Krónan virkar, evran ekki

Krónan er meginástæðan fyrir lágu atvinnuleysi og hagvexti á Íslandi. Í Evrópu er evran allt lifandi að drepa sem stendur utan Þýskalands og býr við evru sem lögeyri. Í jaðarríkjum evrulands er atvinnuleysi tvöfalt til þrefalt hærra en á Íslandi og hagvöxtur ekki í sjónmáli.

Matsfyrirtækið Fitch beinlínis tekur fram að krónan er ástæðan fyrir hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands.

Hvað gengur þeim til sem vilja fórna verkfærinu sem jafnar byrðar í kreppu, mildar samdrátt og dreifir gæðum í góðæri?


mbl.is Fitch hækkar einkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta flokkast líklega sem trúarbrögð en ekki dægurmál Páll.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2012 kl. 18:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að trúa á það sem stenst og er íslenskt,flokkast sem góð greind.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2012 kl. 18:10

3 identicon

sennilega gengur þeim til að verkfærið eykur ójöfnuð, herðir á samdrætti og setur gæðin í færri hendur eins og dæmin sanna. allt frá því að gengið var slitið frá dönsku krónunni í upphafi síðustu aldar.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 18:31

4 identicon

@ Jón Ingi Cesarson.

Þetta er fyllilega raunsætt mat hjá Páli Vilhjámssyni.

Og hefur ekkert með trúarbrögð að gera.

Hinns vegar hefur ESB sértrúarsöfnuðurinn hans Jóns Inga Cesarssonar nú enn og aftur borið verulegan hnekki.

Þetta fer að verða svo niðurlægjandi og pínlegt fyrir íslenska ESB sinna að þetta fer að verða sálíka neyðarlegt og þegar vísindamenn á fyrri öldum sönnuðu það að jörðin væri hnöttur en ekki flöt eins og pönnukaka.

En víst er enn til fámennur alþjóðlegur félagsskapur afneitara og sérvitringa "besservissara" sem enn halda því fram að jörðin sé eins og pönnukaka í laginu.

Jón Ingi Cesarson og sértrúarsöfnuður hans líkist nú á meira þessum fáráðlingum alþjóðlegra afneitara !

Þó ESB stjórrnsýslu málsstaðurinn sé þeim nú gjörglaðtaður þá geta þeir þó altént huggað sig við það að þeir eru þrátt fyrir allt "alþjóðlegir" ef svo má segja, en ekki óforskammaðar "þjóðrembur" eins og þeir kalla íslenska heiðarlega ESB aðildarandstæðinga !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 18:41

5 identicon

Já Helga góð greind er eitthvað sem framandi fyrir Jón Ing Cæsarson, hann þekkir hana allavega ekki af eigin raun.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 19:25

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"While Greece and Europe continue sinking ever deeper into the colonial quicksand of Pax Goldmania, Iceland, which blew up, pushed its banks into bankruptcy, and arrested its corrupt bankers, is well on its way to being the world's only normal country.
  • ICELAND RATINGS RAISED TO INVESTMENT GRADE BY FITCH
  • FITCH UPGRADES ICELAND TO 'BBB-'; STABLE OUTLOOK
  • FITCH DOES NOT EXPECT ICELAND TO SLIP BACK INTO RECESSION
  • FITCH SAYS ICELAND GOVERNMENT DEBT PEAKED AT 100% OF GDP IN '11
Too bad the Goldman colony of Greece (and soon everyone else - thank you first lien "bailout" debt) will not see headlines such as these written about it any time in the next century."
Ógirtum ratast oft skemmtilega satt orð á munn. Menn eru farnir að leita sér að krónum til kaups: In The Meantime Iceland Is #Winning
============ 
Hvað er eiginlega að gerast á Möltu? Bankakerfið er þar með 40 prósent fleiri lán í vanskilum en í fyrra - og var þá ástandið afar slæmt - og atvinnuleysið hjá þeim er mun hærra en hér á Íslandi. Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Möltu er orðið miklu hærra en á ríkissjóð íslenksu krónunnar sem er með 250 pt álag. Hvað er að á Möltu? Landið skyldi þó ekki hafa tekið upp handsprengjuna evru?  
Og af hverju er skuldatryggingaálagið á evrulandið Sóveníu að nálgast 400 punkta? Og hvers vegna er evrulandið Kýpur að springa í loft upp með 1200 pt. skuldatryggingaálag? Tók það upp evru? 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2012 kl. 20:04

7 identicon

Hvernig dettur fólki í hug að Íslendingar væru ekki í svipaðri stöðu og aðrar jaðarþjóðir Evrunnar hefði hún verið innleidd hér á landi?

Hvernig dettur nokkrum einasta krata þvílíkt og annað eins í hug?

Hvernig er staðan í Hafnarfirði?  Hefði minna fé verið tekið að láni þar án Evru?  

Þetta er svo lýsandi fyrir krata að þeir reyna allt til að eyðileggja besta verkfærið fyrir lífskjarajöfnun, íslensku krónuna.  Alveg eins og Páll lýsir.

Kratar eru svo vitlausir að það er ekki mjög fyndið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 20:45

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Íslensk þýðing tilkynningar Fitch:

http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=3095

Ísland hefur fram að þessu lítið fengið að kenna á skuldakreppu evrusvæðisins og þótt hagvöxtur muni væntanlega hægja á sér í 2-2,5% árin 2012-2013, býst Fitch ekki við að landið dragist inn í samdráttarskeið. Einkageirinn er þó enn mjög skuldsettur – skuldir heimilana eru yfir 200% af ráðstöfunartekjum og skuldir fyrirtækja 210% af VLF – sem undirstrikar þörf á frekari skuldaaðlögun.

Þetta hefur að hluta til verið uppfyllt með dómi hæstaréttar, sérstaklega varðandi fyrirtæki, svo líklega er strax orðið tímabært að endurskoða matið með hliðsjón af því.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2012 kl. 21:00

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn hér búnir að gleyma að óíkt Evrópu hefur krónan stjórnlaust lækkað hér kaupmátt var það ekki um 30% tæp. Laun hér á verðlagi dagsins hafa rýrnað um 30 til 40% t.d. miðað við Noreg.  Bendi t..d. á að hjúkrunarfræðingar fá í norskum krónum upphæðir sem nema um 1,5 milljónum í norðuhluta Noregs. Allar vörur hér hafa hækkað og öll lán hækkað svo hvar er gróðinn. Hann fellst aðallega í því að stjórnvöld þurfa ekki að semja um lækkanir eða þvinga þær fram. Þær gerast sjálfkrafa. Bendi líka á að vöruverð fyrir utan bensín hefur náttúrulega ekkert hækkað hjá þjóðum í Evrópu.  Bendi líka á að vegna hafta er líka eins og við höfum lokað hér öllum leiðum fyrir fjármagn og viðskipti nærri því því menn þurfa leyfi frá seðlabanka vegna gjaldeyris.  Eins er hægt að benda blessuðum Páli að skv. honum og fleirum þá streyma Íslendingar til ESB landa og Noregs.  Er krónan að hjálpa þeim? Og ef að fólk flykkist í burtu til að komast í stöðugra umhverfi er krónan þá orsakavaldur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2012 kl. 21:02

10 identicon

Alveg skemmtilega dæmigert kratatal Magnús.

Norðmenn búa mjög vegna þess að þeir hafa ekki Evru heldur eigin gjaldmiðil.

Hvernig heldur Magnús krati að verðmæti á bak við norsku krónunnar skapist?

Í norska seðlabankanum, eða kanski vegna olíuauðs og sjávarafurða?

Kratar.  Vitlausari en moldvorpur... 

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 21:26

11 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Neyðarlögin og krónan eru að bjarga Íslandi í dag ekki spurning

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.2.2012 kl. 21:41

12 identicon

Sæll.

@MHB: Segðu íbúum Grikklands, Spánar, Ítalíu og Portúgals - svo örfá dæmi séu tekin - þetta sem þú ert að segja okkur.

Það er einfaldlega ekki heil brú í því sem þú ert að segja. Höftin eru núverandi ríkisstjórn að þakka og koma krónunni ekkert við. Vöruverð í Evrópu getur vart hækkað vegna þess að þá hefur hinn mikli fjöldi atvinnuleysingja ekki efni á að kaupa nokkurn skapaðan hlut. Ef laun hér fá ekki að lækka þýðir það einfaldlega mun meira atvinnuleysi. Er ekki um 50% atvinnuleysi hjá ungu fólki á Spáni? Viljum við slíkt hér? Flótti fólks héðan skrifast á yfirvöld hér en ekki gjaldmiðilinn. Hvernig á að vera hægt að búa til störf þegar opinberar álögur eru eins og þær eru og komið er í veg fyrir fjárfestingar?!

Ef Grikkir hefðu tekið upp drögmuna sína um áramótin mættu þeir eiga von á sínu besta túristasumri frá upphafi nú í sumar og mikill fjöldi Grikkja fengi vinnu við að þjónusta ferðamenn með tilheyrandi tekjuauka fyrir landið. Nú skilst mér að ekkert sé að gera í túristaiðnaðinum þar, því miður fyrir þá.

@GR: Takk fyrir góða og málefnalega athugasemd!! Þetta vissi ég ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 10:11

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikil er trú þín Páll.

Íslenska krónan er búin að vera handónýtur gjaldmiðill síðan 1886!

Í Kirkjuritinu 2012 verður komið inn á þetta í grein um Eirík í Cambridge.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2012 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband