ESB blekkir: viðræðulok eru þegar þjóðin vill kyngja samningi

Yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir í einu orðinu að samningur geti verið tilbúinn á næstu misserum en í hinu orðinu að tæplega sé hægt að klára sjávarútvegsmálin fyrr en endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB ljúki - og það geti tekið nokkur ár.

Evrópumsambandið færi ekki í fundarherferð um Ísland nema til að fá aukinn stuðning við aðild. ESB lætur Capacent Gallup mánaðarlega mæla stuðning við ESB-aðildina. Ef ESB-fólkið sæi fram á mögulegt já í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði samningum lokið í snatri.

Í Evrópusambandinu kunna menn að teygja lopann - Tyrkir hafa verið umsóknarríki í áratugi. Enginn samningur við Ísland mun liggja fyrir á meðan afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Stefnt á að opna alla kafla á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Á meðan erum við ekki í ESB, sem er gott eða hvað?

Helgi Viðar Hilmarsson, 1.3.2012 kl. 11:05

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eftir að hafa hlustað á fulltrúa ESB á Akureyri þá kom mér mest á óvart að fulltrúar ESB telja hin gríðarstóra 150.000 blaðsíðna lagabálk eina helstu skrautfjöður sambandsins. Þeir telja að ekkert sé að marka skoðanarkannanir á Íslandi fyrr en að búið sé að upplýsa Íslendinga um töfra þessa lagabálks og þá fyrst munu Íslendingar snúast á sveif með sambandinu, jaðarmál eins og fiskveiðar munu þá ekki skipta neinu verulegu máli.

Eggert Sigurbergsson, 1.3.2012 kl. 12:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll Vilhjálmsson skrifar hér, athyglisverð klausa:

"Yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir í einu orðinu að samningur geti verið tilbúinn á næstu misserum en í hinu orðinu að tæplega sé hægt að klára sjávarútvegsmálin fyrr en endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB ljúki - og það geti tekið nokkur ár."

Ekkert frá Brussel bendir til, að þar sé verið að bjóða okkur að fá að hafa efnahagslögsögu okkar út af fyrir okkur, og vitaskuld hvorki vilja þeir bjóða neitt slíkt né geta þeir ákveðið það fyrr en endurskoðun sjávarútvegsstefnu Esb. lýkur.

"Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang," þ.e. jafnan aðgang að fiskimiðunum (Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 79, feitletrun mín).

Sérákvæði í almennum samningum gilda ekki áfram, ef ný löggjöf Esb. gengur gegn þeim. Ef þessi sérákvæði eru hins vegar í "aðildarsamningnum" (inntökusáttmála), þá mun ekki vera unnt að breyta þeim. En þá skulu menn hafa þetta í huga:

1) Esb. hefur, þrátt fyrir tveggja ára og rúmlega sjö mánaða gamla umsókn Össurargengisisins, ekki gefið nein fyrirheit um að við fáum að einoka okkar fiskveiðilögsögu eða halda yfirráðum yfir henni (stjórn veiðanna).

2) Norðmenn fengu (um 1994) ekki einu sinni slík sérákvæði um PART af sinni fiskveiðilögsögu!

Jón Valur Jensson, 1.3.2012 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband