Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Atlaga öfgaafla að stjórnarskrá lýðveldisins
Meirihluti alþingis vanvirðir stjórnarskrána með því að útvista endurskoðun hennar til umboðslauss stjórnlagaráðs. Hrossakaupin á alþingi ganga út á að fá Þór Saari og flokkinn með fasistavinnuheitið til að verja ríkisstjórnina falli. Þór er með metnað til að brjóta og bramla stjórnarskrána.
Öfgahópar fá að hræra í stjórnarskrá lýðveldisins í skjóli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.
Með öllum tiltækum ráðum verður að verja stjórnarskrána fyrir niðurrifsöflunum.
Aftur til stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hetjan Þór Saari tjáði sig um stjórnarskrármálið:
http://blog.eyjan.is/thorsaari/2012/02/22/stjornarskrarumraedan/#comments
En ekki er hann meiri hetja en svo, að hann leyfir ekki ummæli sem honum hugnast ekki. Misnota þessa síðu og birti svarið hér:
"Til hamingju Þór Saari, þið sem kosin voru á þing fyrir Borgarahreyfinguna eruð komin í alvöru pólitík.
Þú ert að gera þetta allt rétt, allt eftir bókinni. Þú ert byrjaður að urra og gelta að andstæðingum ríkisstjórnarinnar, en á mjög snyrtilegan hátt, þannig að fólk verði í vafa hvort það eru hagsmunir kjósenda þinna eða ríkisstjórnarinnar sem liggja að baki. Mundu bara, að þetta er fín lína, og ef þú gætir þín ekki, og ferð af sporinu, þá gætir þú orðið nýr Björn Valur. Það veit sá sem allt veit, að þau urðu örlög félaga þíns, Þráins Bertelssonar.
Þú þarft líka að muna, að stjórnarskráin sem þú mígur yfir, fyrir hönd minnihluta þjóðarinnar og bloggkórs vinstrimanna, sem nauðgaði sér inn í umboðslaust ráð, kennt við stjórnlög, hefur nýst þjóðinni gegn valdnýðslu þinna nýju herra. Ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur trekk í trekk.
Þjóðin þarf sennilega að bíða í eitt ár í viðbót eftir kosningum. Þið fjórmenningarnir hafið sennilega áttað ykkur á því, að eitt kjörtímabil er allt sem þið fáið, og ætlið að treyna ykkur það. Gott og vel, það er ykkar „réttur“, en sennilega verða fáir sem muna ykkur af verkunum.
En eitt er það sem við lærum af þessu. Það tekur tæp þrjú ár að verða samdauna gömlu flokkunum á Alþingi.
Takk fyrir kennsluna, en sannast sagna hefði ég kosið að atkvæði mitt hefði verið nýtt öðruvísi en að sýna mér fram á, að „nýtt“ fólk er jafn spillt og það „gamla“ Það er lærdómur sem ég hefði vel getað verið án."
Hilmar (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 19:47
Tek undir það með þér Páll, við verðum að verja Stjórnarskrána fyrir niðurrifsöflunum. Hilmar, hetjan Saari,þolir illa andmæli,líkt og nýju herrar þeirra,en sínu verra fyrir ykkur sem á hann og flokkinn trúðu,að horfa upp á þau verða spillingunni að bráð. Þau voru saklaus prúð og undirleit,í mótmælum á Austurvelli,á fyrrihluta þessa kjörtímabils,eru nú fullnuma og reigð.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2012 kl. 21:02
Voðalegt hvað lítill öfgaflokkur Jóhönnu og Össurar kemst upp með að eyðileggja og tæta niður heimilin, Hæstaréttardóma, lýðræðið, stjórnarskrána, með hjálp nokkurra valdafíkla úr VG og nokkurra þar fyrir utan. Þau eru of langt komin í eyðileggingunni og tími til að stoppa þau. Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá. Það sagði einn okkar hæfasti lögmaður, Sigurður Líndal. Ætlunin er að skemma stjórnarskrána og koma okkur inn í ÞIÐ-VITIÐ.
Elle_, 22.2.2012 kl. 21:32
Enn er Páll Vilhjálmsson fundinn sekur um lygar !!!!
Islenska þjóðin vill endurskoða stjórnarskránna !!!!
Mútuþegar frá kvóteigendum og eigendafélgi bænda ættu að bara að halda sér á mottunni !!!!
Þínir líkir fá alltaf allt í andlitið á réttum tímapunkti !!!
JR (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 21:46
Það er allt annað að endurskoða stjórnarskrána en að ætla sér að skófla henni allri út og setja nýja í staðinn og banna svo bæði Alþingi og þjóðinni að krukka í þau tillögudrög!!!
En þannig hefur hroki ýmissa "stjórnlagaráðsmanna" birzt: að þeir taka ekki í mál, að Alþingi fái að breyta þarna neinu og alls ekki að þjóðin fái að kjósa um einstakar greinar, bara segja já við öllu 115 greina gumsinu.
Þetta er hámark hrokans, því að stjórnlagaóráðið hafði ekkert umboð frá þjóðinni, og sá minnihluti þingmanna, sem skipaði það, var með því að brjóta lög, sjá HÉR!
Esb-dindillinn "JR" ætti að skammast sín fyrir stuðning við stórveldið sem dælir hingað milljónahundruðum í ólöglegan áróður.
Jón Valur Jensson, 23.2.2012 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.