Þriðjudagur, 21. febrúar 2012
Grikkland orðið nýlenda ESB
Grikkinn Yiorgos Vassalos hjá hugveitunni CEO í Brussel segir í viðtali við Klassekampen að Grikkland sé orðið að nýlendu Evrópusambandsins. Grikkir munu ekki sjá eina evru af 130 milljarða björgunarpakka sem samþykktur var í nótt.
Peningarnir munu allir fara í að greiða erlendum lánadrottnum Grikklands. Almenningur í Grikklandi horfir fram á sult og seyru í mörg ár. Eftir átta ár, þ.e. 2020, munu ríkisskuldir Grikkja enn nema 120 prósentum af þjóðarframleiðslu - en þær eru núna 160 prósent af þjóðarframleiðslu.
Ný-nýlenduvæðing á forræði Evrópusambandsins er eina leiðin til að bjarga evrunni.
Grikklandi forðað frá falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo að um 19% af "björgunarpakkanum fara til Grikklands. Afgangur til bankakerfis stórvelda EU.
Að auki er skattheimta hert og allt skorið niður til að fjármagna bankakerfið gráðuga.
Enda búið að setja af þjóðkjörna ríkisstjórn og planta inn mönnum frá Goldman Sachs.
Tæknikratar. Eru þeir jafnvel verri en kratar?
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 11:40
Voðalega er Mogginn upptekinn af Grikklandi. Þeir missa alveg af Ástráði. Hér eru nokkrar spurningar frá Sveini P.
http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1224309/
"Hversu há var skuldin sem þurrkuð var út og vegna hvers konar viðskipta?"
Var þetta hluti af markaðsmisnotkun bankanna?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 12:14
D listinn og VG komin í eina sæng. Geta þau ekki boðið fram saman næst. Tveir fyrir einn?
http://www.amx.is/fuglahvisl/18097/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.