Vigdís þingdrottning Hauksdóttir

Einn öflugasti starfandi þingmaðurinn er Vigdís Hauksdóttir í Framsóknarflokki. Slagkraftur Vigdísar er slíkur að þaulreyndir þinghundar eins og Össur Skarphéðinsson standa eftir dasaðir þegar hún lætur til sín taka.

Í dag nýtti Vigdís sér málfrelsi sitt og skrifaði á smettiskruddu sína að enn einn ganginn ætla Össur, Jóhönna og félagar að renna á rassinn með stórmál - þjóðaratvæði um tillögur stjórnlagaráðs.

Samkvæmt fréttum var upplausn á alþingi eftir færslu Vigdísar. Þingdrottningin kann á pólitískt takkaborð vinstristjórnarinnar.


mbl.is Þingmenn þrefa um Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vigdís er flott!

Ekki skrýtið þó ofurjafnaðarkonan Álfheiður forríka verði reið yfir að einhver segi frá því sem er að gerast.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 16:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eðlilegt að Páll kætist. En held að fólk sem þarf að stafa með Vigdísi ræðir ekki viðkvæm mál á fundum með henni á næstunni. Held nú að það myndi hrikta í Heimssýn ef að einhver stjórnarmaður færi að blása umræður  fundar út á facebook í beinni þar sem væri verið að skipuleggja áróður gegn ESB!  Sérstaklega bendi ég á að Vigdís er einmitt manneskjan sem sagði um upptökur á ríkisstjórnarfundum:

 Verði upptökurnar að veruleika óttast hún að mikilvægar ákvarðanir verði teknar annars staðar en á formlegum ríkisstjórnarfundi. „Ja eigum við ekki bara að segja í reykfylltum herbergjum einhvers staðar annars staðar en í stjórnarráðinu því þetta náttúrulega gefur möguleika á því að þegar verið er að ræða viðkvæm mál sem mega ekki koma strax fyrir almenningssjónir að þá verði ákvarðanir teknar annars staðar,“ segir Vigdís.

En svona vinnubrögðum fagnar Páll hann vill auðsjáanlega að svona sé unnið þ.e. í Reyfylltum bakherbergjum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2012 kl. 17:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. get ekki með nokkru móti skilið hvað það er sam Páll notar til að gefa Vigdísi þess að einkun sem hann gefur henni. Hverju hefur hún áorkað? Og held að nærri allar ræður hennar séu byggðar á misskiningi eða hreinlega þekkingarleysi svo ég kveði ekki fastar að orði.  En Páll getur áfram barið "hausnum í steinin"

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2012 kl. 17:04

4 identicon

Það má hverjum manni vera ljóst, að þjóðin þarf sannarlega á Ólafi að halda. Auðvitað stóð það alltaf til hjá þessari lygastjórn, að þröngva tillögum félags vinstrisinnaðra bloggara niður í kokið á þjóðinni.

Skýrist nú óðum þessi reiði vinstrimanna yfir framboði Ólafs.

Vigdís á svo skilið hrós fyrir að fletta ofan af myrkraverkum stjórnarliða.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 17:50

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er augljóst, þegar færslusaga síðuhöfundar er skoðuð að hér fer maður sem leggur ekki bara hatur á Samfylkinguna og allt sem henni tilheyrir, heldur hatur í einhverju ólýsanlegu veldi. Öll hans skrif snúast um þessa þráhyggju hans.

Í ljósi nýliðina atburða þá er það ekki spurning hvort síðuhöfundur snappi, styngi mann og annan, heldur hvenær.

Síðuhöfundur ætti að leita sér hjálpar! Eða öllu heldur ætti hjálpin að leita hans, ef ekki á illa að fara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 18:02

6 Smámynd: Sólbjörg

Málfarslega er Páll í orðavali að öllu jöfnu háttvís í skrifum sínum. Yfirgengileg dólgsorð og aðdróttanir þín Axel eru líklegast komin á það stig að Páll hlýtur að íhuga hvernig hann bregst við. Þú og þínir samfylkingarmenn treystið kannski á jafnaðargeð og heiðursmannslund Páls gagnvart ykkur.

Sólbjörg, 13.3.2012 kl. 18:49

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi: ég veit ekki til þess að í Heimssýn sé skipulagður neinn áróður gegn ESB, heldur fyrst og fremst gegn aðild Íslands að fyrirbærinu.

Það er mikilvægt að tala satt og rétt um hlutina.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 20:17

8 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

„ .... síðuhöfundur snappi, styngi ...." skrifar Axel Jónas Hallgrímsson hér að ofan.

Af þeim orðum sést að Axel hefur ekki náð að læra réttritun í skóla. Jafnframt sést að það vantar ýmislegt annað og kannski enn mikilvægara en stafsetningarreglur í hausinn á honum.

Hólmgeir Guðmundsson, 13.3.2012 kl. 20:46

9 Smámynd: Elle_

Vigdís Hauksdóttir er einn okkar sterkasti stjórnmálamaður. 

Elle_, 13.3.2012 kl. 22:39

10 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Elle fornvinkona; góð !

Rangt; hjá þér. Þá fyrst; teldist Vigdís marktæk, sem drenglunduð - segði hún skilið, við Mafíu sveitir; þeirra Halldórs Ásgrímssonar, og Sigmundar D. Gunnlaugssonar.

Fyrr; ekki.

Inntu Vigdísi eftir; við tækifæri, hvað orðið hafi um Samvinnutrygginga sjóðinn, sem stolið var, af iðgjaldendum hans, á sínum tíma, að tilstuðlan Halldórs hyskisins.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 22:47

11 Smámynd: Elle_

Óskar minn Helgi.  Skal gá ef eg fæ þann heiður að hitta Vigdísi.  En eg held ekki að Vigdís hafi haft neitt með það að gera.  Og flokkurinn nokkuð vel endurnýjaður, öfugt við hina.  Þau ættu bara núna að losna við Sif.

Elle_, 13.3.2012 kl. 23:11

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle !

Ég veit; að þú getur miklu betur, en þetta.

Halldór - Valgerður - Sigmundur D. - Finnur - Birkir Jón og Siv, ERU ÖLL SKRÁÐ Í FLOKKS RÆKSNIÐ ENNÞÁ; það, ég bezt veit.

Trúi ekki; fyrr en ég tek á, að þú ætlir að hártoga mín orð, með ein hverjum 1/2 gildings afsökunum, Elle mín.

Flokks helvítið; ER EKKERT ENDURNÝJAÐ, svo fram komi, fornvinkona kær !

Með; ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:19

13 Smámynd: Elle_

Samt held eg eg viti hvað þú meinar.  Þó fólkið sé nýtt verður flokkurinn sjálfur að bæta gamlan skaða.  Æskilegast væri að þau stofnuðu nýjan flokk og ótengdan hinum gamla.

Elle_, 13.3.2012 kl. 23:21

14 Smámynd: Elle_

Ó, var búin að svara áður en þú svaraðir.

Elle_, 13.3.2012 kl. 23:22

15 identicon

Allt í góðu; Elle mín. Skilst ágætlega; þín ærlega - sem heiðarlega meining.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:26

16 Smámynd: Elle_

Vil segja að eg var ekki að hártoga neitt, Óskar Helgi, og man eftir að hafa skrifað Vigdísi fyrir löngu og sagt hvað flokksnafnið í það minnsta, og Guðmundur Steingrímsson, sem eg taldi vera ´cell´/´infiltrate´ (man ekki hvað það kallast á ísl), væru mikil mistök.

Elle_, 13.3.2012 kl. 23:28

17 identicon

...það var að vonum, að kona sem stingur hausnum í steininn, sé vonarmey mannsins sem hefur selt sig.

P.S.: Ég hlustaði á þig í Útvarpi Sögu með Guðmundi Franklín, það var nú aldeilis skemmtilegt, Páll!

Jóhann (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:31

18 Smámynd: Elle_

Forarkjafturinn Jóhann Hauksson mættur.

Elle_, 13.3.2012 kl. 23:36

19 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Elle ! 

Þakka þér fyrir; drengilegt andsvarið.

Jóhann (kl. 23:31) !

Án þess; að það komi mér beinlínis við, væri akkur í að vita, hvers vegna þú leggur slíka fæð, á hinn ágæta síðuhafa; Pál, sem raun ber vitni - eða; eftir því, sem mér virðist - og öðrum kann að þykja einnig, að nokkru ? 

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:40

20 identicon

Óskar! (kl.23.40!); að ósekju, mætti ég, benda á, með fyrri kveðjum, sem skömmu áður; í nafni rétttrúnaðarkirkju, þeirra, ágætu bízantísku forferðra; sem eitt sinn létu ekki bugast, sem áður hefur verið sagt; en, stóðu trúir við fullveldi sitt.

Með sömu kveðjum,:; og þeim fyrru.

 ,:;.,;..

Jóhann (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:51

21 identicon

Það er og; Jóhann, fyrst þú kýst, að svara á þennan máta.

Skal þá; kyrrt verða, um hríð, að minnsta kosti.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:56

22 identicon

Jóhann (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:31: Það var auðvitað viðbúið að Páll Vilhjálmsson, ekki-blaðamaður og Móamiðill, væri sérlegur álitsgjafi á Útvarpi Lyga-Sögu.

Brot á þingsköpum virðast vera í sérlegu uppáhaldi hjá Páli, en að sama skapi hefur hann ritað undarlega fátt og smátt um stórfelld brot á landslögum hjá fyrrverandi forsætisráðherra sem situr nú á sakamannabekk frammi fyrir þjóðinni.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 06:58

23 identicon

Stundum hefur maður það á tilfinningunni að Vigdís Hauksdóttir hafi misskilið orðatiltækið                 "Hátt glymur í tómri tunnu"    ........................

thin (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 09:01

24 Smámynd: Sólbjörg

Þú ert ekki með máltækið á hreinu, það er "Hæst glymur í tómri tunnu" Það á alls ekki við um Vigdís málefni hennar og fyrirspurnir eru þarflegar og samkvæmt því sem stjórnarandstaðan á að vinna sína vinnu í þágu þjóðarinnar. En það fara reglulega vein og óp í gang hjá ríkistjórninni að fá ekki að pukrast og bulla í friði fyrir Vigdísi.

Síðan er þetta með fullyrðingar um miskilning á orðatiltækjum þegar Vigdís ákvað í vetur að kveða viljandi fastar að orði en að bara "Stinga höfðinu í sandinn" þá fannst henni þvergirðingsháttur margra þingmanna vera slíkur að þetta orðatiltæki næði ekki utanum afneitunina því mætti frekar líkja við að bókstaflega "Stinga höfðinu í steininn" en svona absúrd hugsun er of flókin fyrir suma á þingi.

Sólbjörg, 14.3.2012 kl. 09:35

25 identicon

Hilmar Hafsteinsson.  Það er með ólíkindum að skoða skrif þín hér á mbl bloggi.  Helsjúkur maður þar á ferð sem ég sendi batakveðjur innilegar.

Baldur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:06

26 identicon

Sólbjörg ég veit það vel.

Þú ættir  ekki að leiðrétta mismæli á sama tíma og þú reynir að útskýra mismæli þingdrottningarinnar.    Í því ljósi ég hlýt að geta tekið mér skáldskaparleyfi eins og frú  Vigdís Hauksdóttir hefur gert ósjaldan

thin (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:25

27 Smámynd: Sólbjörg

Það eru ekki mismæli að spyrja hvort einhver vilji ekki bara"bókstafleg stinga höfðinu í steininn". Mér fannst það fyndið þess vegna ver ég Vigdísi. Það er nú engin skáldskapur svo sem að breyta hæst í hátt og vertu ekki fúll þó ég hafi "slétt skyrinu" á þig. Er hérna með eitt handa rauðhærðri þingkonu og verð að þakka þér "thin" innblásturinn í þann málshátt: "Hátt hreykir sér tóm tunna." Hvað finnst þér um hann?

Sólbjörg, 14.3.2012 kl. 20:16

28 identicon

Sæl og blessuð.

Ókei það voru ekki mismæli hjá þingkonunni frekar en annað sem hún hefur sagt.  Ekki frekar en að skamma starfsmenn alþingis fyrir eigin afglöp. Blessuð vertu slettu eins og þig lystir, en í hennar tilfelli átti það ekki við að segja "hæst" það er ekki viðeigandi.

Í sambandi við rauðhærðu glæsiþingkonuna sem talaði um, það sem sumir hér hafa kallað þorsfíflið ,  "Margur heldur sig mig"    

thin (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband