Sunnudagur, 4. mars 2012
Ólafur Ragnar er hafinn yfir flokkspólitík
Stjórnarskráin er í uppnámi vegna atlögu umboðslausra vinstriflokka að stjórnskipuninni. Á alþingi er ekki starfhæfur meirihluti nema að nafninu til. Ný stjórnmálaöfl koðna niður rétt eftir fæðingu. Eftir næstu kosningar er fyrirsjánlegt vandræðaástand þar sem gæti reynt á myndun utanþingsstjórnar.
Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að hafa sjóaðan stjórnmálamann á Bessastöðum, sem hafinn er yfir flokkspólitík. Og það verður ekki af Ólafi Ragnari tekið að í Icesave-málinu reyndist hann þjóðinni vel og svo gott sem gelti Jóhhönnustjórnina sem hann þó bjó til vorið 2009.
Ólafur Ragnar er réttur maður á réttum stað á forsetastól lýðveldisins.
Ólafur Ragnar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 15:36
Skondið að maðurinn sem rétt í þessu var að opinbera einhverja flóknustu og stórbrottnustu samsæriskenningu sem heyrst hefur lengi ( í Silfrinu ) Skuli greina nú greina áframhaldandi framboð Ólafs sem: Hafinn yfir flokkapólitík.
Þú ert sennilega einhver fyrirsjáanlegasti íhaldsplebbinn á blogginu Páll, og er þó af allnokkru að taka.
hilmar jónsson, 4.3.2012 kl. 16:25
Sammála þér Páll.
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:10
guð hvað ólafur ragnar hlýtur að vera feginn því að eiga marga einfeldinga eins og þig að páll þegar á þarf að halda.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 18:14
Það sem skiptir máli er: að vera réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma.
Ef einn þátt af þessum þremur vantar, eru hinir tveir einskis virði.
Kolbrún Hilmars, 4.3.2012 kl. 18:32
Það er ákveðið skemmtanagildi í því að fylgjast með flogaköstum Samfylkingarmanna.
Þvílík reiði, þvílíkur fúkyrðaflaumur, þvílíkt hatur.
Auðvitað stjórnast þessar tilfinningar fyrsty og fremst af þeirri staðreynd, að enginn, ekki nokkur frambjóðandi sem er Samfylkingunni þóknanlegur, á séns á embættinu.
Reiðin, hatrið, og fúkyrðin beinast þó ekki bara að Ólafi, heldur meirihluta þjóðarinnar, sem vill halda í Ólaf.
Grunnrótin að þessu hatri, þessari reiði og þessum fúkyrðum, er sú staðreynd, að þjóðin ætlar ekki að láta þessa litlu spilltu Samfylkingarklíku ráðskast með framtíð þjóðarinnar, ekki lengur. Fylgið hrynur af Samfylkingum og litla Vg brotinu. Það er ástæða fyrir því. Þjóðin hefur fengið upp í kok. Ólafur er hluti af vörninni gegn þessu liði.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 18:52
Rétt Kolbrún, réttur maður á réttum stað á réttum tíma.
Hilmar tek algjörlega undir þetta. Það er nánast brandari að hlusta á þetta fólk viti sínu fyrrt af hatri og reiði. Var einmitt að horfa á Þórhildi í Silfrinu tala um leikrit. Meira að segja samsæriskenningu um að Dorrit hefði verið klædd til að klifra yfir girðinguna til mótmælenda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 19:06
Ójá, þeir fylla 25-30% stuðninginn við þessa núverandi velferðarstjórn eru reiðir. Hinir sömu gleyma því að hin +70% - sem eru að stórum hluta hinn þögli meirihluti - eru ÞEIM SJÁLFUM reiðir.
Þessi litli minnihluti, varla þriðjungur, les ekkert nema bloggið, blaðrar hvað uppí annað, og hefur ekki hugmynd um hvað alvöru fólk úti um allt þjóðfélag er að hugsa.
Kolbrún Hilmars, 4.3.2012 kl. 19:21
Nákvæmlega þau eru algjörlega úr sambandi við þjóðina sína þetta fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:08
Ég verð að hæla Páli fyrir skemmtileg tilþrif í Silfri Egils í dag. Páll hefur hæfileika til að sjá atburði frá nýjum og óvæntum sjónarhornum. Nú á tímum samsæriskenninga er Páll mjög frambærilegur.
gangleri (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:13
Páll skrifar;Ólafur Ragnar er réttur maður á réttum stað á forsetastól lýðveldisins.--Hér hefði verið nóg að segja;...réttur maður á forsetastól lýðveldsins. Það virðist óþarfi að tilgrein á nákvæmlega hvaða stað á stólnum forsetinn er.=).
gangleri (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:17
Satt og rétt hjá þér Gagnleri minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:22
Ég vil Helgu Björk sem forseta. Hún er rétt kona á réttum stað og tíma - alltaf.
http://www.youtube.com/watch?v=scUBCvDvk5k
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:55
Sammála Elínu. Ég vil sjá Helgu Björk sem forseta. Við þyrftum ekki að ráða í ummæli hennar, við vitum hvað hún stendur fyrir. Það væri gaman að sjá hana móta starfið.
Anna María (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 22:10
Þakka þer Páll fyrir góða takta i Silfrinu i dag ....Og svo ætla eg að þakka Forsetanum fyrir að ætla búa enn með oss og verja áföllum .!Hann er örugglega búin að búa sig undir og gera upp við sig að leyfa þeim hluta Esb vina og fl góðra mann að afhjúpa sig i æsingu við þessa ákvörðum sina !!. Þvi það vita allir sem vilja vita eða ekki að það fer ekkert framhja Forsetanum og það skjálfa margir á" Báðum beinunum" núna !! .OG..það er vel ..............
rh (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 23:34
Ég hef nú aldrei kosið Ólaf en ég reikna með að gera það núna.
Ég er ekki alveg búinn að sjá hver annar hefði haft þá djörfung að bera Icesave undir þjóðaratkvæði.
Getið þið nefnt einhvern?
Landfari, 5.3.2012 kl. 00:22
mikid er eg sammala ter Landfari, hver nnar hefdi stoppad af helferdarhyskid
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 03:06
Mín kenning um afhverju hann setji fyrirvara fyrir hvað hann verði lengi: Ólafur er nauðsynlegt neyðarúrræði fyrir þjóðina, nauðsynlegur varðmaður á viðsjárverðum tímum. Ef stjórnlagaþingi tekst að eyðileggja alveg vald hans og gera marklaust, og gera þjóðina óvarða þegna alvaldrar ríkisstjórnar, án undankomuleiðar, verður væntanlega tilgangslaust fyrir hann að sitja áfram. Stjórnarskrárbreyting er í sjálfu sér góð, sé hún framkvæmd af fólki sem veit sínu viti, með sannan lýðræðisanda að leiðarljósi, eins og gert var í BNA og Frakklandi. Sé nefndin sem þetta gerir einfaldlega undirsátar ríkjandi valdhafa, sem eru leppar annarlegra afla sumir hverjir, þá er um allt annað mál að ræða og hættulegra, og í raun verið að hæðast að lýðræðinu. Í stjórnlagaráði er gott og vandað fólk, í bland við stórhættulega og andlýðræðislega aðila...Þjóðin verður að stöðva þessa þróunn til varnar lýðræðinu! Látið ekki blekkjast!
Clear Thinking (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 05:36
Þetta er rakalaust kjaftæði hjá þér Páll, furðusamsetningur og fáfengi:
1. Stjórnarskráin er í uppnámi vegna atlögu umboðslausra vinstriflokka að stjórnskipuninni. > Það er íslenska þjóðin sem kýs nýja stjórnarskrá, þá og þegar hún er tilbúin. Ekkert #uppnám# þar á ferðinni.
2. Á alþingi er ekki starfhæfur meirihluti nema að nafninu til. Ný stjórnmálaöfl koðna niður rétt eftir fæðingu. > Þetta er blautur draumur mafíuFLokksins. Er ekki Landsdómur að hefjast yfir vonarstjörnunni þinni núna kl. 09:00?
3. Eftir næstu kosningar er fyrirsjánlegt vandræðaástand þar sem gæti reynt á myndun utanþingsstjórnar. > Einmitt það já? Og á útrásarklappstýran ORG að mynda þá utanþingsstjórn? Talsmenn Radda fólksins fóru á fund ORG í mars 2009 og kröfðust þess að þjóðin fengi utanþingsstjórn. Þú sérð efndirnar!
4. ....sem hafinn er yfir flokkspólitík(!) > Það er utopia fáránleikans að kalla stjórnmálafræðidoktorinn og FLokkaflakkarann ORG #hafinn yfir flokkspólitík# ORG er íslenski fjórFLokkurinn holdi klæddur.
5. það verður ekki af Ólafi Ragnari tekið að í Icesave-málinu reyndist hann þjóðinni vel. > Enn eitt kjaftæðið hjá þér. Það var íslenska þjóðin sem reyndist sjálfri sér vel í IceSave-málinu. 60.000 kjósendur voru þungi sem ORG réði ekki við. Hann var nauðbeygður til að fara að vilja þjóðarinnar í tvígang - það er lýðræði Palli minn en ekki einræður Starkaðar eins og tíðkast hjá þér.
6. Ólafur Ragnar er réttur maður á réttum stað á forsetastól lýðveldisins. > Þú hefur greinilega ekki lesið 8. bindi Rannsóknarnefndar Alþingis, um hlut forseta Íslands í Hruninu (enda slík lesning ekki æskileg í Hádegismóum):
"Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.
Útrásarmenn urðu tíðir gestir í boðum á Bessastöðum og jafnvel voru skipulögð sérstök boð fyrir þá í þágu viðskipta þeirra. Forsetinn varð mjög áberandi sem boðberi útrásarinnar. Í bókinni Sögu af forseta eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing segir: „Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni haldið fjölda fyrirlestra og talað um íslensku útrásina í viðtölum við fjölmarga fulltrúa erlendra fjölmiðla, blaða, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og viðskiptatímarita.“731 Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin, Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar.732
Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum? Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera"
(Rannsóknarnefnd Alþingis: II.4 Hlutur forseta Íslands)
Og þetta skoffín kallar þú #réttan mann á réttum stað á forsetastól lýðveldisins#!
Þessi aumu leigupennaskrif þín, Páll Vilhjálmsson, segja allt sem segja þarf um rökfærslur þínar og siðferði. Þú ert ekki Íslendingur, ræksnið þitt, þú ert útrásarauppklappsstýrufroðusnakksaumingi.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 08:26
Veikur maður ert þú Hilmar Hafsteinsson.
Þín skrif hér að ofanverðu eru þér og þínum til skammar og ættir þú að biðja bloggareiganda afsökunar. Þú getur bara borið því við að þú hafir verið í annarlegu ástandi, og hafir gleymt að taka inn lyfin þín.
Svona skrifar maður ekki nema veikindi liggi að baki.
Góðan bata Hilmar, og fallegri ritstíll skaðar ekki.
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:11
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:11: Nafnleysinginn "Jóhanna" er með sjúkdómsgreiningarnar á tæru.
Þið útrásaruppklappspakkið og "ríkið það er ég" forsetadýrkendur ættuð að forðast Kleppsveginn næstu misserin. Þið eruð alvarlega veruleikaskert og verðugir fulltrúar gamla Íslands.
Hins vegar fer e.t.v. vel á því að siðleysingjarnir á Íslandi hópist um gamla Bessastaðasiðleysingjann, með DO og Obb, obb, obb í fararbroddi - ásamt vitleysingunum á útvarpi Sögu.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:45
Hilmar! ég er ekki nafnlaus. Ég heiti Jóhanna eins og þú heitir Hilmar. en ég segi enn og aftur: Hilmar taktu lyfin þín.
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:59
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:59: Svo daman heitir bara Jóhanna? Hvar er föðurnafnið?
Ég tek ekki lyf Jóhanna(?). Hins vegar skil ég mæta vel að það sem tungunni er tamast er hjartanu næst.
Þið útrásaruppklappssiðleysingjarnir og Back-to-'08 vitleysingarnir þrífist auðvitað ekki án öflugra lyfja - í maga og æð.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:16
Hilmar, já, ég heiti Jóhanna því er ég ekki nafnlaus. ég gæti verið Jóns-Sigurðar-Guðmunds eða bara Ólafsdóttir. Skiftir engu máli en nafnlaus er ég ekki. Hvað mitt faðerni er kemur þér ekki við, eða neinum öðrum. Og það er rétt hjá þér þetta með lyfin. Ég tek lyf við háþrýstingi þegar mér verður á að lesa svona komment eins og frá þér. En það breytir ekki því, ef þú tekur engin lyf þá þarfnast þú þeirra. Það sést á skrifum þínum.
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:31
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:31 : Það er aumur Íslendingur sem vill ekki kannast við faðerni sitt - og í einstaklega samstæðum takti við útrásaruppklappsstýrudýrkunina þína.
Slepptu háþrýstingslyfjunum og rifjaðu upp þekkinguna á forfeðrum þínum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.