinnar þjóðarsátt um að stúta krónunni - í þeirri von að þegar krónan er frá færumst við nær evrunni og þar með Evrópusambandinu.

Kanntu annan, Jóhanna Sig.?


mbl.is Vill þjóðarsátt um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Byrsta sig!!

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2012 kl. 14:40

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Húmorinn hreinlega lekur af þeirri gömlu.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2012 kl. 15:37

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Heldur hún virkilega að þjóðin hennar séu kindur sem hægt sé að smala í einhverja Samfylkingar þjóðarsáttarrétt.

Flokkurinn hennar hefur með ESB umsókninni sem þeir þröngvuðu upp á þjóðina alið hér stöðugt á sundrungu og óeiningu þjóðarinnar.

Minnihluta sértrúarsöfnuður sem af fullkomnum yfirgangi og hroka hefur haldið þjóðinni í gíslingu ESB umsóknarinnar í næstum 3 ár.

Sér nú að þetta ætlar ekki að ganga með hrokanum og þá er beigt af og boðið uppá einhverja ímyndaða þjóðarsátt um eigin gjaldþrota stefnu !

Hún eða flokkur hennar fær því ekki sátt um eitt né neitt !

Koma þarf þessu þjóðhættulega Samfylkingarhyski út úr Stjórnarráðinu sem allra fyrst.

Því fyrr því betra !

Gunnlaugur I., 15.3.2012 kl. 15:56

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hlustaði nú á umræður á Alþingi. Jóhanna sagði ekkert um aðildarviðræður í þessum ræðum sínum. Heldur talaði hún um að hún væri til í að allir flokkar á þingi færu í þá vinnu að finna framtíðarlausn fyrir gjaldmiðil okkar í ljósi þess að krónan kemur ekki til með að nýtast okkur til lengdar. Þannig sagði hún að stærsta mál þjóðarinnar í dag væri að ná sátt um framtíðar gjaldmiðil okkar.  Auðvita telur Samfylkingin að það sé evra og inngang í ESB.  En hún var að bjóða upp á samvinnu um þetta. En menn hér í Heimssýn vilja frekar krónu í höftum, verðtryggða krónu og hrunkrónu alveg sama um hagsmuni fólksins ef bara að ekki sé gengið í ESB. Þá gætu bændur og fyrirtæki hér orðið að standa sig í samkeppni og neytendur fengið lægra verð. Néi það gengur ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2012 kl. 16:37

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Rörasýn Samfylkingarinnar um að króna sé dauð býður ekki upp á þjóðarsátt.

Jóhanna er að bjóða upp á þjóðarsátt um Samfylkingarevrur.

Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband