Samfylking tekur afstöðu með bröskurum gegn krónunni

Gjaldeyrishöftin eru til að verja almannahagsmuni gegn spákaupmennsku og bröskurum á gjaldeyrismarkaði. Til að Jón og Gunna geti verslað á netinu og komist til útlanda á skikkanlegum kjörum þurfum við gjaldeyrishöft sem fela í sér ólíkt heimagengi og aflandsgengi krónunnar.

Spákaupmenn og gjaldeyrisbraskarar reyna að nýta sér gjaldeyrishöftin til að hagnast á kostnað almennings. 

Samfylkingarpostular á netinu hafa tekið höndum saman við talsmenn braskara í Kauphöllinni og harmað að komið sé í veg fyrir gjaldeyrisbrask. Fjármálaráðherra, sem kemur úr Samfylkingunni, útskýrir hvers vegna flokkurinn er í náinni samvinnu við braskara að herja á krónuna. Lykilorðið er Evrópusambandið.


mbl.is Til marks um áhyggjur ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bla bla bla. það verður nú fyrst hægt að versla á netinu með aðild að EU. það er beisiklí ekkert hægt núna.

Aðild að EU má líkja við afnám Hörmangaraverslunarinnar í denn.

Án aðildar að EU og í framhaldi upptöku alvöru gjaldmiils sem heitir EVra, þá mun sjallaelítan hérna og LÍÚ gengið hlekkja og reyra íslenskan almenning í hlekki og bönd. Svipað og sjallaelítan reyrði almenning hérna í vistabönd árhundruðum saman.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 13:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar Bjarki, netverslun í sögulegu hámarki

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/04/netverslun_i_sogulegu_hamarki/

og við enn utan Evrópusambandsins. Hmmm.

Páll Vilhjálmsson, 13.3.2012 kl. 13:36

3 identicon

Það er ekki skrítið þó Ómar vilji inn í ESB. Hann er ennþá að versla í kaupfélaginu, og hefur ekki uppgötvað þessa skemmtilegu innkaupaleið, netið.

Ég verð að viðurkenna, að ég er fullkomlega hlekkjaður af Líú og sjöllum, og versla mikið af netinu. Svo mikið að ég er farinn að sniðganga allar verslanir hér heima, sem kenndar hafa verið við Baug, og aðra útrásarvini Samfylkingar og Ómars.

Það er allt saman ódýrara á netinu, eftir að Bónus og vinum tókst að einoka markaðinn hér heima, í skjóli Samfylkingar.

Nú eru reyndar lífeyrissjóðirnir teknir við af Jóni Ásgeiri, og eru síst skárra batterí, enda undir öruggri Samfylkingarstjórn.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:11

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Óttaleg della er þetta. Gjaldeyrishöft eru ekki töfralausn sem hægt er að viðhalda endalaust. Þau eru þvert á móti gríðarlega kostnaðarsöm og eru meginhindrunin í vegi erlendrar fjárfestingar. Höft leiða af sér brask og spillingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2012 kl. 14:22

5 identicon

Þú meinar Þorsteinn, að gjaldeyrishöft hafi komið í veg gríðarlega fjárfestingu og uppbyggingu í Kína, svo maður tali nú ekki um gríðarlega bólu?

Gjaldeyrishöft hafa mun minna að segja en framkvæmdastoppstefna ríkisstjórnarinnar. Og er margfalt dýrari en nauðsynleg gjaldeyrishöft, á tímum skorts á gjaldeyri til greiðslu skulda.

Ekki veit ég hvar innlendir fjárfestar, fyrirtæki í framkvæmdahug, eiga að fá gjaldeyri til fjárfestinga, ef hann rennur allur á einu bretti til erlendra vogunarsjóða.

Veist þú það, Þorsteinn?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:34

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sögulegu hámarki" er merkingarleysa.

það væri alveg eins hægt að segja að árið sautjánhundruð og súrkál þá hefði verslun við hollenska duggara verið í ,,sögulegu hámarki".. þ.a.l. hafi Hörmangaraverslunin verið góð og æskilegt ástand!

Stendur allt sem eg mælti og staðreyndin er að allskyns sjallaelítuklíkur og framlengingar á þeim ss. Heimssýn ætlar sér að reyra innbyggjara hérna í höft og hlekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 14:35

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Spyrjandi

Finnur Pálmi Magnússon, Guttormur Helgi Jóhannesson

Svar

Jú, þetta er rétt skilið, innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins til einkanota frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstaklingar ferðast með þær sjálfir yfir landamæri."

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141

þetta vilja sjallaelítuklíkurnar ekki að innbyggjarar fái aðgang að. þeir vilja koma í veg fyrir frelsi einstaklinga. þeir vilja reyra þá í höft og helsi og vera sjálfir milliliðir.

Halda menn kannski að það hafi ekki verið verslað við hollenska duggara á Hörmangaratímabilinu? Að sjálfsögðu! það þurfti bara að greiða sjallaelítunni toll.

Alveg sama ástandið og núna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband