Ríkisstjórn sem kann ekkert og getur ekkert

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er með allt niðrum sig í nær öllum málum. Vísasti vegur að þjóðþrifamál klúðrist er að ríkisstjórn vinstriflokkanna taki þau upp. Yfirgengilegt klúður við endurskoðun stjórnarskrár ætlar engan endi að taka.

Ráðsmenn í stjórnlagaráði spyrja til hvers eigi að mæta á nýjan fund þegar alþingi hefur nákvæmlega ekkert gert með tillögur stjórnlagaráðs sem lágu fyrir sl. sumar. Fræðimenn segja ríkisstjórnarmeirihlutann stunda ,,allsherjar handabaksvinnu."

Í næstu viku verður landsdómur á dagskrá þar sem pólitískt einelti Samfylkingar gagnvart Geir H. Haarde verður tekið til atkvæðagreiðslu. Þar á eftir er það fiskveiðifrumvarpið sem Steingrímur J. notaði sem rýtingsstungu í Jón Bjarnason en getur sjálfur ekki lagt fram.

Stórmál Samfylkingarinnar, ESB-umsóknin, úldnar hægt og örugglega í höndunum á Össuri sem þorir hvorki að halda nefndarfundi né setja fram samningsmarkmið.

Ekkert mun bjarga ríkisstjórn Jóhönnu Sig. úr þessu. Tækifærið kom og fór á fyrstu mánuðum stjórnarinnar sumarið og haustið 2009. 


mbl.is Handarbakavinna og algjört klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur augu með þessu liði Páll.

Ekkert Fjandans Esb (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband