Laugardagur, 18. febrúar 2012
ESB-áhugi ASÍ útskýrður
Alþýðusamband Íslands og samtök atvinnurekenda bera meiri ábyrgð á hagstjórn á Íslandi undanfarin ár en stjórnmálaflokkar landsins. Lífeyrissjóðirnir sem þessir aðilar stjórna sameiginlega fjármögnuðu útrásina að stórum hluta.
Grein frá talsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna í Morgunblaðinu í dag vekur athygli á ábyrgð ASÍ á útrásinni og hruninu. Þá er ASÍ borið á brýn algert skortur á samkennd með almenningi.
Forystumenn Alþýðusambands Íslands leggjast í fundarferð um landið til að tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Skýringin er augljós: Gylfi, Ólafur Darri og félagar óttast að vera krafðir svara um sinn hlut í útrás og hruni.
Aðalrökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið, segir forysta ASÍ, er ónýt hagstjórn undanfarinna ára. Forystan veit þar með upp á sig skömmina en vill helst komast til Brussel áður en almenningur kveikir á perunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.