Krónan fær heilbrigðisvottorð: elítan er ónýt

Óvinir íslensku krónunnar eru ónýta elítan í stjórnmálum og atvinnulífinu sem ber ábyrgð hruninu. Gylfi Arnbjörns hjá ASÍ, Vilhjálmur Egils hjá SA, Samfylkingin eins og hún leggur sig, fáeinir þingmenn Sjálfstæðsflokksins og önnur fyrirbæri níða skóinn af krónunni til að draga athyglina frá eigin handvömm.

Martin Feldstein hagfræðingur gefur krónunni heilbrigiðisvottorð, það gerir Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman einnig og Martin Wolf hjá Financial Times segir sömuleiðis að krónan sé besti gjaldmiðill Íslendinga.

Á meðan ráðamenn hér á landi tala niður krónuna og vilja koma henni fyrir kattarnef er ekki við því að búast að traust á gjaldmiðlinum aukist.


mbl.is Ísland þarf ekki að kasta krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birting á veðbókarvottorðum þingmanna gefur manni glögga mynd af því fólki sem sækist eftir starfinu.

Almennt virðist þetta fólk vera fremur ábyrgðalaust í fjármálum sínum, og hirða lítt um hluti eins og hóflega skuldsetningu og hógværð í fjárfestingum.

Sýndarmennska og snobb hefur dregið ýmsa út í ógöngur í fjármálum. Þessu fólki er mikið í mun að draga athyglina frá eigin glæfrum, og krónan er ákjósanlegt fórnarlamb.

Þetta á auðvitað líka um atvinnurekendur, bankamenn og síðast en ekki síst, stjórnendur lífeyrissjóða, sem umgangast fé annarra með álíka hirðu- og kæruleysi.

Samanlagt hafa þessar stéttir keyrt íslenskt efnahagslíf í þrot. Það er útaf fyrir sig eðlilegt að vanhæft fólk kenni einhverju öðru eða öðrum um eigin vanhæfni, en verra er að stór hluti almennings virðist annað hvort þjást af sömu eiginleikum eða hafa ekki næga greind til þess að greina á milli orsakavalda.

Það er ekkert að íslensku krónunni, nema að vera stjórnað af vanhæfum einstaklingum, sem ekki kunna fótum sínum forráð, og þjáist af sýndarmennsku, snobbi og tækifærismennsku.

Evran leysir ekki það vandamál, heldur myndi leiða okkur á braut Grikklands.

Lausnin er ekki evran, heldur að fólk taki upplýsta og ábyrga afstöðu, þegar valið er til þings.

Ábyrgir, forsjálir og aðhaldsamir þingmenn eru grundvöllur að velferð. Þeirra er að setja reglurnar sem ábyrgðalausir kjánar neyðast til að fara eftir.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 10:30

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er gott að vita að atvinnurekendur hafi keyrt efnahagslífið í þrot. Lausnin er þá væntanlega að leggja atvinnulífið einfaldlega niður og taka upp hreinan ríkissósíalisma, eða hvað?

Þótt einhverjir kjaftaskar sem lítið þekkja til mála hér haldi því fram að við hefðum farið verr út úr kreppunni án krónunnar er lítið mark á slíku takandi, einfaldlega vegna þess að það gleymist að hrun krónunnar var nú einmitt orsök þessarar sömu kreppu!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2012 kl. 10:57

3 identicon

Það er ljóst að hluti hagfræðinga þarf endurmenntun.

Góð byrjun væri að láta þá hafa litabækur, þær sem bjóða upp á að tengja saman punkta, til að draga fram þá mynd sem þeir til saman mynda.

Til að draga hagfræðinga í dilka, og meta hverjir þurfa á endurmenntun að halda, er rétt að leggja fyrir þá spurninguna, hvaða þátt átti íslenska krónan í hruni Grikklands og Írlands, auk þeirra evrulanda sem eru á brúninni.

Nærsti kúrs gæti verið áhersla á orsökum og afleiðingum. T.d. hvaða afleiðingar gætu orðið á óhóflegum erlendum lánum fyrir efnahagskerfi. Hvaða afleiðingar óhófleg skuldsetning heimila og fyrirtækja geti leitt af sér.

Þriðji kúrsinn gæti svo verið um gildi sparnaðar. Í þessum þætti mætti útskýra af hverju þýsk fyrirtæki fá aldrei 100% lán fyrir fjárfestingum.

Að þessum kúrsum loknum, má gera ráð fyrir að tilfinningaþrugið kjaftæði um ríkissósíalisma heyri sögunni til, þegar atvinnulíf verður fyrir réttmætri gagnrýni.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 11:24

4 identicon

@ Þorsteinn Siglaugsson - Hvernig getur þú sagt að hrun krónunnar hafi verið orsök þessarar efnahagskreppu. Þegar að það var öfugt að það var efnahagskreppan sem varð til þess að krónan féll. að sumu leiti átti hún fyrir löngu að vera búinn að gefa eftir því að í mörg ár var hér haldið uppi allt of hárri krónu sem leiddi til falskra lífskjara sem þjóðin varð svo að borga til baka með dráttarvöxtum við bankahrunið.

En er þá ekki líka hægt að kenna krónunni um efnahagsöngþveytið í EVRU ríkjunum ? Er það þá ekki krónunni að kenna að helmingur ungs Fóliks á Spáni gengur um atvinnulaust og atvinnuleysi á landsvísu er að nálgast 25%.

Er það þá ekki líka krónunni að kenna að 33% fólks í ESB löndum er talin lifa undir eða við fátæktarmörk og hefur eymdin á þeim bæ aldrei mælst meiri ?

Að kalla svo þessa þekktu hagfræðinga og nóbelsverðlaunahafa bara einhverja "kjaftaska" út í bæ, lýsir nú bara tómum hroka.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:25

5 identicon

krónan var löngu fallin áður en neyðarlögin voru sett haustið 2008. enda auðvelt fyrir "hrægammanna" í ástandinu mánuðina á undan neyðarlögunum að moka inn seðlum á þessum ónýta gjaldmiðli með skortstöðum, afleiðum, skuldavafningum o.sv.fr. o.sv.fr..

fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 14:27

6 identicon

Krónan ein og sér gerir ekki neitt. Hún er einfaldlega mælitæki á það hvernig efnahagur þess hagkerfis sem hún stendur fyrir er staddur.

Svipað og að stinga hitamæli upp í krakka og kenna svo hitamælinum um að krakkinn sé kominn með yfir 40° hita. Það vita allir að hitamælirinn segir bara til um stöðuna, en er ekki valdur að hitanum. Það eru allt of margir sem sjá ekki muninn. Það er grafalvarlegt mál þegar lukkuriddiarar á borð við Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson virðast halda að krónin sé rótin að vandanum.

joi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 15:16

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@joi Auðvita er skipt um hitamæli, og lögheimili svona í leiðinni, enda eru eintómir Þorsteinar Sigurlaugssynir, Gylfar Arnbjörnssynir og Vilhjálmar Egilssynir á sveimi í hagstjórninni. Það er viðurkennnd kenning meðal hagfræðinga að krakkinn geti ekki fengið hita.

Eggert Sigurbergsson, 2.3.2012 kl. 15:32

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Krónan margfaldaði tjón almennings af bankahruninu.
 
Ef Íslendingar hefðu haft evru eða dollar í stað krónunnar þegar bankarnir hrundu:
 
- Hefðu líkast til verið starfandi útibú erlendra banka á Íslandi sem hefðu haldið áfram starfsemi eins og ekkert hefði í skorist þegar íslensku bankarnir hrundu.
 
- Hefði ekki skollið á gjaldeyriskreppa sem stórskaðaði utanríkisviðskipti Íslendinga.
 
- Hefði þjóðarframleiðsla Íslendinga ekki minnkað um ca. 40% á fyrsta árinu eftir hrunið mælt í alþjóðlegum myntum. Líkast til frekar um 10% sem var hlutur bankanna í þjóðarframleiðslunni fyrir hrun.
 
- Hefði verðlag ekki hækkað um 40%.
 
- Hefðu gengistryggð og verðtryggð lán einstaklinga og fyrirtækja ekki hækkað um 30-100%.
 
- Hefðu Íslendingar ekki þurft að leggjast á hnén til að biðja AGS og nágrannaríki um gjaldeyrislán.
 
- Væru Íslendingar ekki að borga miljarðatugi ef ekki meira árlega í vexti af lánum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.
 
- Hefði fjöldi fyrirtækja ekki orðið tæknilega og mörg raunverulega gjaldþrota vegna gengishrunsins.
 
- Mun færri hefðu misst vinnuna vegna þess að mun færri fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota.
 
 
Bankahrunið var mikið áfall fyrir efnahagslíf Íslendinga. Gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið og afleiðingar hennar ollu margfalt stærra áfalli, sérstaklega fyrir almenning.
 
Þess vegna er með ólíkindum að einhverjir skuli nú koma fram og lofa kosti krónunar við að takast á við áfallið sem var að miklu leyti tilkomið einmitt vegna krónunnar.
 
Jón Sigurðsson í Össur orðaði þetta þannig að þeir sem þökkuðu krónunni fyrir endurreisn efnahagsins eftir hrunið, væru að þakka brennuvarginum fyrir aðstoð við slökkvistarfið.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.3.2012 kl. 22:36

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Finnur "Ef Íslendingar hefðu haft evru eða dollar í stað krónunnar þegar bankarnir hrundu:" Ef íSlendingar hefðu haft Evru í stað krínu, þá værum við á sama stað og Grikkir.

" Hefði ekki skollið á gjaldeyriskreppa sem stórskaðaði utanríkisviðskipti Íslendinga." Við höfum flutt meira út síðustu misserin og því innflutningur/útflutningur heilbrigðari

"- Hefði verðlag ekki hækkað um 40%." Annað hvort hefðum við tekið þetta út í enn meira atvinnuleysi eða lægri launum en verðlagið hefði haldið sér eins og Grikkir

"- Hefðu Íslendingar ekki þurft að leggjast á hnén til að biðja AGS og nágrannaríki um gjaldeyrislán." Hvað hafa mörg Evrulönd fengið aðstoð frá AGS?

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.3.2012 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband