Þriðjudagur, 6. mars 2012
Meðmælendur ofbeldis
Þór Saari og að því er virðist Marinó G. Njálsson réttlæta árásir á saklaust fólk ef það þjónar málstað skuldara. Eiginlega er varla hægt annað en vorkenna mönnum sem tala á þennan veg.
Orð Þórs eru hástig pólitískrar siðvillu sem þjóðin þarf að losna við sem allra fyrst.
Morðárás á saklaust fólk munu ekki hjálpa skuldurum. Siðað samfélag virkar ekki þannig.
Árásin kemur Þór ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þér hjartanlega sammála Páll. Þessi ummæli Þórs eru viðurstyggileg. Þessi verknaður sem var framinn í gær var ofbeldi af verstu sort, líklegast framin af helsjúkum manni og tengjast "ástandi" þjóðfélagsins ekki neitt. Þór reynir að nýta sér svona mál í pólitískum tilgangi, ógeðfellt og til skammar. Þessi maður komst inná þing vegna reiði fólks, hann mun aldrei fá fylgi aftur enda sýnt svo ekki verður um villst að hann hefur ekkert á þing að gera.
Því miður er það ríkjandi í samfélaginu okkar eftir hrun að margur vill nýta sér aðstæður sér til framdráttar. Þá á ég við að margir hætta að greiða lán, reyna að koma hlutum undan og vilja allt fyrir ekkert. Nota svo sem réttlætingu að "útrásarvíkingar" og aðrir fengu milljarða afskrifaða og af hverju ekki ég? Þetta fólk er að rústa samfélaginu.
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:43
Hjartanlega sammála Páll...................það verður að fordæma Þór og Marinó ég vil að þessir menn komi aldrei nálægt pólitík aftur..............þvílíkur viðbjóður............farnir að réttlæta morðtilraunir(hugsanlega endar þetta sem morð)................ég heyri fólk í kringum mig brjálað útaf þessum ummælum þessara tveggja manna....................skömm Þórs og Marinó er óendanleg
Siggi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:59
Ummæli Þórs og Marínós sýnir hvaða mann þeir hafa að geyma.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:01
Marínó G. Njálsson, Andrea Ólafsdóttir og Þór Saari er ekki á nokkurn hátt að réttlæta morðtilraun. Enginn Íslendingur mundi gera það. Enginn. Látið ekki eins og fífl í anda AMX sorans. Sýnið að þið eruð vitibornar manneskjur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:10
Haukur, það liggur maður í öndunarvél og Marinó og Þór gera úr því pólitíska yfirlýsingu. Þú ættir að skammast þín.
Páll Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 13:15
Núna í langan tíma hefur rikt svo mikil reiði í þjóðfélaginu að fólk segir ofbeldisfulla hluti sem það annars segir ekki eða hæfir þeirra skapgerð. Þetta er raunsæi í Þór Saari og sannleikur, þetta er það sem koma skal og ástandið mun versna. Án þess að gera lítið úr aumingja manninum sem liggur á sjúkrahúsi á gjörgæslu vegna þessa voðaverknaðar sem hann á engann hátt átti skilið á neinn hátt þá var hann fulltrúi þess sem fólk álítur nú óvin, fulltrúi fjármálafyritækja sem ganga á milli bols og höfuðs á fjölskyldum í landinu í tugatali á hverjum degi. Að stinga höfðinu í sandinn og þykjast ekkert skilja hvaðan þessi heift er komin mun ekki á neinn hátt verða þjóðfélaginu til bjargar
steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:30
Páll, þau voru ekki með pólitíska yfirlýsingi. Fremur að lýsa því ástandi sem leiðir til svona voðaverka og sú umræða er nauðsynleg. Þú ert ekki heimskur maður Páll, láttu því ekki eins og fífl.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:33
Þetta ofbeldisverk er ekki óvænt atvik á meðan stjórnmálamenn eins og Þór Saari og fjölmiðlafólk eins og Lóa Pind predika hatur og eggja áfram skuldarana í fáránlegum kröfum. Lóa Pind lysti því yfir á Stöð2 (fréttastöð Jóns Ásgeirs) í síðustu viku að allt yrði "vitlaust" ef bankarnir myndu voga sér að senda út óbreytta greiðsluseðla. Hvað er þetta annað en hótun. Hvernig væri að fara að segja þessum skuldurum að taka ábyrgð á eigin lífi og vinna fyrir hlutunum!
Ásgeir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:36
Steinunn! Er ekki allt í lagi? Þessi maður fékk lán fyrir hjóli sem hann borgaði aldrei af og kom því síðan undann þegar það átti að fara taka það af honum! Það er ekkert tengt þessari kreppu eða því ástandi sem hefur ríkt á landinu. Það hefði bara verið heiðarlegra hjá honum að stela hjólinu af götunni. Og þú og aðrir eru fljótir að fara vorkenna þessum manni og segja hann birtingamynd þeirra sem ílla hafi farið útur kreppunni. Nei alls ekki, aflið ykkur betur upplýsinga og hættið að lesa bara fyrirsagnir.
Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:38
Það eina sem þeir (M.G.N. og Þ.S.) eru að gera er að benda á hvernig ástandið er að þróast í þjóðfélaginu. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn, líkt og ætlast er til af ykkur sem hér skrifið. Meinsemd fylgir ofbeldi.
Kristinn (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:41
Haukur, það er ekki ,,ástand" sem leiðir til voðaverksins sem hér er til umræðu, heldur einstaklingur sem breytir peningaskuld í manndrápstilraun. Þór og Marinó reyna að réttlæta drápstilraun til að ná fram pólitískum ávinningi.
Páll Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 13:48
,,Ástandið" í þjóðfélaginu er sá hlutlægi veruleiki að innan við fimmtungur þjóðarinnar á erfitt með að ná endum saman annars vegar og hins vegar upphrópsfólk eins og Þór og Marinó sem réttlæta blóðsúthellingar í þágu skuldara.
,,Ástandið" fremur ekki voðaverk heldur einstaklingar, sem kannski eru svo skyni skroppnir að þeir hlusta á Þór og Marinó réttlæta ofbeldið.
Páll Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 13:53
Ég man eftir atviki þar sem manni sinnaðist við lögfræðing sem rak mál á hendur honum og sá fékk útrás með því að stinga göt á hjólbarðana undir bíl lögfræðingsins. Það hafði ekkert með málið að gera heldur virtist frekar vera óhamin útrás fyrir viðkomandi vegna vanmáttar eða reiði. Sama má segja um "hnífstungumanninn" í Lágmúlanum. Hann er ósáttur vegna einhvers máls og fær útrás með því að ráðast á einhvern sem í huga hans táknar andstæðinginn. Í þessu tilfelli var að sögn hending hver varð fyrir árásinni. Þetta segir mest um andlegt ójafnvægi gerandans og lélega reiðistjórnun en lítið um lögmenn eða málsatvik vegna skuldar. Þór Saari ofl. benda á að þegar örvænting og reiði magnast í þjóðfélaginu má búast við að fleiri "óstöðugir" missi stjórn á sér en ella og það er eðlilegt að svo fari. Hins vegar er enginn að mæla bót ofbeldisverkum eftir því sem ég best fæ séð en hins vegar nokkuð margir sem halda því fram og missa sig algjörlega í geðshræringu og móðursýkiskasti yfir eigin skinhelgi og skilningsleysi á íslensku máli.
corvus corax, 6.3.2012 kl. 14:05
Haukur og Steinunn Friðriksdóttir. Skammist ykkar!!
Umræðan hjá svo mörgum er á villigötum, þetta nær engri átt. Það réttlætir EKKERT morð, það er ekki hægt að skilja svona verknað. Ástandið
eitt það heimskulegasta sem ég hef lesið á ævinni er eftirfarandi: "Þetta er raunsæi í Þór Saari og sannleikur, þetta er það sem koma skal og ástandið mun versna" Steinunn Fririksdóttir
Vonandi er Steinunn ekki skyggn því það er vonandi ekki það sem koma skal að fólk æði um hábjartan dag og reyni að myrða saklaust fólk. Þetta er svo heimskt að það dæmir sig sjálft. Maður fyllist reiði að vita af svona fólki með álíka brenglaðan hugsunarhátt og Steinunn.
Við búum í siðmenntuðu samfélagi, hér gilda lög og reglur. Fólk sem reynir að "skilja" eða réttlæta svona verknað er illa sjúkt!
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:18
mér finst að sá ykkar sem er launahæstur ætti að bjarga mér. ég er öryrki og hef ekki efni á að búa á íslandi. ENGINN RÁÐAMAÐUR GERIR NEITT Í ÞVÍ ÞÓ ÉG BENDI Á AÐSTÆÐUR MÍNAR. MÉR ER SAMA ÞÓ EINHVER STJÓRNAMÁLAMAÐUR. ÉG GÆTI ALLTAF SAGT AÐ HANN ER EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞÁ SEM ÞURFA MEST Á ÞVÍ AÐ HALDA.
Bára Björg (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:18
Smekkleysan hjá Páli á sér fá takmörk.
Þvílík hálfvitaleg rangtúlkun, lágkúra og ógeðfelldheit...
hilmar jónsson, 6.3.2012 kl. 14:23
Hilmar þú átt bágt. Hvar er lágkúran hjá Páli? Ert þú einn þeirra sem "skilur" þetta og réttlætir? Það tel ég líklegt enda hafa skrif þín í gegn um tíðina bent til þess að þar fari maður sem á líklega við mikil vandamál að striða.
Læt þetta gott heita. Sumum er ekki viðbjargandi og lágmenningin hér á landi færist í aukana.
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:33
Ég held að vandinn hjá þessu fólki sé ekki siðblinda, heldur að það er búið að sannfæra sjálft sig um það að þeir sem skulda fé séu einhvers konar fórnarlömb þeirra sem lánuðu þeim féð og er orðið allsendis ófært um að gera sér grein fyrir að svo er alls ekki. Þetta sést t.d. glögglega á þeim orðum Marinós að í þessu máli sé "gerandinn" orðinn að "þolanda" og öfugt líkt og innheimta skuldar sé einhvers konar glæpur. Þetta fólk gefur sér fyrirfram að allar skuldir séu óréttmætar og að þeir sem lánað hafa öðrum peninga séu einfaldlega glæpamenn. Slíkur áróður gagnaðist oft hér í gamla daga þegar kóngar afskrifuðu skuldir sínar með því að fangelsa og drepa gyðingana sem lánuðu þeim fjármuni.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2012 kl. 15:07
Það er sorglegt hvað eigin forheimskun getur gert fólk að miklum fíflum eins og Baldur sem eys sora yfir Hilmar Jónsson sem hittir naglann beint á höfuðið. Það sést hér hve ótrúlega margir virðast kunna að lesa án þess að hafa minnsta lesskilning. Hvorki Þór Saari né aðrir hafa sýnt minnstu tilburði til að réttlæta þessa hörmulegu árás á lögmannsstofunni í gær. Hins vegar benda sumir á að hugsanlega sé komið fram úr þolmörkum fólks sem litla stjórn hefur á sjálfu sér eða aðstæðum sínum, andlegum og/eða fjárhagslegum. En sumum er ekki viðbjargandi og lágmenningin færist í aukana eins og nefndur Baldur lýsir sjálfum sér best. Reyndar væri honum og mörgum öðrum hollt að komast á námskeið í lesskilningi.
corvus corax, 6.3.2012 kl. 15:16
Það leysir engan vanda að etja saman skuldurum og skuldlausum.
Þeir skuldlausu eiga sér þá afsökun að þekkja ekki vandamálið af eigin raun.
Hinir sem skulda eru ekki aðeins að berjast í bökkum með greiðslur af stökkbreyttum lánum heldur mæta einnig hroka lánveitenda - og lagasetningum stjórnvalda í þeirra þágu.
Skeyti hér inn til fróðleiks upplýsingum af heimasíðu Lýsingar ( sem starfar á sama sviði og SP fjármögnun, heitin.)
Lýsing mun að óbreyttu senda viðskiptavinum greiðsluseðla vegna endurreiknaðra samninga. Unnið er að því meta áhrif dóms Hæstaréttar nr. 600/2011 og verða viðskiptavinir upplýstir síðar hvort og þá hvaða áhrif Lýsing telur dóminn hafa á endurreiknaða samninga félagsins.
Kolbrún Hilmars, 6.3.2012 kl. 15:30
Þór Saari og Marinó G. eru að notfæra sér þennan hörmungaratburð í pólitískum tilgangi. Það er augljóst.
Þór komst á þing vegna mikillar reiði almennings. Að öllu óbreyttu er þjóðin u.þ.b. að sparka honum út aftur. Marinó rær á sömu mið og vill inn í krafti reiðinnar. Meðulin sem þessir menn nota eru ógeðfelld
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2012 kl. 15:42
Það er alveg örugglega enginn að réttlæta þetta morðtilræði. En fólk er að benda á að ef til vill liggi hluti vandans í fyrirtækjum eins og Lýsingu og ágangi lögfræðinga sem ganga hart að fólki á vonarvöl.
Í því felst enginn upphafning á svona málum, heldur einungis verið að benda á hugsanlegar ástæður og með réttu. Endilega skjóta sendiboðana, það er okkar siður rörsýnin er alveg ofan í kokinu á íslendingum.
Og ég vil bara segja það að ef verið er að æsa upp til óláta, þá er það einfaldlega ekki hægt nema einhver ástæða liggi fyrir. Ég held að fjármálafyrirtæki og lögfræðistofur þurfi einfaldlega að líta í eigin barm og endurskoða afstöðu sína til þeirra sem þeir eru að kreista og kúga.
Vil svo að endingu senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til fórnarlambsins sem fyrir árásinni varð og fjölskyldu hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2012 kl. 15:45
Corvus.
Það eru eflaust einhverjir aðrir en ég sem þurfa námskeið í lesskilningi en margir er hér tjá sig þyrftu námskeið í mannasiðum og siðferði. Ég er þegn sem hefur upplifað tímanna tvenna, misst en komist aftur á fæturnar aftur án vandkvæða með vinnusemi og án reiði eða beiskju út í saklaust fólk. Unnið mig úr klemmu og hef það bara nokkuð gott sem betur fer í dag. Mér blöskrar hinsvegar fáfræðin og forheimskan sem birtist hjá mörgum en ítreka að sem betur fer er þetta ekki meginþorri þjóðar sem hugsar af álíka brenglun.
Mun ekki svara þér aftur enda ekki ómaksins virði, þín skrif dæma sig sjálf og eru fíflaleg.
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 15:52
Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Maður sem segir Takk Össur og bendir síðan á sök fólks úti í bæ er rót vandans. Með fullri virðingu fyrir vel meinandi fólki eins og þér.
http://www.visir.is/thor-saari--takk-fyrir-ossur/article/2011110528952
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 16:07
Eigi fyrir alllöngu birti Marínó efni póst sem hann hafði fengið frá ungum hjónum. Í stórum dráttum er málið þetta:
2004. 18'000'000. Íbúðarlán með 4.2% vöxtum + verðtryggngu.
2012 (janúar). 29'600'000 + 8'400'000. Eftirstöðvar lánsins + mánaðarlega greiðslur í 7 ár. Kostnaðurinn við lánið á 7 árum nemur því 20'000'000.
Þetta kalla ég mannréttindabrot. Svo segir einhver Ásgeir hér fyrir ofan, að skuldarar eigi að "taka ábyrgð á eigin lífi og vinna fyrir hlutunum."
Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 16:11
Var ekki búin að sjá þessa þakkarræðu til Össurar hálf kjánalegt að vatna músum yfir svona sleikjugangi. Það er auðvelt að segja sorrý þegar ekkert liggur á bak við. Hvar var hann )Össur) til dæmis þegar þetta Falun Gong mál var í gangi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2012 kl. 16:13
Réttlæting eða ekki réttlæting það er spurningin!
Þór segir að þessi atburður sé skiljanlegur, ekki að hann sé réttlætanlegur.
Ef einhver segir að það sé skiljanlegt að hungraður maður steli sér mat þá er hann ekki að réttlæta það athæfi.
Starbuck, 6.3.2012 kl. 16:39
Meðmælendur ofbeldis? Hvernig getur einhver skilið Þór Saari svona? Er fólk ekki í lagi?
Óskar Arnórsson, 6.3.2012 kl. 16:52
Sú umræða sem hér fer fram sannfærir mig um að umtalsverður hluti þjóðarinnar sé geðbilaður.
Skuggalegir tímar.
Karl (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:00
Vá, hvað þetta er óendanlega ógeðslega ósmekklegt að láta svona viðbjóð frá sér að einhverjir séu að réttlæta þessa morðtilraun......
Þessi færsla er klárlega sú allra ömurlegasta sem ég hef nokkurn tíman lesið á ævinni.
Hvernig er hægt að vera svona hrikalega ílla innrættur að láta sér detta svona viðbjóð í hug....
Hafir þú ævarandi skömm fyrir og allir þeir sem taka undir þessar ógeðslegu ávirðingar...
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:23
Sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Páll síðuhafi - Baldur - Siggi; auk fjölmargra annarra, sem kjósa að espa til óvina fagnaðar !
Ég hygg; að þið ættuð að grandskoða betur, hina hlið málsins, áður en þið takið að gaspra, niður til lánþega - sem og stuðningsmanna þeirra, eins og hinna ágætu Marinós G. Njálssonar, og Þórs Saari.
Þessi skefjalausi málflutningur ykkar, sem atyrði, blóðugri- og græðgisvæddri valdastéttinni íslenzku til málsbóta, missir gjörsamlega marks, þá þið nýtið þá vitsmuni ykkar, sem til staðar eru; örugglega, til endurskoðunar fyrri ályktana.
Haukur Kristinsson; fjandvinur minn !
Fremur; finnst mér þú vaxa nokkuð, að verðlaeikum og sæmd, með þinni drengilegu og skynsamlegu málafylgju, og er það vel, ágæti drengur.
Fornvinum mínum; þeim : Ásthildi Cesil Þórðardóttur - Nafna mínum Arnórssyni - Störnubúkka (Starbuck) - corvusi corax, auk annarra ýmissa, má alveg þakka, þeirra málafylgju, einnig.
Eigi að síður; með beztu kveðjum, úr utanverðu Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:30
Hvað gengur þér eiginlega til Páll Vilhjálmsson?
Þú fullyrðir að: ",,Ástandið" í þjóðfélaginu er sá hlutlægi veruleiki að innan við fimmtungur þjóðarinnar á erfitt með að ná endum saman annars vegar og hins vegar upphrópsfólk eins og Þór og Marinó sem réttlæta blóðsúthellingar í þágu skuldara."
Þetta er rakið kjaftæði Páll. Menn sem bera svona bull blákalt á borð fyrir þjóðina eru ómerkingar, ruglaðir menn - eða velkeyptir ritsóðar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:49
Marinó er eiginlega verri en Þór Saari, Hér . Svo geta menn velt fyrir sér aumingja lánþegunum, Hér
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2012 kl. 18:08
Týpískur netæsingur og læti í fólki. Hver er að réttlæta morðtilraun , ég skammast mín ekki neitt fyrir að tjá mína skoðun hér og ég hef enga samúð með árásarmanninum. Ég er einfaldlega að segja eins og Þór Saari að ástandð í þjóðfélaginu er eldfimmt og það munu verða fleiri voðaverk framin, þetta er stðreynd og æsingur og móðursýkisleg viðbrögð munu engu breyta um það. Í þjóðfélaginu ríkir engin sátt um neitt, reiðin ólgar í fólki, það talar um sprengjur og byssur og hver er réttdræpur. Það er auðvitað hægt að láta sem ekkert sé og leyfa þessu að halda áfram og versna eins og sumir greinilega vilja, "segja bara þetta lagast og þetta reddast" enda hefur það verið aðalviðbrögð á Íslandi til þessa en það mun ekki breyta því að fleira saklaust fólk mun verða á milli í þessari reiði þangað til stjórnvöld fara að bregðast við
steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:18
Það er þá í alvörunni til fólk sem bæði les AMX og vitnar í það sorp sem heimild um hinn heilaga sannleik......og segir frá því? (Gunnar th)
Hann er samt frábær punkturinn þar sem Sturla er gagnrýndur fyrir að gera grín að þeim sem fóru varlega og keyptu bara porche og hummer...hahahahaha
Það fer þeim vel í sjallaflokki að tala um bruðl og afskriftir óráðsíufólksins...
Voru það ekki eittþúsund og áttahundruð miljónir hjá Þorgerði Katrínu, bara þetta eina heimili.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:47
Held að síðuhöfundur hljóti að hafa gleymt að taka pillurnar sínar í dag... og svo snúa menn þessu upp í flokkapólitík. Djöfuls viðbjóður er þetta
Haraldur Rafn Ingvason, 6.3.2012 kl. 18:51
Komið þið sæl; að nýju !
Gunnar Th. Gunnarsson !
Gætir ekki; nokkurrar illkvitni, af þinni hálfu, í garð vinar míns; Sturlu Jónssonar ?
Sturla er ekki; né getur verið - neinn allsherjar mælikvarði þinn, minn; eða annarra, þegar til lánþega er vísað, svo sem.
Sem betur fer; höktir hann nú enn blessaður, en það er fyrir hans sjálfs dugnaðar sakir, en ekki annarra, Gunnar minn.
Líkt með þig; sem Pál síðuhafa, og fleirri ykkar, sem þykist skýjum ofar dvelja, og er reyndar vel, að þið lifið ekki við nein kotunga kjör, þið Páll, að öngvu að síður, mættuð þið alveg koma niður fyrir lágskýin, öðru hvoru, og skoða kjör þorra samlanda okkar; eða, ætti það ekki að vera í samræmi við þann gerfi- Kristna náungakærleika, sem Íslendingar fjölmargir, guma svo drýgindalega af, Austfirðingur vísi ?
Steinunn Friðriksdóttir !
Gagnlegar; sem þarfar mjög, þínar hugvekjur, ekki síður en annarra, margra.
Haraldur Rafn Ingvason !
Að minnsta kosti; hefir Páll síðuhafi átt betri daga til umþenkinga, en þennan líðandi, svo mikið, er þó víst, ágæti drengur.
Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:15
Að lesa skrif blindra íhaldsrugludalla er ótrúlegt, íslenskt þjóðfélag er ónýtt og ástandið á bara eftir að versna.
Páll (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 22:20
Sæl; á ný !
Páll (kl. 22:20) !
Hætt er við; að þú hafir nokkuð, til þíns máls, þar um, þó svo hinn ágæti þvergirðingur - og mér oftlega sammála nema nú; Páll síðuhafi, og aðrir nótar hans, kjósi að snúa sínum ásjónum, frá raunverulegum áttum, hins grimma veruleika, ágæti drengur.
Enn; sem fyrr - hina sömu kveðjur, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 23:18
hinar; átti að standa þar. Afsakið; Andskotans fljótfærnina, gott fólk.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 23:21
Sæll. Þú ert að "shoot the messenger". Þór hefur ekkert gert. Ef þessi atburður væri svona óskiljanlegur, þá væru morð og verra ekki daglegt brauð þar sem eymdin er orðin nógu mikil. Og ef fátækt og fylgisfiskar hennar aukast á Ísland verður Ísland eins og Harlem gamla og önnur fátækahverfi. Mannlegt eðli er eins alls staðar. Íslendingar hafa aldrei verið betri en aðrir, bara lifað við betri kjör. Og þetta veit Þór, og varar við hvernig mannlegt eðli virkar að eitthvað róttækt verði að gera ef hér á ekki að verða ófriðarþjóðfélag, eins og alls staðar þar sem mannréttindi eru fótum troðin af stjórnvöldum og mannvirðing engin. Hann er ekkert að réttlæta með að viðurkenna hvernig mannlegt eðli er og hefur alltaf verið og fyrirsjáanlegar afleiðingar fátæktar.
TR (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 00:07
Ég á varla til orð. Þessi færsla er algerlega út úr kortinu. Þór sagði meðal annars, "Voðaverk ber að fordæma og afsakanir gerenda með vísan til aðstæðna eru heldur ekki gildar, á þeim voðaverkum bera gerendur sjálfir einir alla ábyrgð."
Hvernig er hægt að skilja þetta sem einhverja réttlætingu á morðtilraun? Ég legg til að Páll lesi pistil Þórs aftur, því eitthvað hefur skolast til við fyrsta lestur.
Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 00:08
Megi blessaður maðurinn ná heilsu. Hann var fórnarlamb voðaverks í landi ógeðslegra valdníðsluflokka. Óþarfi að mistúlka þann sem lýsir voðaverkinu og lesa bara 1 setningu af ræðu hans.
Elle_, 7.3.2012 kl. 00:32
"Þór Saari og að því er virðist Marinó G. Njálsson réttlæta árásir á saklaust fólk"
Tilvitnun?
Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2012 kl. 07:59
Ekki að ég vilji mikið vera að vitna í DV.is en læt það flakka http://www.dv.is/frettir/2012/3/7/stort-stokk-fra-ovaeginni-umraedu-ad-vodaverki/
Frakkur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:29
Á einum stað í þjóðfélaginu reyna menn að skilja og réttlæta þetta voðaverk. Í bloggheimum. Stundum spyr maður sig, hvers vegna er ég að svara þessum skríl. (Mönnum eins og Hilmari, Corvax og álíka)
Staðreyndin er sú að á kaffistofum, heitapottum og annarssstaðar þar sem "eðlilegt" fólk er að finna þá fordæma menn slíkar gjörðir. Menn reyna ekki að skilja né afsaka ofbeldi með aðstæðum (sem eru reyndar stórlega ýktar til hins verra) Hér á landi er hópur sem eftir hrun hefur ekki nennt að vinna, hætt að borga og ætlast til þess að ríkið og samfélagið sjái um sig. Sá hópur fer stækkandi. Auðvitað eru svo einhverjir sem eiga bágt, vissulega en það afsakar ekki voðaverk né fær eðlilega siðmenntaða manneskju til þess að skilja þau!!!
Bloggarar eru spes hópur, margir sem hafa margt til síns máls að leggja en líka talsvert af rusli. Hef bent þeim hjá mbl.is áður að á ákveðna menn er best að loka - en þökkum fyrir að þetta er smár jaðar hópur af fólki sem á lítinn hljómgrunn í okkar samfélagi.
Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:30
Frábær grein frá Helga og þið net-siðleysingjar ættuð að skammast ykkar. Pakk
Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:33
Auðvitað er þetta slveg fráleitt hjá þeim Marinó og Saarí. Hvert eru þessir menn að fara eiginlega. Er samt í stíl við skrautlegan málflutning þeirra á undanförnum árum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2012 kl. 11:50
Sorglegt ef þú ert ekki læs, en það að segja að eitthvað sé "ekki ósskiljanlegt" þýðir ekki að maður réttlæti það persónulega. Þór Saari er heimsborgari, blóðlega tengdur til Finnlands og uppeldislega til Bandaríkjanna. Hann þekkir og skilur sam-mannlegt eðli og afleiðingar fátæktar, afþví hann er víðreistur, vellesinn og hámenntaður maður. Einungis heimóttarlegir sveitalubbar hlaupa upp til handa og fóta og væla "ó, nei!" í bláeygum fávitagangi ef einhver viðurkennir sögulegar staðreyndir og þykist ekkí fákunnugur mannlegu eðli, þó friðelskandi maður sé sjálfur og hafi aldrei beitt ofbeldi, líkt og Þór Saari. Og skammastu þín svo fyrir að reyna að ræða mann ærunni með þessum hætti. Þitt eigið mannorð er réttilega feigt fyrir vikið, enda eitt af boðorðunum tíu að bera ekki ljúgvitni gegn náunga sínum, og sameiginlegt öllum trúarbrögðum. Með því að gera Þór upp illar hugsanir með vísvitandi rangtúlkunum á orðum hans, ertu sekur um brot á því boðorði, og þar sem þú gerir þetta einungis afþví hann er ekki sam-flokkshundur þinn, geristu þar með sekur um grófustu tegund af pólítísku ofstæki og óumburðarlyndi í garð þeirra sem eru ekki 100% sammála þér í einu og öllu. Það segir svo mest um manninn sjálfan hvað hann þykist lesa milli línanna. Illa innrættir menn leita ávallt ljótleikans, jafnvel þar sem hann er ekki að finna, afþví hann endurspeglar þá sjálfa best.
Karl (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:45
Það á að eyða svona þvættingi eins og hjá hinum misvitra Karli hér að ofan.
Bendi mönnum hér á stórkostlegu grein.
http://www.visir.is/skilningsrika-folkid/article/2012703079957
Legg svo til ágæti síðuhöfundur að þú eyðir þessum óþverra sem misvitrir menn setja hérna inn og lokir á þennan skríl. Þetta er ógeðfellt og stundum skammast maður sín fyrir samlanda sína en sjaldan eða aldrei eins og núna. Slíkt á ekki að sjást.
Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 13:16
Margir hafa misst sig í tilfinningasemi og stóryrðum í þessari umræðu. Reynum að skoða þetta hlutlægt.
Það sem felst í málflutningi Þórs Saari er í rauninni nokkrar fullyrðingar sem leiða hver af annarri. Sú fyrsta er að mikill fjöldi fólks í samfélaginu hafi orðið fyrir miklu óréttlæti. Önnur er sú að mikil reiði ríki meðal fjölda fólks vegna þessa óréttlætis. Sú þriðja er að hin mikla reiði hljóti að leiða til ofbeldisverka. Svo heldur hann því fram að þetta sérstaka ofbeldisverk megi rekja til óréttlætisins og að mjög líklegt sé að fleiri slík ofbeldisverk muni eiga sér stað af sömu orsökum. Það má deila um sannleiksgildi allra þessara fullyrðinga en þær standast röklega séð og hljóma alls ekki ótrúlega. Hins vegar er ekki þar með sagt að Þór hafi rétt fyrir sér. Í þessu tilviki og öðru þar sem skemmdarverk voru unnin (á Álftanesi) virðist ekki vera um að ræða gerendur sem falla í þann flokk að geta talist týpískir þolendur meints óréttlætis. Það grefur undan málflutningi Þórs. Hitt er svo annað mál að Þór er frjálst að hafa þessa skoðun og tjá hana ef honum sýnist - og á ekki skilið að sitja undir þeim rætnu skrifum sem margir hafa látið frá sér fara hér.
Starbuck, 7.3.2012 kl. 15:21
Mikið er sorglegt að sja að mikið af fólki og það fullornu er bæði ólæst og skilur ekki sitt eigið tungumál !,eins og Þor Saari segir i pistlum sinum En eg helt að Páll Vilhjálmson væri það .þvi mer hefur fundist það þegar eg hef heyrt til hans i Sjónvarpi t.d. Þór Saari er ekki minn pólitikus og eg litið sóst eftir hans sögnum eða gerðum .þó eg viti mætavel að maðurinn er jafnvelgefin og Páll Vilhjálmsson En að ætla Þór Saari það að hann se að mæla bót ofbeldi á einhvern hátt frekar en nokkur annar Islendingur .er mer ómögulegt að koma inni minn ferkantaða !! Er eg þó buin að lesa alla þessa !"rosalegu pistla " hans af2 gefnu tilefni2 !! Ef fólk getur ekki skilið það sem Þór er að vara við hlutum sem hann telur að se komin að hættu mörkum og hann er bara alls ekki einn um það þvi lögreglan er farin að tala um þessi mál fyrir löngu !!..Bankamenn lika ...Blessaðir Lögmennirnir lika !! Fólk heyrir og skilur venjulega það sem það vill og það sannar allt hrunið og afleiðingar þess og framkvæmdir i framhaldinu her á Landi,sem er það sem Þór Saari talar um að nú se kanski komið að vissum skuldaskilum vegna framgöngu ákveðinna aðila við skuldara Og Hver er ekki buin að hugsa það sama eða ræða við næsta mann??? þó kanski hafi ekki margir skrifað um það i blöðin ..og þó!.! Ok ekki ætla eg að deila á nokkurs skoðanir og hafi hver þær á sinn hátt .EN LÁTIÐ YKKUR ÞÁ EKKERT KOMA Á ÓVART !!!... Eg er hvorki svartsyn eða með hrakspár !!.......En það er nokkuð til sem heitir ....heilbrigð skynsemi og alltaf gott að fylgja henni!!!! Gangi ykkur svo vel i Pollyönuleiknum ykkar .......gott fólk
Ragnhildur H.Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:25
Skál Ragnhildur.
Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:48
Starbuck, ofbeldisverkum hefur fækkað frá árinu 2008, smkv. Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræðingi. Þetta er því beinlínis rangt:
"... að hin mikla reiði hljóti að leiða til ofbeldisverka"
og
"..að mjög líklegt sé að fleiri slík ofbeldisverk muni eiga sér stað af sömu orsökum"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2012 kl. 16:36
Tek undir hér með Ragnhildi H Jóhannesdóttur. Ég hef hvergi lesið það að Þór eða Marinó hafi réttlætt slíkt ofbeldi sem varð á lögmannsstofunni og alveg með ólíkindum að setja málið á þann hátt fram. Ég og margir aðrir hafa hins vegar varað við því að ef sinnuleysi í aðgerðum til handa þeim sem eru á brami örvæntingar linnir ekki, má búast við stórslysum og þau eru orðin ansi mörg nú þegar. Hvað hafa margir tekið líf sitt undanfarið í kjölfar fjárhagserfiðleika? Það er ein myndin af hörmungum sem margir eru að ganga í gegnum og það er var/er bara tímaspursmál hvenær eitthvað annað og meira gerist. Hitt er svo annað mál að við vitum ekki hvað varð kveikjan að þessu ofbeldi sem nú er hvað mest til umfjöllunnar nema það sem hefur komið fram í fjölmiðlum og það er nú ekki alltaf allur sannleikurinn. Svona sleggjudómar um mann og annan eru ekki til að mæta ástandið.
Og Gunnar! sjálfsmorð eru ekki inni í þessum tölum Helga né heldur upplýsingar um af hverju ofbeldinsverkin eru framin svo um þetta er ekki hægt að segja út frá því.
Elskum friðinn.
(IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 17:56
Það er létt að sjá hvaða fólk er í lagi og hverjir ekki. Óhugnanleg þróun þetta í fólki ...
Óskar Arnórsson, 7.3.2012 kl. 18:32
Gunnar - gott innlegg í umræðuna en ég efast um að það sé hægt að draga sterkar ályktanir af þessum tölum um ofbeldisverk. Ég myndi vilja vita hvort það eru til einhverjar erlendar rannsóknir um tengsl þjóðfélagslegrar spennu og ofbeldis (ef það er þá hægt að mæla þetta af einhverju viti).
Svo ég segi mitt álit þá er mín tilfinning sú að það sé mikil spenna í þjóðfélaginu og það er mín skoðun að það séu meiri líkur á ofbeldisverkum þegar þjóðfélagsleg spenna er mikil.
Helgi Gunnlaugsson er á annarri skoðun en hann skoðar tölur um ofbeldisverk frá 2008, sér að þeim hefur fækkað og virðist draga annaðhvort þá ályktun að: spenna í þjóðfélaginu sé ekki meiri nú en fyrir hrun - eða: aukin þjóðfélagsleg spenna leiði ekki til fjölgunar ofbeldisverka. Það er hins vegar margt sem getur spilað inn í varðandi tengsl þjóðfélagslegrar spennu og ofbeldis. Ef við gefum okkur að hún sé mikil og hún leiti eftir útrás með einum eða öðrum hætti þá er hugsanlegt að hún hafi hingað til fengið útrás í öðru en líkamlegu ofbeldi, t.d. í mótmælum og bloggskrifum. Kannski mun hún áfram fá útrás með "friðsamlegum" hætti eða minnka af einhverjum orsökum - eða kannski hefur Þór rétt fyrir sér og þessi spenna muni í ríkari mæli leita sér útrásar í ofbeldi.
Ég verð þó að segja að mér finnst Þór hafa verið ansi fljótur á sér að draga ályktanir af þessum hræðilega atburði á lögmannstofunni.
Starbuck, 7.3.2012 kl. 18:33
Það er vissulega bæði spenna og reiði í þjóðfélaginu, en það stendur til bóta. Það styttist í kosningar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2012 kl. 19:02
Dálítið klikkuð umræða hérna. Allir þeir sem ekki hugsuðu "þar kom að því" þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað rétti upp hönd. Ef miðað er við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið.
Sigurður Sigurðsson, 7.3.2012 kl. 21:51
@Sigurlaug: "Sögusagnir um mikla fjölgun sjálfsvíga á Íslandi eftir efnahagshrunið eiga ekki við rök að styðjast, að sögn Högna Óskarssonar geðlæknis"
Sjá: Morgunblaðið 11. september 2011.
Hversemer (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:06
Hver sem er,,,,, skiptir einhverju máli hvað sérfræðingur segir, hafa þeir haft svo rétt fyrir sér undanfarið,,,,,,,,, ég á tvo sem tóku líf sitt, annar eftir að 26 ára lögfræðingur hirti af honum allar hans eigur,manns sem hefur unnið allt sitt líf hörðum höndum, hann gat borgað meðan hann hafði vinnu en eftir að hún fór var ekki að spyrja að leikslokum,
alveg sama hvað tölfræðin segir þetta er tveimur of mikið!
Opnið augun áður en þið fáið íslenskan Bergvik!
Sigurður Helgason, 8.3.2012 kl. 00:57
Ég er innilega sammála Þór Saari. Þeir sem ekki eru sammála mér og Þór Saari, lifa greinilega utan við raunverulega heiminn, sem almenningur á Íslandi býr við í dag.
Ég þakka fyrir að einn þingmaður (Þór Saari) hefur einhverskonar kjark/leyfi til að segja sannleikann, og styð ég hann í þessum skoðunum. Helgi Seljan varð sér til skammar í Kastljósi kvöldsins.
Ég þekki marga sem hafa tekið sitt eigið líf, vegna þess að bankarnir þurftu að lifa, og ekki voru til nægir peningar fyrir bæði bankana og almenning. Það er ekki ókeypis að lifa ofan jarðar. Af tillitsemi við aðstandendur nefni ég engin nöfn hér, en þau nöfn eru svo sannarlega til, því miður.
Það er víst einhverjum kerfisvilluráfandi svikafræðingum hentugt, að segja að það standist ekki opinberar skrár, að margir hafi tekið sitt líf, og að enn fleiri sundrast frá fjölskyldunni vegna bankaránsins, með hörmulegum afleiðingum.
Almættið algóða hjálpi því fólki, sem virkilega trúir því að hér á landi gerist ekki svona hræðileg sjálfsvíg, vegna fjármála-bankaránsins heimsfræga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 01:12
Skál Anna.
Baldur (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 11:16
mér finnst alveg ótrúlegt að heyra svona athugasemdir um fólk sem hefur misst allt sitt eins og Þorsteinn hér að ofan sem ælir úr sér viðbjóðnum. Íslendingar þola alveg erfiðleika, það er ekki það sem er að þjá fólk heldur óréttlætið, hvernig bankamenn mergsugu bankana að innan, reikningurinn er sendur á almenning og þessir sömu bankamenn sitja nú og innheimta. Það er það sem er að orsaka þessa reiði ekki erfiðleikar. Það er margt verra í lífinu en að verða blankur eða missa húsið sitt. En sviðandi verkur óréttlætisins er erfiðara að græða og það er hann sem er að sundra þessarti þjóð.
steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 18:34
Hversemer!!! ég sagði ekkert um fjölgun sjálfsmorða í tengslum við þetta hins vegar veit ég um allnokkra sem gert hafa slíkt vegna þess því miður og það er sárara en allt sem sárt er. Og þá má sennilega reikna með að um fækkun hefði verið að ræða er það ekki, ef allt væri sæmilega normal?
(IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 20:54
Ég held að það væri til mikillar gæfu ef fólk myndi draga djúpt andann og gera eitthvað annað en að setjast við tölvu og blogga. Vitaskuld voru þessi orð óheppileg og vanhugsuð. Ég hef sagt ýmislegt í gegnum tíðina sem var óheppilegt og vanhugsað, en fólk í kringum mig hélt sönsum. Gerum það einnig.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.