Evran fær Grikki til að veðja gegn eigin þjóð

Grikkir eru milli steins og sleggju. Tilboð Evrópusambandsins er að Grikklandi skeri ríkisútgjöld inn að beini, taki á sig atvinnuleysi upp á 25 til 35 prósent og lækki laun um álíka hlutfall. Ef allt gengur að óskum mun Grikkland enn skulda yfir 100 prósent af þjóðarframleiðslu sinni árið 2020 - eftir átta ár.

Hinn möguleiki Grikklands er að taka málin í sínar hendur, kveðja evru-samstarfið og byggja sig upp með nýrri mynt, drökmu.

Grikkir ætla að veðja á að framtíð lands og þjóðir liggi í Evrópusambandinu og með evru. Það er opinber stefna stjórnvalda. 

Elítan í Aþenu, aftur á móti, veðjar á að Grikkland verði gjaldþrota og neyðist að taka upp eigin gjaldmiðil. Í Grikklandi er hatrömm umræða um þá þingmenn gríska þingsins sem tæmt hafa innistæður sínar í grískum bönkum og flutt til Sviss og Bretland - sem sagt í franka og pund.

Gríska stjórnmálaeltína veðjar á ríkisgjaldþrot - vegna þess að með evrunni borgar sig að veðja gegn eigin þjóð.

 


mbl.is Möguleikar Grikkja meiri utan evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband