Sarkozy: ESB-tilraunin að renna sitt skeið

Frakklandsforseti kemur út úr skápnum sem efasemdarmaður um Evrópsambandið kortéri fyrir kosningar. Mótframbjóðandi hans, Hollande, talar fyrir endurskoðun á sáttmálum Evrópusambandsins og endurheimtum fullveldis og fær hljómgrunn meðal frönsku þjóðarinnar.

Gagnrýni Sarkozy á útlendinga í Frakklandi beinist gegn fjórfrelsi Evrópusambandsins um frjálsa för vinnuafls, þjónustu, fjármagns og vöru. Áður hefur Sarkozy lýst stuðningi við hömlur á fjármagnsflutninga með skattlagningu.

Elítan í Evrópu undirbýr flótta frá Evrópusambandinu. Þýska fjármálaelítan, segir Wolfgang Münchau í Financial Times, er orðin efins um evru-samstarfið.

Bráðum verða höfuðpaurarnir í Brussel að leita til Reykjavíkur til að finna sannfærða ESB-sinna. Við Rauðarárstíg situr glaðbeittur baráttumaður fyrir samruna Evrópu, Össur utanríkis.


mbl.is Sarkozy: „Of margir útlendingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband