Fimmtudagur, 23. febrúar 2012
Stjórnlagaráði sigað á forsetann
Samfylkingin, Vinstri grænir og Þór Saari ætla að siga stjórnlagaráði á forseta Íslands með því að setja ráðinu fyrir sérstaka athugun á forsetaembættinu. Kvikindisleg hefndarfýsn vinstrimanna kemur sérlega vel fram í þeim orðum nefndarformanns að tilefnið sé ræða sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Víst eru vinstriflokkarnir sárir sitjandi forseta fyrir að veita þjóðinni í tvígang tækifæri að segja álit sitt á Icesave-samningunum. En það hljóta að vera takmörk fyrir ósvífni meirihluta alþingis.
Stjórnarskrá lýðveldisins er ekki plagg til að nota í pólitískan hanaslag.
Skoði betur kaflann um forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki bara fínt? þá stöndum við saman Þjóðin og Forsetinn og þá kemst þetta lið hvorki lönd né strönd.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 15:34
ICESAVE flokkarnir urðu líka fyrir ótrúlegri niðurlægingu um allan heim þegar forsetinn skrifaði ekki undir kúgunina. Ætli þau verði ekki að ná hefndum við bæði forseta og þjóð?
Elle_, 23.2.2012 kl. 15:53
Lítið hefur gjammið í slowhönnu dugað svo nú reynir hún að senda Dverg-Snauser með litlar tennur á Óla og aðra sem af honum gætu tekið.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 16:06
Ætli Þór Saari fyrir þrem árum, sé ánægður með Þór Saari dagsins í dag?
Mínar hugrenningar snúast um það, hvað Þór fær að launum fyrir viðvik sín fyrir Jóhönnu. Ætli hann nái að verða ráðherra svona rétt áður en hann hverfur ofan í hyldýpi gleymskunnar?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 16:36
Orðin "hefndarfýsn vinstrimanna" hjá Páli eru laukrétt og lýsa þjóðfélagsvandamáli. Það yrði skemmtilegra á þessu skeri, ef ekki þyrfti að fást við hana.
Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.