Laugardagur, 18. febrúar 2012
Samfylkingin sér um ærumorð fyrir auðmenn
Trúnaðarmenn forystu Samfylkingar, Aðalsteinn Leifsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og Ástráður Haraldsson lögmaður, taka að sér ærumorð í þágu auðmanna með brottrekstri forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Gunnari Andersen.
Tilefni brottrekstrarins er eins lítilfjörlegt og hugsast getur, tvö aflandsfélög Landsbankans voru ekki tilgreind í bréfi sem Gunnar undirritaði árið 2001. Andri Árnason lögmaður, sem skrifaði skýrslu um hæfi Gunnars, hafði metið þetta tilvik og fundið það léttvægt.
Gunnar hefur sent um 80 mál til sérstaks saksóknara og við það orðið skotmark auðmanna. Samfylkingin, sem er stjórnálaflokkur á framfæri auðmanna, tók að sér að koma forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir kattarnef.
Gat ekki um félög á Guernsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ástráður Haraldsson er í VG
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 19:27
Röðin hlýtur að fara að koma að Sérstökum.
Ragnhildur Kolka, 18.2.2012 kl. 19:27
Það að senda mál til sérstaks saksóknara þýðir ekki að menn sekir .
það eru dómstólar sem ákvarða um það hvort menn séu sekir.
Hvað skyldu stjórnarmenn hafa verið að hugsa þegar þeir réðu
hrokagikkinn Gunnar fyrir FME
Hann á að vera fyrirmynd ekki að kenna fólki að stofna aflandsfélög og vera óvirkir stjórnarmenn og halda að með því að segja ekki frá þessu í umsókn gæti hann sloppið , almennt gildir sú regla á vinnumarkaði að ef fólk segir ekki satt þá er það búið að fyrirgera sínum rétti
sæmundur (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 20:58
Stjórn Fjármálaeftirlitsins eru skipuð eftirfarandi aðilum:
Aðalmenn
Aðalsteinn Leifsson, lektor, formaður stjórnar
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, varaformaður stjórnar
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Varamenn
Halldór S. Magnússon, framkvæmdastjóri
Harpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabanka Íslands
Sigurður Þórðarson, endurskoðandi
gangleri (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:34
18. feb. 2012 - 16:01Ólafur Arnarson
Loksins er hann farinn!
Þann 14. apríl 2010, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út, birti ég pistil hér á Pressunni undir fyrir sögninni:
Gunnar Andersen í miðju blekkingarvefs
Þar bendi ég á að í skýrslunni kemur fram að Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi árið 2001 sem yfirmaður Alþjóðasviðs Landsbankans og stjórnarmaður í aflandsfélagi verið viðriðinn aflandsfléttu sem sneri að því að fela raunverulegt eignarhald á 5-7 prósenta hlut í Kaupþingi. Þetta mun vera markaðsmisnotkun.
Síðan hef ég margsinnis fjallað um vanhæfi forstjóra FME og furðað mig á því að hann skuli ekki hafa verið látinn víkja úr starfi sínu þar sem hann uppfyllir bersýnilega ekki kröfur sem gerðar eru til hæfis stjórnenda í fjármálafyrirtækjum.Stjórn FME hefur þar til í gær gert minni kröfur til forstjóra FME en stjórnenda í fjármálafyrirtækjum, sem heyra undir stofnunina.
gangleri (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:36
Hér fyrir neðan eru hlekkir á helstu pistla sem ég hef skrifað um vanhæfi og óeðlilega framgöngu Gunnars Andersen í starfi framkvæmdastjóra FME:
10. ágúst 2009 (Pressuúttekt ÓA): http://www.pressan.is/Pressuuttektir_Olafur_Arnarson/Lesa_Olaf/pressuuttekt_olafs_arnarsonar_sjalfseydingarhvot_islendinga
12. ágúst 2009: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnari_andersen_svarad_sporin_hraeda
28. ágúst 2009: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/allan_sannleikann_gunnar
13. desember 2009: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnar-andersen-er-ekki-af-baki-dottirnn
15. janúar 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/nyr-einkavaedingarskandall-hja-fme
14. apríl 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnar-andersen-i-midju-blekkingarvefs
15. apríl 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnar-andersen-ekki-benda-a-mig
7. júní 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnar-andersen-verdur-ad-vikja
1. júlí 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/almannahagsmunir-a-kostnad-almennings
8. júlí 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/tryggvi-stendur-sig-gunnar-arnor-og-mar-mega-vara-sig
6. nóvember 2010: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gunnar-getur-setid---brotin-fyrnd_
10. ágúst 2011: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/hver-ber-abyrgd-a-gunnari
14. ágúst 2011: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/ahorfandinn---eda-ekki-benda-a-mig
gangleri (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:37
Eftir að ég skildi að Ólafur Arnarson er einn þeirra sem vill hafa af okkur fullveldið (eins og Gangleri að ofan) og koma landinu undir yfirstjórn hins alræmda Evrópusambands, hlusta ég allt sem hann segir með miklum fyrirvara. Eins og öllum landsölumönnum.
Elle_, 19.2.2012 kl. 00:27
- Eins og alla landsölumenn - var það víst. Hver er annars ´Gangleri´ og hvað þýðir það?
Elle_, 19.2.2012 kl. 00:58
MERKILEGT:
´GANGLERI´ skrifaði að ofan 22:37:
>Hér fyrir neðan eru hlekkir á helstu pistla sem ég hef skrifað um vanhæfi og óeðlilega framgöngu Gunnars Andersen í starfi framkvæmdastjóra FME: - - - <
Ætli það þýði ekki að ´Gangleri´ sem oft skrifar í síðuna með Brusseláróður sé hinn sami og Ólafur Arnarson sem líka er oft með sama Brusseláróður og vill hafa af okkur fullveldið undir yfirstjórn hins alræmda og ólýðræðislega Evrópusambands?? Farið að minna á ÁSMUNDAR/ÓMARS-dæmið.
Komið hefur fram í ÚSögu og kannski víðar að sumir menn skrifi undir nokkrum heitum/nöfnum og líka sumir stjórnmálamenn. Hvað getur einn maður verið undir mörgum nöfnum að grafa undan fullveldi okkar og kannski líka æru manna????????????
Elle_, 19.2.2012 kl. 02:38
Mikilvægasta hlutverk stjórna er að ráða og reka forstjóra.
Stjórn Íbúðalánsjóðs klúðraði því hlutverki algjörlega og núvernadi stjórn FME er búin að spila rassinn úr buxunum með þessu "ferli" sínu - þessi stjórn nýtur ekki traust og sama hvernig mál Gunnars þróast þá mun stjórn FME þurfa að víkja.
Grímur (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.