ESB ræður ferðinni í aðlögun Íslands

Evrópusambandið býður upp á eina leið inn og það er leið aðlögunar sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp laga og regluverk sambandsins þann tíma sem viðræður standa yfir. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur útskýrir í grein í Morgunblaðinu í dag hvernig aðlögunin gengur fyrir sig.

Evrópusambandið setur skilyrði fyrir framvindu viðræðna og Ísland þarf að mæta þeim skilyrðum áður en lengra er haldið.

Samfylkingin og Össur seldu þingi og þjóð þá hugmynd að umsóknin væri aðeins til að ,,kíkja í pakkann." Evrópusambandið býður ekki upp á ,,kíkja-í-pakkann-leiðina" inn í sambandið. Í Brussel er gert ráð fyrir að umsóknarþjóðir hafi þegar gert upp hug sinn um að vilja inn í Evrópusambandið.

Íslendingar hafa aldrei verið spurðir í kosningum hvort þeir vilji í Evrópusambandið. Samfylkingin, sem einn flokka vill í ESB, fékk rúm 29 prósent atkvæða við síðustu þingkosningar. Vinstri grænir sviku kjósendur sína þegar þeir samþykku aðildarumsókn á alþingi kortéri eftir kosningar þar sem þeir lofuðu andstöðu við inngöngu - 16. júlí 2009. 

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er án umboðs þjóðarinnar og án sannfæringar. Umsóknin er bjölluat. 


mbl.is Erna Bjarnadóttir: Verklag og vinnuferli ESB-viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það á að henda þessari ESB umsókn út...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2012 kl. 10:56

2 identicon

Henda þessu ESB rugli út af Siððblindrahælinu (áður Alþingi) og með því siðblindingjum sem á því hanga og þá sérílagi sundurspilltum hjúunum Össuri, Seingrími, Slowhönnu og Ömma Blanka.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:08

3 identicon

Og   fólk skilur ekki enn !...við erum nánast komin inni ESB   allir biða eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.....Sem verður hvernar ??....Aldrei staðið til og verður aldrei ..................

rh (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:24

4 identicon

Legg til að þjóðin hætti að einblína á eitthvað með merkimiðanum "gáfumanna" og líti frekar inn á við. Meðvirk þjóð hlýtur að velja sjúka einstaklinga. Þetta þarf að laga.

http://www.lausnin.is/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:31

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin vann stórsigur seinustu Alþingiskosningum. Fékk tæplega 30% atkvæða. Skildu Sjálfstæðisflokkinn eftir með stárt ennið.

XS er með ESB á dagskrá og er því ESB umsóknin með skýrt umboð.

http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2009

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 11:37

6 identicon

@ Sleggjan & Þruman.

Það er bókstaflega rangt hjá ykkur að Samfylkingin hafi unnið einhvern stórsigur í síðustu kosningum. Þeir hafa sjaldan haft minna kjörfylgi, en þeir fóru að vísu úr 18 þingmönnum í 20, eða bættu við sig 2 þingmönnum sem er aðeins 11% aukning í þingmannafjölda.

Framsóknarflokkurinn bætti líka við sig 2 þingmönnum fór úr 7 í 9 þingmenn, eða bætti við sig 29% í þingmönnum talið.

Stærstu sigurvegarar kosninganna voru hinns vega VG sem bætti við sig 5 þingmönnum fóru úr 9 í 14 þingmenn sem er aukning um 55% og svo Hreyfingin sem var nýtt grasrótarframboð og hlaut alls 4 þingmenn.

Það bættu allir við sig fylgi nema Sjálfsstæðisflokkurinn sem tapaði stórt. En af þessum 4 flokkum sem unnu á þá var það langminnsta fylgisaukningin hjá Samfylkingunni. Auk þess sem Samfylkingin hefur oftast haft betra kjörfylgi og verið vel yfir 30% en þeir náðu ekki einu sinni í 30% og nú mælist þessi ESB Fylking samkvæmt skoðanakönnunum með aðeins 12% fylgi.

Hvaða umboð getur þessi smáflokkur haft til þess að halda þjóðinni árum saman í gíslingu ESB umsóknarinnar.

En þegar umsóknin var naumlega samþykkt á Alþingi þá lugu þeir bæði að Þingi og þjóð, til að merja þetta í gegn, að við fengjum sérstaka flýtimeðferð og að samningaviðræður við ESB myndu aðeins taka þetta 12 til 16 mánuði.

Allt haugalygi eins og annað sem þeir hafa haldið fram um ESB.

Því að það er hvorki þjóðin, þingið eða Ríkisstjórnin sem ræður einu eða neinu um framvindu þessara svokölluðu samningaviðræðna, þær fara allar fram eftir dagskrá og samkvæmt ákvörðun ESB Valdsins !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 12:12

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin vann stórsigur í Alþingiskosningunum 2009. Það er bara staðreynd. XS lenti í fyrsta sæti og er stærsti flokkurinn á Alþingi í dag.

Sá stærsti.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 12:16

8 identicon

Tek eftir því að Sleggjan og Hvellurinn gerir enga tilraun til að koma með mótrök gegn því sem blogg-færsla Páls er um. Hamast bara á því hversu mikið fylgi Samfylkingin fékk í síðustu kosningum. Segir það ekki meira en mörg orð ??

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 12:42

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Páll nefnir þingkostningarnar í bloggfærlsunni sinni og er því eðlilegt að vísa í þær.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 13:30

10 identicon

Þegar maður les færslurnar frá "Sleggjunni", og áttar sig á þeirri himinhrópandi málefnafátækt sem býr að baki þeim, þá dettur manni einungis eitt orð í hug.

Þekkja hlustendur orðið "örvænting"?

Birgir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 13:54

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Páll segir

"Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er án umboðs þjóðarinnar"

Ég er einfaldlega að skjóta þessari fullyrðingu í kaf með rökum og ég vísi í heimildir.

Engin örvænting í því.... 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 14:24

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni ævintíramaður "Samfylkingin vann stórsigur í Alþingiskosningunum 2009.(með 29%)"

ég vissi ekki að 29% væri meirihluti, og gott betur þá eru hinir ekki bara með hreinan meirihluta heldur líka með aukin meirihluta. Aðeins Samfylkingin og hreyfingin vildu hefja aðildarviðræður við ESB en saman fengu þeir rétt um við 35%, en allir aðrir flokkar voru á móti, reyndar vildu framsóknarmenn að ESB gengi í Ísland en sennilega hafa þeir verið að gera grín að ákveðnum flokkum

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.2.2012 kl. 19:55

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sagði aldrei að Samfylkingin væri með meirihluta.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að með þverpólitískri herferð Evrópusinna fyrir alþingiskosningarnar 2009 undir merkjum sammala.is hafi Sjálfstæðisflokknum verið bjargað frá meira atkvæðatapi en raun varð á í kosningunum.

Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn þó verstu útreið í sögu sinni og missti stöðu sína sem stærsti flokkur landsins.

"Glöggt má merkja að Evrópuandstæðingar telja sjálfir að þeir hafi náð undirtökum í aðildarumræðunni. Er það svo? Hefur eitthvað breyst frá því Alþingi ákvað að sækja um? Þetta þarf að skoða bæði í málefnalegu ljósi og eins í samhengi við pólitíska taflstöðu málsins.

Á taflborði valdanna hafa orðið nokkrar breytingar. Þjóðin valdi meirihluta þingmanna úr þeim þremur flokkum sem höfðu aðild á dagskrá. Þingmenn Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar hafa að einhverju leyti snúið við blaðinu frá því sem þeir lofuðu kjósendum. Að þessu leyti hafa andstæðingar aðildar sótt í sig veðrið.

Á hinn bóginn sýna skoðanakannanir ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar vill að Alþingi standi við þá ákvörðun sem tekin var með aðildarumsókninni og láti á hana reyna til þrautar. Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvernig viðræðum lyktar.

Andstæðingunum hefur einfaldlega ekki tekist að fá meirihluta þjóðarinnar á þá skoðun að stöðva viðræðurnar. Allur áróður og málflutningur hefur þó verið mjög einhliða frá þeirra hlið og án teljandi andsvara eins og þeir hafa sjálfir vakið athygli á. Þó að pólitíska taflstaðan hafi veikst á Alþingi vegna ístöðuleysis sýnist hún vera óbreytt úti á meðal fólksins."

Síðan víkur Þorsteinn að hinum ofsóknarkenndu hugmyndum andstæðinga ESB-aðildar og hræðsluáróðri og segir:

"Nýrri  innflutt hræðslukenning felst  í því að benda á alvarlegan efnahagsvanda  nokkurra aðildarríkja. Síðan er aðstoð Evrópusambandsins við þau gerð tortryggileg. Hún á að sýna að þau hafi misst sjálfstæði sitt. Ísland lenti utan Evrópusambandsins í dýpri kreppu en nokkurt aðildarlandanna. Við þurftum á aðstoð að halda. Hún var bundin margs konar skilyrðum meðal annars um fjárlög og peningastefnu. Þetta eru örlög skuldugra þjóða hvort sem þær eru innan eða utan ríkjabandalaga.

Loks er þeim hræðsluvendi veifað að þjóðir Evrópu sitji um Ísland og bíði þess eins að geta beitt þýskættuðum meðulum frá fjórða áratugnum til að knésetja landið.  Röksemdir af þessu tagi eru of barnalegar  til að taka þær alvarlega."

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 21:03

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jæja Bjarni Freyr, hér er langloka sem er svo gott sem tóm.

"Á hinn bóginn sýna skoðanakannanir ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar vill að Alþingi standi við þá ákvörðun sem tekin var með aðildarumsókninni og láti á hana reyna til þrautar." Reyndar sýnir þessar skoðannakannanir að meirihlutinn vill fá að kjósa um málið, enda spyrja ESB-sinnar alltaf um það, enda var lofað að það yrði kosið eftir að "kígt væri í pakkann", m.ö.o fólkið vildi fá að kjósa um hvor hefja ætti þessa vegferð strax á fyrsta skrefinu (það er það sem það heitir að kíkja í pakkann) og að mínu mati er enn hægt að standa við það loforð en ESB sinnar vilja almennt taka það af þjóðinni

 "Evrópuandstæðingar" það er ekki nokkur maður hér "Evrópuandstæðingur" nema þá helst þú Bjarni, því þeir sem eru á móti ESB(evrópuSAMBANDINU) eru EvrópuSAMBANDSandstæðingar,ertu svona tregur eða bara illa inrættur?

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.2.2012 kl. 09:50

15 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Brynjar Þór.  Falska orðið ´Evrópuandstæðingur´ um þá sem vilja ekki yfirtöku hins rangnefnda og svokallaða ´Evrópu´sambands kemur bara frá Evrópusambandssinnum sem kalla sig líka rangheitinu ´Evrópusinnar´ þó þetta samband þeirra nái bara yfir um 42% EVRÓPU.  Og láta sífellt líta svo út að við séum á móti Evrópu og Evrópubúum.  Svo misnota þeir orðið Evrópa trek í trek í rangheitum eins og ´Evrópusamtökin´ yfir samtök sem sem vilja yfirtöku yfir landinu og ´Evrópustofa´ yfir grófa ÍHLUTUNARSTOFU.

Elle_, 26.2.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband