Forsetinn og mótvægið gegn elítunni

Ólafur Ragnar Grímsson var formaður stjórnmálaflokks, Alþýðubandalagsins, sem dólaði í 15 til 18 prósent fylgi meðal þjóðarinnar árin og misserin áður en hann var kjörinn forseti.

Ólafur Ragnar náði kjöri árið 1996 vegna þess að hann var mótvægi við ráðandi öf í þjóðfélaginu á þeim tíma - Sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson sem leiðtoga.

Ólafur Ragnar villtist af leið og gaf sig á vald bandalagi auðmanna og Samfylkingar. Hann niðurlægði sjálfan sig og embættið árið 2004 með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalög sem áttu að hemja drottnun Jóns Ásgeirs Baugsstjóra á fjölmiðlamarkaði. 

Vinstrielítan tók völdin með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. vorið 2009. Ólafur Ragnar skóp grundvöll stjórnarinnar með því að smíða starfsstjórn undir forsæti Jóhönnu eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll í hruninu og óvissa reið húsum lýðveldisins.

Jóhönnustjórnin vann sér til óhelgi þjóðarinnar að stefna efnahagslegu og pólitísku fullveldi lýðveldisins í tvísýnu með Icesave og ESB-umsókn. Ólafur Ragnar varð málsvari þjóðarinnar í báðum málum og vísaði Icesave-lögum ríkisstjórnar í þjóðaratkvæði í tvígang.

Elítan sem nú fer með völd í stjórnarráðinu þarf aðhald frá forsetaembættinu. Ólafur Ragnar hefur sýnt og sannað að hann getur veitt þetta aðhald. Þess vegna vill þjóðin Ólaf Ragnar áfram í embætti forseta.

 


mbl.is Forsetinn: Þjóðin hefur fylgt mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já takk

gisli (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 07:50

2 identicon

Nei takk

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 09:25

3 identicon

Magnað að geta fengið út þá niðurstöðu að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé mótvægi gegn elítunni í landinu!

Karl (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 09:36

4 identicon

Það veitir ekki af að hafa hugrakkan forseta. Er ekki búið að gefa í skyn að þjóðaratkvæði um ESB verði ekki bindandi. Forsetinn gerði mistök jú, en honum til vorkunnar, gullkálfurinn á auðvelt með að blekkja. En svo er líka annað. Hvað ef Davíð hefði nú sínt odd af oflæti sínu, rétt sínum þjóðkjörna forseta sáttarhönd og skýrt fyrir honum í bróðerni hvernig málum væri háttað. Nei lýðræðisástin er ekki meiri en þetta hjá honum. Málið er, flestir töldu fjölmiðlalögin vera persónulega árás á þeim tíma.

Benni (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 09:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við þurfum á honum að halda meðan þessi ömurlega landráða ríkisstjórn er við völd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 12:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður sem gerir ekki neitt er ekki neitt !! Olafur ER !!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2012 kl. 12:58

7 identicon

Af hverju fóru fjölmiðlalögin ekki fyrir þjóðina eins og venjulega er gert þegar forseti synjar lögum?  Veit það einhver?

Skúli (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Skúli það var vegna þess að ríkisstjórnin dró frumvarpið til baka eftir neitun forsetans.  Það var nú ekki sterkara en svo, þó  menn vilji gleyma því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 18:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir þorðu ekki að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu, því þeir vissu að það yrði ekki samþykkt. Þetta var nefnilega ekki eitthvað frumvarp til að veita Jóní Ásgeiri og kó örlagavald yfir fjölmiðlum, heldur var þessu beint til að passa upp á Morgublaðið.  Sem varð svo til þess að ég sagði mogganum upp.  En sumt jagast í meðförum, (EInhverjir aðrir skrifa söguna) Og svo gleymist það sem málin raunverulega fjalla um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband