Fimmtudagur, 1. mars 2012
Steingrímur Robespierre
Byltingarmaðurinn Steingrímur J. skoraði tvennu í dag. Maðurinn sem Steingrímur barði fyrir að taka ekki tilboði VG um ríkisstjórn vorið 2007 situr áfram á sakabekk fyrir pólitík. Annar maður, sem taldi sig vera embættismann hins opinbera, fékk að kenna á böðulshætti Steingríms allsherjarráðherra og missti vinnuna í morgun - vegna þess að hann var fyrir.
Steingrímur J. er leiðtogi byltingarstjórnarinnar sem nú situr í eigin þágu en í óþökk almennings. Þegar gagnbyltingaröflin ná vopnum sínum beinist sameinuð andstyggð almennings og stjórnarandstöðu hvorki að ellilífeyrisþeganum né trúðnum í Samfylkingunni heldur að þeim sköllótta Steingrími.
Eins og Maximilien Robespierre mun Steingrími J. ekki klæja í kollinum á gamals aldri.
Fara þarf yfir fyrirkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur fer augljóslega fyrir Landsdóm þegar þessi hörmulega ríkisstjórn fellur.
Eftir atburði dagsins á Alþingi er óhjákvæmilegt að sækja manninn til saka fyrir Icesave, meðferð almannafjár þ m t fjáraustur til fyrirtækja sem hann tengist og heimahéraði hans.
Karl (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 15:47
Úff.
Alltaf þegar maur heldur að þið sjallar komist ekki lægra - þá kemur nýtt low.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2012 kl. 15:56
Maurarnir eru svo þunnir. ....
Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2012 kl. 16:18
Af hverju kærir engin Steingrím? - Varla er landið orðið það mikið einræðisríki að slíkt gangi ekki.
Sólbjörg, 1.3.2012 kl. 17:51
Myndin er farin að skýrast.
Ef menn skoða tengslin, Ástráður stjórnarformaður FME, VG maður, tengist flokkseigendafélaginu mjög sterkum böndum, Steingrímur J og síðast en ekki síst, DV, flokksmiðill VG.
Steingrímur og Ástráður funduðu um það hvernig þeir geta farið að því að losna við Gunnar. Framhaldið varð pólitískt klúður og fyrirsjáanleg afsögn Ástráðs og stjórnar FME, auk þeirra pólitísku niðurlægingar sem Steingrímur þyrfti að þola.
Upp er sett plott. DV er látið birta ómerkilegar upplýsingar um Guðlaug Þór Þórðarson, Sjálfstæðismann, og nokkrum dögum síðar, er Gunnar rekinn fyrir að "ná í ólöglegar upplýsingar" frá Landsbankanum.
Steingrímur J og fasistarnir í VG hafa náð nýjum botni í mafíustarfseminni, og skirrast einskis. Pútín er fermingardrengur við hliðina á þessari mafíu.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 17:55
Löngu orðið ógnvekjandi með Steingrím. Maðurinn er í alvöru hættulegur stjórnmálamaður. Og enginn getur stoppað hann. Kallast það friðhelgi eða hvað veldur?
Já, ótrúlega pirrandi og slepjulega þunnir, Helga. Skilja kannski ekkert nema ´alræmdir hægri öfgamenn´ og ´Sjallar´ hitt og ´Sjallar´ þetta. Undan hvaða steini??
Elle_, 1.3.2012 kl. 20:50
Össur er samt ekkert saklausari.
Elle_, 1.3.2012 kl. 21:04
Hárrétt Elle, Steingrímur er örugglega mikið hættulegri en flesta grunar, hann á örugglega eftir að færast í aukanna ef hann fær að halda áfram óáreittur . Spyr mig líka í forundran getur enginn eða þorir enginn að stoppa hann. Er að upplifa hvernig það gerist í löndum að ógnarstjórnir ná heljartökum á þjóðum án minnstu mótspyrnu.
Sólbjörg, 1.3.2012 kl. 23:02
Ógnarstjórn, já. Óhugnanlegar hugsanir ná (heljar)tökum á manni um hann og það fer um mann. Þú og Hilmar lýsið honum/þeim vel að ofan.
Elle_, 1.3.2012 kl. 23:38
Og Karl líka.
Elle_, 2.3.2012 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.