Steyttur hnefi, valdarán og valdatap

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hvöttu til mótmælanna sem felldu ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Álfheiður Ingadóttir steytti hnefann í glerbrú þinghússins til að hvetja mótmælendur til dáða eins og margoft hefur sést í Sjónvarpsfréttum.

Vitnisburður lögreglumanna og annarra á vettvangi sem tekur af tvímæli: þingmenn VG kyntu undir mótmælum. 

Á hinn bóginn er fullmikið sagt að VG hafi framið valdarán. Haustið 2008 varð valdatap Sjálfstæðisflokksins. Vinstri grænir högnuðust mest á valdatapi móðurflokks íslenskra stjórnmála eins og kom á daginn í þingkosningum vorið 2009.


mbl.is Brosti og hvatti fólk áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vá! Steytti hnefa og brosti við

Sjallar runnu á rassinn.

Eg held það sé ekki fræðilega hægt að ljúga uppá sjalla. þetta er spillt og siðlaust hyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2012 kl. 16:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samfylking hefur líklega grætt mest. Hún slapp ekki aðeins við réttmætt hrunuppgjör með sjöllum, heldur varð ráðandi afl í nýrri byltingarstjórn. Geri aðrir betur!

Kolbrún Hilmars, 29.2.2012 kl. 16:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda er látið sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einn við völd í Geir Haarde stjórninni.  Samfylkingin reynir af öllum mætti að breiða yfir þá staðreynd að þeir voru í þeirri ríkisstjórn, og komu jafnmikið að hruninu eins og Sjallar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 17:00

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ingibjörg Sólrún hafði miklu meira vald en Geir í gegnum útrásar vini sína og valda menn í peninga kerfinu sem og forsetann sem studdi hanna vel í fjölmiðla málinu.  Hún var að ýmsu leiti á leiðinni að mála Geir út í horn.  Ef eitthvað máti finna að Geir á þessum tíma þá er það vöntun á rudda skap sem Ingibjörg átti nóg af.  

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 17:19

5 identicon

Ásthildur. Ég er ekki frá því að samfylkingin eigi jafnvel meira í hruninu. Annars finnst mér þessi umræða algjör farsi. Ef þessir alþingismenn eru svo áhrifamiklir að þeir stjórni bara lýðnum þá held ég að þeir séu nú bara búnir að sanna forystuhæfileika sína. Eins og ég segi, stormur í vatnsglasi. Tek það fram að ég styð ekki neinn flokk. Flokkar í mínum huga eru bara hjarðir að berjast um haga, þrátt fyrir að það sé nóg að bíta og brenna.

Benni (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er í raun og veru sammála ér Benni, mér er alveg saman hver af þessum þingmönnum gerði hvað og hvenær.  Byltingin var fólksins, þó einhverjir hafi reynt að yfirtaka hana, þá tókst það einfaldlega.  Eins og þú segir þetta er í raun og veru stormur í vatnsglasi.  En dregur athygli íslendinga frá öðrum og þýðingarmeiri málum, eins og vænta má.  Við getum bara hugsað um eitt mál í einu ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 17:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tókst það einfaldlega EKKI átti þetta að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 17:39

8 identicon

Hver borgaði þér fyrir þessi ruglskrif Palli minn? Eru FLokksmenn orðnir örvæntingarfullir í sögufölsunum? Á að reyna allt sem hægt er til að yfirkjafta þá staðreynd að það var almenningur í þessu landi sem sparkaði vanhæfum stjórnvöldum á dyr, kjáninn þinn?

Hvernig ætlar þú annars að fóðra þá staðreynd að Geir Landráð verður dreginn fyrir Landsdóm í næstu viku til að svara til saka fyrir glæpsamlegt pólitískt skeytingarleysi í aðdraganda Hrunsins.

Skammastu þín fyrir þessi hrákaskrif Páll Vilhjálmsson.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 18:29

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hilmar..þú ættir að fara að gæta orða þinna. það er eins og þið Vinstri menn séu ekki með heila hugsun,sem er nátturlega ekki nema von..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.2.2012 kl. 20:53

10 identicon

Vilhjálmur Stefánsson, 29.2.2012 kl. 20:53: Haltu kjafti Villi með þína vinstri frasa. Það er eins og þið FLokkstittirnir hafið ekki lært neitt annað en vinstri og hægri. Þér að segja er líka til út og inn og upp og niður.

Ég kýs víddina meðan þú húkir í hægra horninu, fíflið þitt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 22:58

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Bíddu!!!!!!!! Og hvað með það? Af hverju máttu þingmenn ekki hvetja fólk? Hvurslags er þetta. Svona "fréttir" stimpla fólk sem fávita.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.3.2012 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband