Lífeyrissjóðir mynda verðbólur og eru hrunvaldar

Lífeyrissjóðirnir valda verðbólum á hlutabréfa- og fasteignamarkaði og geta ekki starfað á óbreyttum forsendum. Lífeyrissjóðirnir eru hrunvaldar þar sem umsýsla þeirra var í höndum á meðhlaupurum auðmanna sem störfuðu ekki í þágu sjóðsfélaga og töpuðu ótöldum milljörðum á glópsku og handvömm.

Lífeyrissjóðirnir eru snar þáttur í útrás og hruni og geta ekki  undir nokkrum kringumstæðum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Skilvirkasta leiðin er að skilanefndir yfirtaki lífeyrissjóðina samhliða því sem lögum yrði breytt á þá lund að sérhver launþegi fá eigin lífeyrisreikning. Að uppfylltum skilyrðum gætu fjármálastofnanir boðið geymslu lífeyrisreikninga.

Reynsla sem þegar er komin á séreignasparnað launafólks er einfalt að yfirfæra á samtryggingarkerfið þannig að tryggingarþáttur lífeyriskerfisins tapist ekki.

Óbreytt lífeyriskerfi fær ekki staðist- vítin eru til að varast.


mbl.is Lífeyrissjóðirnir fjárfesti í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenska valdastéttin mun ekki gefa eftir tök sín á lífeyrissjóðunum.

Stjórnmálamenn á borð við Ögmund Jónasson vilja komast yfir peninga almennings meðp þjóðnýtingu sjóðanna.

Auðvitað á að leggja þetta kerfi niður og gera innistæður að einkaeign þeirra sem borgað hafa þessa fjármuni.

En íslenska valdastéttin mun aldrei samþykkja það.

En ein sönnun þess hverjir hinir raunverulega óvinir almennings eru.  

Karl (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband