Utanríkismál í höndum sértrúarsafnaðar

Utanríkismál Íslands eru í höndum sértrúarsafnaðar sem engin rök hrína á. Sértrúarsöfnuðurinn er Samfylkingin, guðspjallið er Evrópusambandið. Alveg sama þótt skuldakreppan tætir í sundur innviði þeirra ríkja sem mynda ESB er allt í himnalagi í Brusselveldinu, tónar samfylkingarsöfnuðurinn á Íslandi.

Engir starfandi stjórnmálaflokkar á alþingi eru hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið - nema Samfylkingin. Samfylkingin sótti um aðild fyrir Íslands hönd sumarið 2009, þökk sé svikum VG. Síðan hefur Evrópusambandið tekið stökkbreytingum og orðið ríkisfjármálabandalag. Samfylkingin lætur eins og ekkert hafi í skorist en trúa þeir á Brussel með sömu fölskvalausu ákefð og kommúnistar millistíðsáranna á Moskvu.

Ótækt er að sértrúarsöfnuður skuli stjórna utanríkismálum Íslendinga.


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 17:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki eru LANDRÁÐAFYLKINGARMENN mjög hrifnir af þessum ummælum og má reikna með einhverjum eftirmálum sérstaklega þar sem forseti þingsins tilheyrir þessum SÉRTRÚARSÖFNUÐI.........................

Jóhann Elíasson, 14.3.2012 kl. 17:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já góðir hálsar,virðing þingsins lætur niður,segir nafni hans Ernir,ef talað tæputungulaust. Líklega betra ef mönnum er heitt í hamsi,að hjóla bara í andstæðinginn,það gerði allsherjarráðherra. Annars hverju öðru en trúarbrögðum líkist þessi flokkur,tekur engum sönsu þótt stafað sé ofaní þau allt sem mælir gegn því,að ég tali nú ekki um að meirihlutinn vill ekki þarna inn. Páfinn í Brussel vill það. jæja fréttir.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2012 kl. 18:30

4 identicon

Sannast bara enn og aftur að sumir verða sannleikanum sárreiðastir!

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 19:37

5 identicon

Sæll.

Það er alveg í himnalagi að gagnrýna stjórnmálaflokk svona með samlíkingu eins og Sigmundur gerir. Ekki hlustar Sf á rök og ekki horfir hún á þann veruleika sem mætir flestum. Kannski virkar þá svona grín?

Helgi (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 19:49

7 identicon

Var Steingrímur ekki búinn að segja Sigmundi að hann ætti að hafa vit á því að halda kjafti? Eða var það Björn Valur Gíslason? Skiptir ekki máli, en hvolpurinn á að hlýða, þegar fullorðnir menn segja honum fyrir verkum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 20:32

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonandi fer með þá eins og Jim Jones í Jonestown. Þeir geta drukkið coolaid-ið fyrir mér.

Þeir brugðust illa við þessu eins og margir trúaðir bregðast við þessum stimpli. Þeir telja sig líklega valid trúarsöfnuð á borð við Votta Jehova, sem einmitt verða ærðir ef þeir eru nefndir sértrúarsöfnuður.

Ég er búinn að vera með þessa samlíkingu ansi lengi enda er hér á ferðinni sama blinda afneitunin, óskhyggjan, túlkunarleikfimin, skinhelgin, liggaliggaláið og þykistan og í öðrum trúarbrögðum. Meira að segja þú Páll hefur ekki tekið því með þögninni, þegar ég bendi þér á augljósustu hluti um þrælslundartrúnna, sem nefnd er kristindómur.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2012 kl. 20:40

9 Smámynd: Elle_

Kallar Haukur Björn Val og Steingrím fullorðna menn?

Elle_, 14.3.2012 kl. 21:10

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki Dómsmálaráðherra að koma með lög sem banna Glæpahópa og telst ekki VG og Samfylkingin í þeim hópi??

Vilhjálmur Stefánsson, 14.3.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband