Lífshagsmunir Íslands, jaðarhagsmunir ESB

Fiskveiðar eru lífshagsmunir Íslands. Seinni sjálfstæðisbaráttan var háð frá 1950 til 1975 þegar við tryggðum okkur yfirráð yfir 200 mílna landhelgi. Að sama skapi eru fiskveiðar jaðarhagsmunir Evrópusambandsins. Í stjórnsýslu ESB eru fiskveiðar undirflokkur landbúnaðarkerfisins.

Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu væru lífshagsmunir okkar komnir í hendur stjórnsýslukerfis sem lítur á fiskveiðar sem lítilfjörlegt viðfangsefni. Ef Evrópusambandið stæði í deilum við Rússland, svo dæmi sé tekið, um fiskveiðar annars vegar og hins vegar gasauðlindir er augljóst að fiskveiðum yrði fórnað.

Evrópusambandið er hvorki betra né verra en önnur stórveldi að því leytinu að það tekur stærri hagsmuni fram yfir minni: 300 þúsund Íslendingar og hagsmunir þeirra munu alltaf víkja fyrir hagsmunum þeim hálfa milljarði sem búa í Evrópu.

Makríldeilan ætti að vera okkur áminning um að þvælast ekki með lífshagsmuni okkar til Brussel og láta embættismenn þar ráða lífskjörum á Íslandi.


mbl.is Brýnt að ná samningi um makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þurfa Danskir fisksölumenn að kunna skil á latínu, samkvæmt nýrri reglugerð ESB.

Danskir fisksölumenn skulu nú merkja fisk sinn með latneskum nöfnum, til að forðast tegundarugling hjá viðskiptavinum.

Greinilegt að hópur manna hjá ESB í Brussel hefur ekkert annað að gera en að upphugsa nýjar reglur, sem eru algjörlega fáránlegar.Hvað skildi mikill fjöldi íbúa ESB ríkja skilja latínu.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 07:35

2 identicon

Gott og vel, þetta eru eðlileg rök gegn aðild að ESB. Það sem ég skil ekki á þessu ágæta bloggi er sá rauði þráður þess að lofsama hina íslenzku krónu sama hvað. Sama hver verðbólgan er, sama hve mikil verðmæti hafa tapast á nauðsynlegum gjaldeyrishöftum, sama hvernig hún var notuð á árunum fyrir hrun til að koma þúsundum Íslendinga í skuldafangelsi, sama hvernig 90 ára hagsaga Íslands undir henni er mörkuð verðbólgu (ISK hefur 2000 faldast miðað við DSK á þessum árum t.d.!). Á þessu bloggi er ákveðin viðleitni til þess að læra af sögunni, til lengri og skemmri tíma, og er það mjög vel, samt er krónan stikkfrí gagnvart þeirri viðleitni. Þessi lesandi skilur ekki af hverju.

Slöttólfur (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 15:52

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

" Sama hver verðbólgan er, sama hve mikil verðmæti hafa tapast á nauðsynlegum gjaldeyrishöftum, sama hvernig hún var notuð á árunum fyrir hrun" Slöttólfur, ég undirstikaði eitt orð sem er lykilorð, það stiftir máli hverjir hlutirnir eru brúkaðir.

 "sama hvernig 90 ára hagsaga Íslands undir henni er mörkuð verðbólgu (ISK hefur 2000 faldast miðað við DSK á þessum árum t.d.!)" hvernig hefur Evran/þýska markið sveiplast á sama tíma? man ekki betur en að Evran/DM eigi heimsmet í verðbólgu, hvorki meira né minna en 2.1 miljón prósent(2.100.000%). Slóttólfur, viltu ekki útskíra fyrir mér hvað De papier mark er í þýskri sögu. Þú mátt líka útskýra fyrir mér af hverju þjóðverjar prentuðu bara öðru meiginn á miljónmarka seðilinn. Stór hluti í verðbólgu er tilkominn vegna launahækkanna, þú mátt beina því til Gylfa hjá ASÍ

Annars er það rétt hjá þér, þetta er allt krónunni að kenna, rét eins og það er allt vigtinni að kenna þegar þú fitnar og hefur ekkert með hreyfing eða mataræði

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.2.2012 kl. 20:57

4 identicon

Ísland og Danmörk hafa hvorugt orðið fyrir þeim áföllum sem Þýskaland kallaði yfir sig og nágranna sína á 20. öld, þvert á móti. Það er því tiltölulega sanngjarnt að bera saman frammistöðu gjaldeyra okkar og Dana. Íslenska krónan hefur staðið sig sirka 2000 sinnum verr, varla helduru að sveiflur í gengi gjaldmiðils séu hollar hagkerfum eða skipti engu máli uppá stöðugleika?

Slöttólfur (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 21:52

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Ísland og Danmörk hafa hvorugt orðið fyrir þeim áföllum sem Þýskaland kallaði yfir sig og nágranna sína á 20. öld, þvert á móti." Á ég að taka því þannig að þú sért að fullirða að það sé ekki sambærilegt? Ef svo er, sú staða sem þjóðverjar lentu í á milli stríðsáranna er án efa "utanaðkomandi", svona eins og þegar þoskurinn eða síldinn "hverfur", út koman ætti því að vera sambærileg miðað við stærð er það ekki?

 "...varla heldurðu að sveiflur í gengi gjaldmiðils séu hollar hagkerfum eða skipti engu máli uppá stöðugleika?" sveiflur eru öllum hagkerfum "hollar", eins og það er öllum holt að fara á klósettið. Hvers vegna hafa komið sveiflur(ekki árlegar heldur þessar stóru)? Það er alltaf einhver átæða fyrir þeim og það batnar hvorki með Evru eða ESB, sveiflurnar koma bara fram í hagkerfinu(sjá Grikkland). Á Írlandi lækkuðu launin um ekkert ósvipað og hér en verlagið hélst óbreitt og það sama á við hjá Grikklandi en hér féll verðlagið að mestu með laununum þökk sé krónunni.

 "...frammistöðu gjaldeyra okkar og Dana. Íslenska krónan hefur staðið sig sirka 2000 sinnum verr" ég man ekki eftir því að efnahagurinn hafi farið á hliðina í Danaveldi af því að það varð hrun í einum fiskistofni, en þú? Einnig eru Danir að miklu leiti búnnir með sína vegaframkvæmdir en slígt er verðbólgu hvetjandi bara sem dæmi. Einnig er merkilegt að þú skulir nefna danmörku því til margra alda studdum við Íslendigar uppbygginguna í Danaveldi meðal annars með skattheimtu og okri köpmanna og er Köpmannahöfn gott dæmi um það.

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.2.2012 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband