Össur: ESB-viðræður eru strand

Össur utanríkis treysti á að Danir myndu hjálpa samfylkingarhluta ríkisvaldsins að koma viðræðum við Evrópusambandið af stað á ný með því að opna fleiri samningskafla. Engan stuðning var að fá hjá Evrópumálaráðherra Danmerkur og þess vegna segir ekki orð um framvindu aðildarviðræðna í fréttatilkynningu ráðuneytisins.

Sjávarútvegskaflinn verður ekki opnaður fyrr en deila okkar við ESB um makríl verður leyst. Enginn fundur er ráðgerður í makríldeilunni í bráð.

Rúmt ár er í alþingiskosningar og engar líkur að viðræður um aðild Íslands verði komnar á lokastig. Á meðan heldur  ,,ESB-pakkinn"að úldna þar sem stöðugar fréttir berast af hallærisástandi Evrópusambandsins.

Afturköllum umsóknina, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Fundaði með danska Evrópumálaráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undirskriftassöfnunin fer að verða ein sú lengsta í sögunni. Það er hægur gangur. Staðan ;11244 hafa skrifað undir áskorunina.=).

gangleri (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband