Þriðjudagur, 13. mars 2012
Alþingi veitti ekki umboð til aðlögunar
Þingsályktun alþingis sem samþykkt var 16. júlí 2009 veitti ríkisstjórninni heimild til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í áliti meirihlutans voru sett fram ýmis skilyrði fyrir aðild en hvergi er veitt heimild til að Ísland aðlagi sig Evrópusambandinu í ferlinu. En eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar, samanber bls. 9 í útgáfu Evrópusambandsins
Accession negotiations concern the candidate's ability to take on the obligations of membership. The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate's implementation of the rules.
Aðildarviðræður eru ekki samningar í neinum venjulegum skilningi heldur útfærsla á aðlögun umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Í Brussel er gert ráð fyrir að umsóknarþjóð sé ákveðin að ganga inn í félagsskapinn. ESB býður ekki upp á að ,,kíkja í pakkann" í óskuldbindandi samningaviðræðum.
ESB-sinnar hér á landi, með Samfylkinguna í broddi fylkingar, reyndu að blekkja fólk til fylgis við Brussel-leiðangurinn á fölskum forsendum.
Aðeins aðlögun að ESB framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjósendur eiga rétt á að sjá drög að þeim lagabreytingum sem þurfa að eiga sér stað samhliða aðildarsamningi. Annars hefðu þeir ekki fullar upplýsingar til að geta greitt atkvæði um samninginn. Linnulausar rangfærslur sem ganga út að kalla þetta aðlögunarferli minna á ónefndan ráðherra í Evrópu á síðustu öld sem sagði að lygi sem væri endurtekin nógu oft breyttist í sannleika.
Finnur Hrafn Jónsson, 13.3.2012 kl. 20:34
Afdrífarík umsókn um (aðlögun) aðild að ríkjasambandi,ætti einnig að vera undirrituð af forseta vorum,en það var téð umsókn ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2012 kl. 21:17
Finnur, það er ekki lygi. Og hvað sem þú endurtekur það oft. Ættirðu ekki frekar að lesa inngöngu- eða yfirtökuskilmálana en að halda þessu stöðugt fram?
Elle_, 13.3.2012 kl. 22:47
Þetta eru engin rök Finnur. Ef að til stendur að ráða í heilt stöðugildi til þess eins að gera skýrslu yfir kerfismálin, þá myndi nægja að kalla eftir skýrslum frá starfandi kerfisstjórum.
En ef meiningin er að ganga skrefinu lengra og fara í hönnunarvinnu þá kallar það á að ráðið sé í það starf og þá kallast það hluti af þeirri aðlögun sem hefur reyndar staðið hér í mörg ár víðs vegar um stjórnkerfið.
Það sem er hér á ferðinni er eflaust þarfagreining fyrir uppstetningu á gagnagrunnskerfum fyrir ESB. Sams konar undirbúningi var hafnað af Jóni Bjarnasyni í embætti ráðherra. ESB miðar að því að hér sé uppsettur og tilbúin til gangsetningar infrastructure til starfsækslu ESB innviða, strax við inngöngu. Þetta ferli stöðvaði Jón bjarnason tímabundið á sviði landbúnaðar.
En það er alveg tómt mál að koma hér með eitthvert orðsalat um að ef eitthvað sé endurtekið nógu oft þá verði það að sannleika, þessu vísar maður beinustu leið til föðurhúsa.
Gunnar Waage, 13.3.2012 kl. 23:30
Mér vitanlega hefur engum lögum verið breytt á Íslandi í tengslum við þessa svokölluðu "aðlögun". Ég sem almennur borgari sé engin merki um þessa "aðlögun" nema í Morgunblaðinu. ESB aðild er ekki einfalt mál þannig það getur kallað á umtalsverða undirbúningsvinnu af Íslands hálfu að greina áhrif aðildar og koma okkur í stöðu til að geta gert samning þar sem hagsmunum Íslands er haldið til haga.
Jón Bjarnason ráðherra misnotaði embætti sitt í pólitíska baráttu. Samkvæmt stjórnskipun Íslands er verkefni ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis.
Eftir því sem mér skilst, samræmist það ekki ESB aðild að landbúnaðarráðuneytið sé rekið sem deild í bændasamtökunum. Sem skattborgari á Íslandi er ég það ekki heldur. Ef laga þarf atriði á borð við þetta til að við getum talist samningshæf gagnvart ESB er það gott mál að mínu mati.
Finnur Hrafn Jónsson, 14.3.2012 kl. 00:48
Embætti eru í hraðri eyðileggingarvinnu fyrir yfirstjórnarsambandið. Fyrir Samfylkinguna og Samfylkinguna EINA. Og það eru ekki bara lögin heldur er líka verið að eyðileggja stjórnarskrána fyrir sama flokk.
Jón Bjarnason fór eftir samþykktum alþingis í þessu fullveldisafsalsmáli. Þú ættir að skýra nákvæmlega hvað hann gerði gegn samþykktum alþingis úr því þú heldur þessu fram. Og ekki bara frá skáldsagnasjónarhóli Jóhönnu og co. sem líkaði ekki að hann var ekki nógu hlýðinn ofurvaldinu.
Elle_, 14.3.2012 kl. 01:01
Ég er nú hræddur um að þú þyrftir að kynna þér málin aðeins betur Finnur. Aðlögun hefur staðið í mörg ár í ráðuneytum og opinberum stofnunum, þar á meðal í háskólunum. Þetta getur þú allt kynnt þér ef þú hefur áhuga. Umtalsverðar fjárveitingar hafa farið í þetta við meira og minna allar opinberar stofnannir, þetta vita flestir sem starfa hjá hinu opinbera.
En sú aðlögun sem fjallað er um hér á þessum þræði, getur þú lesið um í rýniskýrslu frá ESB um opnunarskilyrði fyrir landbúnað og byggðaþróun. Ég læt þig um að verða þér út um skýrsluna.
Gunnar Waage, 14.3.2012 kl. 01:23
Alþingi samþykkti umsókn.
Ég geri ráð fyrir að þingmenn kynntu sér það hvað það þýðir að sækja um.
Ef þeir gerðu það ekki..... þá eiga þeir ekki heima á Alþingi og eiga að segja af sér.
En umsóknin hefur skýrt umboð og stendur óhögguð.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2012 kl. 15:59
Nei, rangt. Vandamálið með þig er að þú lest ekki það sem fólk skrifar. Þú svarar alltaf e-u öðru eða út í hött.
Elle_, 14.3.2012 kl. 21:03
áhugaverð skýrsla sem Gunnar benti á. Þar stendur
"Ennfremur er vakin sérstök athygli á því að Ísland hyggst ekki breyta íslenska landbúnaðarkerfinu í tengslum við aðildarviðræðurnar fyrr en eftir samþykkt aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og samninganefnd Íslands hefur lagt áherslu á."
Með örðrum orðum. Hér er engin aðlögun.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2012 kl. 22:19
Ég benti á vísun til skýrslu, ekki vera tregur drengur.
Gunnar Waage, 14.3.2012 kl. 23:34
http://gunnarwaage.com/Ryniskyrsla-ESB-landbunadur.pdf
Gunnar Waage, 14.3.2012 kl. 23:43
Iceland has not provided indications regarding time plans for its policy-related, legislative and institutional preparations. Such plans are however an indispensable basis for negotiations on this chapter in order to ascertain that the necessary adaptations will be made in a timely manner and in accordance with the Negotiation Framework, in particular with a view to Iceland's position not to make changes in its policy, administration or its legislation until the Accession Treaty has been accepted in a referendum in Iceland. It would therefore be imperative to ask Iceland to present a strategy and an indicative time plan that demonstrate how all EU requirements will be met upon accession.
Particular efforts will be required to establish a paying agency and the necessary management and control systems that comply with the detailed requirements of the acquis, in particular the Integrated Administration and Control System (IACS) under which all direct payments to farmers are administered. As the administrative capacity of Iceland in the field of agriculture is relatively limited it should be examined how the institutional structures can be established in a way that makes the best use of available administrative resources, taking into account that the range of agricultural products in Iceland is narrow and that the number of farmers is relatively small. It should, however, be ensured that the administrative structures and procedures are appropriate and ensure the correct application of EU rules and correct spending of the funds.
Gunnar Waage, 14.3.2012 kl. 23:52
For the financial management of agricultural EU expenditure, the organisational entities of the institutional framework set by the acquis will need to be established before accession.
Gunnar Waage, 14.3.2012 kl. 23:56
"Ennfremur er vakin sérstök athygli á því að Ísland hyggst ekki breyta íslenska landbúnaðarkerfinu í tengslum við aðildarviðræðurnar fyrr en eftir samþykkt aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og samninganefnd Íslands hefur lagt áherslu á."
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 00:35
Third meeting of the Accession Conference with Iceland at
Ministerial level
Brussels, 12 December 2011
EN
Chapters opened and provisionally closed
Regarding Chapter 6 - Company Law, Chapter 20 - Enterprise and Industrial Policy, Chapter 21 - Trans-European Networks and Chapter 23 - Judiciary and Fundamental Rights, given the high level of Iceland's state of preparedness and its fulfilment of obligations regarding the acquis of these four chapters, the EU considered that, exceptionally —in line with point 32 of the Negotiating Framework— benchmarks for the provisional closure of these chapters were not required. Therefore, the EU noted that at this
stage these chapters do not require further negotiations.
Furthermore, the EU underlined that it would devote particular attention to monitoring all specific issues mentioned in its common positions, including Iceland's administrative capacity.
The EU will, if necessary, return to these chapters at an appropriate moment.
Monitoring of progress in the alignment with and implementation of the acquis will continue throughout the negotiations.
Chapter opened Regarding the opening of negotiations on Chapter 33 - Financial and Budgetary Provisions, the Union has closely examined Iceland's present state of preparations. On the understanding that Iceland has to continue to make progress in the alignment with and implementation of the acquis in this chapter, the EU noted that this chapter may only be
provisionally closed once agreement has been reached with regard to Iceland's request for transitional corrective measures concerning the EU Budget and once the EU agrees that the following benchmark is met, namely: – Iceland increases its administrative capacity and adopts an action plan for its further development and the preparation of procedural rules to ensure it will be able, from accession, to correctly calculate, forecast, account for, collect, pay, control and report to the EU on own resources in line with the acquis.
In more general terms, the EU underlined that it would devote particular attention to monitoring all specific issues mentioned in its common position, with a view to increasing Iceland's administrative capacity to ensure the correct calculation, forecast, collection, payment and control of own resources and reporting to the EU for implementation of the
own resources rules.
http://www.consilium.europa.eu/uedocs/cms_data/docs/pressdata/EN/genaff/126778.pdf
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 00:45
Já Sleggja þetta er ekki tilvitnun hjá þér úr skýrslunni heldur í viðbrögð ráðuneytisins við skýrslunni undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Þú átt eftir að lesa skýrsluna.
Þetta svar Ráðuneytisins varð til þess að Jóni var ýtt úr ríkisstjórn, því miður.
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 00:49
nei alls ekki
það stóð í stjórnarsáttmálanum að fækka ráðuneytum
þetta hefur staðið til frá upphafi
jón sjálfur skrifaði undir stjórarsáttmálann
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 00:52
Sérstaklega vil ég benda á þennan texta hér frá fundinum 12. desember 2011 (feitletrun er mín);
On the understanding that Iceland has to continue to make progress in the alignment with and implementation of the acquis in this chapter, the EU noted that this chapter may only be provisionally closed once agreement has been reached with regard to Iceland's request for transitional corrective measures concerning the EU Budget and once the EU agrees that the following benchmark is met, namely: – Iceland increases its administrative capacity and adopts an action plan for its further development and the preparation of procedural rules to ensure it will be able, from accession, to correctly calculate, forecast, account for, collect, pay, control and report to the EU on own resources in line with the acquis.
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 00:56
Já þú ert aftur komin í flokkapólitíkina, hér eru komnar tvær skýrslur á ensku sem þú þarft að lesa. Það er ef að meiningin er að tala um aðlögun, um hana er ekki fjallað í þingsályktunartillögunni sem stendur að baki umsókninni og því síður kemur stjórnarsáttmáli því máli við.
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 00:59
Ef menn lesa þennan texta sem ég hef sett hérna inn, þá á það að koma skýrt fram hvað eftir annað að farið er fram á gríðarlega miklar breytingar á stjórnkerfinu áður en þjóðaratkvæði og innlimun fer fram. Það er mjög skýrt aftur og aftur samanber; from accession
once the EU agrees that the following benchmark is met, namely: – Iceland increases its administrative capacity and adopts an action plan for its further development and thepreparation of procedural rules to ensure it will be able, from accession, to correctly calculate, forecast, account for, collect, pay, control and report to the EU on own resources in line with the acquis.
Hér er búið að stytta orðalagið frá því sem var í rýniskýrslunni enreglur sambandsins eru skýrar hvað þetta varðar, þeir fara fram á starfhæft stjórnkerfi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.
Nú segi ég góða nótt.
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 01:10
Hvað er að því að bæta hér stjórnsýsluna?
ESB gangrýndi mjög skipun dómara. Nú er það breytt.
Viltu semsagt ennþá að Davíð Oddson getur skipað Árna Matt að ráða son sinn í héraðsdóm á Austurlandi.
Eru það góð vinnubrögð?
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 09:20
Er þetta það sem við viljum? Almenningur í Evrópu vill þetta ekki!!!
http://www.youtube.com/watch?v=RUiFKMw92yA&feature=related
anna (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 14:18
Það eru ólík viðhorf uppi um þetta mál sem þú nefnir Sleggja, en við erum komnir nokkuð út fyrir efnið. Það er margt jákvætt í Evrópusambandinu og ekki hvað síst hefur sambandið komið á friði í Evrópu. Það hefur sameinað ólík þjóðríki að baki sameiginlegum hagsmunum og komið á samvinnu. En þetta er ekki lengur það sem að ESB snýst um og það er löngu búið að missa sjónar á sínu upprunalega hlutverki.
Gunnar Waage, 15.3.2012 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.