Þór Saari býr sér til vinnu

Þór Saari heldur lífi í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. og kemur í veg fyrir þingkosningar. Þór Saari veit að hann á ekki möguleika endurkosningu en mælist fylgi Hreyfingarinnar ca. 1-2% síðustu misserin.

Þór Saari er að búa sér til vinnu næsta vetur með því að kalla sama kverúlantaráðið hennar Jóhönn og fá því verkefni að fara yfir eigin tillögur sem þó eru ekki nema nokkurra vikna gamlar. 

Eftir ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði" í sumar ætlar Þór Saari og viðundrin á alþingi að fara yfir málin næsta vetur - á fullu kaupi hjá almenningi sem fær ekki að kjósa vegna þess að Þór Saari þarf að halda í þingsætið.


mbl.is „Pawel virðist eitthvað misskilja ferlið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó að Hreyfingin er að fá 2-3% í könnunum þá mælist Breyðfylkingin með meira.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 13:07

2 identicon

Það eru miklu fleiri á sama báti og Þór Saari á alþingi, sem vita það mætavel að þau eiga ekki afturkvæmt þangað eftir kosningar og halda dauðahaldi í þingsætið því þegar kjörtímabilinu lýkur blasir atvinnuleysið við þeim og mjög líklegt að vinnumarkaðurinn hafi ekki mikinn áhuga á þessu liði.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 13:26

3 identicon

Situr Illugi Jökulsson ekki í Stjórnlagaráði? Hann skrifaði svo mikið þegar Guðrún Ebba steig fram. Nú hefur hann ekkert að segja. Gef ekkert fyrir þetta Stjórnlagaráð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband