Ef Jón Baldvin hefði verið prestur

að ekki sé talað um: biskup.

Tja, þá væri hann í virkilega vondum málum.


mbl.is Segir rangt farið með málsatvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú það?.. Það er mjög erfitt að bösta biskupa og presta vegna kynferðisbrota; Þeir hafa verið svotil stilkfrí um aldir.

Annars, heldur Jón að einhver trúi því að hann sé að ræða heimsspeki við barnungar vændiskonur.. ha

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 14:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er eitthvað vont í vatninu heima.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.2.2012 kl. 14:07

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tja, valdið er alltaf eftirsótt, aðeins mismunandi eftir tíð og tíma hvar það er mest og best.

Höfum við nú eignast okkar eigin Strauss-Kahn?

Kolbrún Hilmars, 23.2.2012 kl. 15:09

4 identicon

Vilhjálmur spyr um vatnið. Ég er nú ekki viss um, að Jón Baldvin hafi orðið svona af að drekka það. En hann getur að minnsta kosti þakkað fyrir að vera ekki íhald rða frammari. Þá hefði mannorð hans aldrei beðið þessara afglapa bætur. Það virðist nefnilega fara mjög eftir flokkum, hvað menn tileinka sér óvægna umræðuhefð. Nú vill Jón Baldvin skiljanlega láta fyrirgefa sér, og það er víst bezt að reyna að gera. En þeim mun auðveldara yrði það, ef hann temdi sér ekki sjálfur óvægnar árásir á aðra.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 17:47

5 identicon

Nú heimtar þjóðin sanngirnisbætur.

Karl (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 18:10

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll hefur greinilega ekki mikið fylgst með fréttum tengdum prestum og biskupum...

hilmar jónsson, 23.2.2012 kl. 19:16

7 identicon

Það sem er kvimleitt, hættulegt og fasískt við þetta mál, er að japlað er á því að þetta sé "fjölskyldumál". Frjálst samfélag gengur út á að vernda einstaklinginn, rétt hans og mannhelgi fyrir stofnunum af hvaða tagi sem er, skiptir engu hvort það er sú smæsta; fjölskyldan (sem er einnig mesti kúgari einstaklingsins gengum aldirnar, eins og sést á mannréttindabrotum svo sem ærumorðum, sem voru tíð víða um heim, og oftast fórnarlömbin ungar stúlkur sem áttu að hafa skaðað "mannorð" sitt og annarra með að hafa látið menn "fífla" sig...en þessir "fjölskylduharmleikir" eiga sér stað á hverjum degi út um allan heim, og unga stúlkan borgar oftast fyrir með lífi sínu....eða sú stærsta, ríkið sjálft, en þekktasta misbeiting ríkisins gegn einstaklingum er þriðja ríkið. Einstaklingurinn er heilagur og réttur hans og hann stendur ofar öllum stofnunum, og aðeins fyrir hann hafi neinar stofnanir neitt gildi yfirhöfuð, og þegar þær skaða hann en hjálpa honum ekki teljast stofnanir réttlausar og verðlausar, hvort sem eru ríkisstjórnir sem skulu tafarlaust uppleystar, eins og sú sem við sáum í Þýskalandi, eða fjölskyldur sem skulu tafarlaust uppleystar og fangelsaðar, eins og þær sem fremja "heiðursmorð" á dætrum sínum til að varðveita "heiður" fjölskyldunnar.

Rand (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 09:43

8 identicon

@Kolbrún Hilmars. Jón Baldvin, fyrrum ráðamaður á krummaskurði upp á 300.000 manns, og meint "vald" þessa litla peðs, er álíka sambærilegur við Strauss Kahn, sem þó er peð í ljósi mannkynssögunnar, og lítil hagamús er í samanburði við Einstein. Það eru bara heimóttarlegir sveitamenn sem sjá sig og "fyrirmenn" sína ekki í raunhæfu ljósi. Ísland er ekki meðalborg á stærð, og eins og þeir sögðu á "Al Jezeera" þegar Össur sló um sig eins og vangefinn maður, svo arabarnir roðnuðu og sáu eftir að hafa fengið hann í þáttinn, eitt "ómikilvægasta" land í heimi pólítískt séð. Ef þú skilur þetta ekki og að Jón Baldvin er bara agnarsmár, ómerkilegur lítill kerfiskall sem er minna sambærilegur við Strauss Kahn en fiskverkakona á fáskrúðsfirði við Madonnu, þá ættir þú bara að láta skoða á þér höfuðið og taka töflur við minnimáttarkennd og veruleikafyrringu þá sem af henni hlýst.

Annarlegur tilgangur. (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:04

9 identicon

Aðeins þegar við höfum meðtekið smæð okkar munum við verða laus undan ofurvaldi falskrar "yfirstéttar" þessa litla krummaskurðs. Þá verður líka hætt að fjalla um mál, sem að vísu eru ekki sérlega áhugaverð, sem henni tengjast sem "fjölskyldumál", eins og það sé einhver afsökun fyrir villimennsku, meintri eða sannri, að meint "fínt fólk", sem er bara ekkert fínt yfirhöfuð á heimsmælikvarða, skuli viðhafa hana.

Annarlegur tilgangur (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:07

10 identicon

Smá reality check: Jón Baldvin er álíka "fínn" í augum umheimsins og bæjarstjóri Hickville, Hillbillytown, Arkansas er í augum Kennedy fjölskyldunnar og félaga. Hvað þá við hlið stórættaðs manns, sem er ómerkilegur aumur kerfiskarl sjálfur miðað við fjöldamörg gáfumennin og snillinganna í sinni ætt, ein sog Strauss Kahn, sem er bara einhver lítill auli sem hefur staðið sig frekar illa í lífinu, þegar hann situr við borðið hjá ömmu sinni í laugardagssteikinni. Okkar "fyrirmenni" eru einstaklega hlægileg í augum stærra samhengins mannkynsins og mannkynssögunnar og bara efni í lélegan brandara sem gleymist eins fljótt og fíflska okkar að líta upp til slíks sauðfés.

Annarlegur tilgangur (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:11

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvurnig verður með götuna í Lettlandi eða var það Litháen? Er þetta allt eins stórt og sýnist?

Halldór Jónsson, 26.2.2012 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband