Mánudagur, 5. mars 2012
Bandalag Guðlaugs Þórs og Steingríms J.
Guðlaugur Þór Þórðarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf pólitískan stuðning við brottrekstur Gunnars Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins með fjölmiðlaviðtölum í síðustu viku. Guðlaugur Þór sagði Gunnar hafa lekið upplýsingum um fjármálavafstur sitt til fjölmiðla.
Með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum gekk Guðlaugur Þór í bandalag með Steingrími J. allsherjarráðherra sem vill losna við Gunnar úr forstjórastól Fjármálaeftirlitsins til að geta ráðstafað því að vild. Þá kann Steingrímur J. Gunnari litlar þakkir fyrir afstöðu hans í málefnum sparisjóðanna.
Yfirlýsing Gunnars í dag um að Guðlaugur Þór hafi staðið á bakvið aðförina að sér sem hófst með Kastljósþætti í nóvember er að því leyti trúverðug að Guðlaugur Þór er náinn helstu auðmönnum landsins enda gekk hann þeirra erinda fyrir hrun. Guðlaugur tók að sér að fella Björn Bjarnason þáverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2007. Guðlaugur hefur ekki gefið upp hverjir studdu hann með framlögum í þeirri baráttu.
Bandalag við spilltasta hluta Sjálfstæðisflokksins þar sem skápurinn er sneisafullur af útrásarbeinagrindum er stjórnviska af hálfu Steingríms J. í ætt við ESB-svikin.
Telur Guðlaug hafa lekið gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er Sjóvá annað en bandalag Bjarna og Steingríms?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:58
Þetta er rétt getið hjá þér. Bandalagið sést t.d. á því að Steingrímur setti Guðrúnu Ragnarsdóttur (sem Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór létu fá framkvæmdastjórastarf í Lánabanka námsmanna að launum fyrir stuðningsáróður við einkavæðingu heilbrygðiskerfisins) sem formann stjórnar Bankasíslunnar!!!
Almenningur (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.