Grískar evrur eru ónýtar - þýskar í lagi

Á bakhlið allra evruseðla er bókstafur og 11 tölur. Bókstafurinn segir til um hvers lenskur evruseðilinn er: X stendur fyrir Þýskaland og sá seðill ætti að vera tryggur þegar evru nóaflóðið skellur á. Ef þú átt seðil með Y-raðnúmeri skaltu skipta honum strax yfir í íslenskrar krónur. Y er seðill prentaður í Grikklandi og gæti orðið verðlaus með skömmum fyrirvara.

Það á að heita svo að allir evru-seðlar séu jafn gjaldgengir. Það er rétt svo langt sem þær nær. Málið er að evrusamstarfið er í varanlegu uppnámi og gæti allt eins leitt til þess að þjóðargjaldmiðlar yrðu teknir upp aftur.

Í millibilsástandinu gætu bókstafirnir á bakhlið seðlanna skipt máli hvort maður heldur á alvöru mynt eða spilapeningum, eins og Ian Cowie útskýrir.

 


mbl.is Reyna að semja um frekari afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Evrusamstarf í uppnámi! Evruveiran í fjárnámi! Hver blessar Grikkland?

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2012 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband